Þungar áhyggjur af ástandi bleikjunnar í Þingvallavatni Jakob Bjarnar skrifar 24. nóvember 2022 08:00 Kuðungableikja í Þingvallavatni. Nú hafa menn þungar áhyggjur af fiskistofnum í Þingvallavatni en fyrir liggur að murtustofninn er í afar bágbornu ásigkomulagi. vísir/kl Þingvallavatn er einstakt á heimsvísu, veiðimenn tala um vatnið sem draumaveröld stangveiðimannsins; vatnið er án hliðstæðu – slíkur er fjölbreytileikinn. Nú hafa menn hins vegar þungar áhyggjur af stöðu mála í vatninu. Vísir greindi frá því í frétt á dögunum að murtustofninn væri svo gott sem hruninn. Murtan er uppistaða í fæðu ísaldarurriðans sem í vatninu er og má því búast við því að hann muni eiga undir högg að sækja. En það er ekki aðeins svo að ástæða sé til að hafa áhyggjur af viðgangi murtunnar og þá urriðans. Vísir hefur rætt við veiðimenn sem hafa þungar áhyggjur af stöðu bleikjunnar. Þrjár fisktegundir lifa í vatninu; urriði, bleikja og hornsíli en af bleikjunni eru fjögur tilbrigði; sílableikja, kuðungableikja, murta og dvergbleikja. Vísir ræddi við Finn Ingmarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem hefur rannsakað lífríkið í Þingvallavatni. Finnur segir að bleikjan hafi ekki verið rannsökuð með sama hætti og murtan. Vöktunin hafi snúið að svifvistinni. En hann segist hafa heyrt þetta að bleikjan væri að gefa eftir og það sé full ástæða til að rannsaka það nánar. „Það var farið í víðtæka sýnatöku 2019 og þá höfðum við samanburð við 1984, þegar þessar stóru rannsóknir voru í gangi. Og töluverðar breytingar sáust í þeim gögnum, allir bleikjustofnar voru að gefa eftir. Reyndar ekki kuðungableikjan,“ segir Finnur. Veiðimenn sjá minna og minna af bleikjunni Ekki þá en hvað nú? Vísir náði tali af einum þaulvönum veiðimanni sem lengi hefur stundað stangveiðar í Þingvallavatni eða í þrjátíu ár og þá í þjóðgarðinum. Þetta er Björn Guðmundsson, framhaldsskólakennari á eftirlaunum og hann hvetur til frekari rannsókna á bleikjunni. Falleg bleikja sem Björn fékk í Þingvallavatni í sumar. Hún vó 2400 g og tók fluguna Peacock.aðsend „Ég hef farið til veiða þarna 10-20 sinnum á sumri og haldið veiðidagbækur,“ segir Björn. Þá talar hann gjarnan við þá veiðimenn sem hann hittir við vatnið og hefur því góða tilfinningu fyrir stöðu bleikjunnar. „Hún er sú að stofni kuðungableikju sé að hnigna. Við veiðimenn fáum færri bleikjur, en stærri. Sjáum minna af bleikju og mjög lítið af smábleikju. Undanfarin ár sjáum við veiðimenn lítið sem ekkert af murtu og bleikjuveiðin hjá mér hefur minnkað ár frá ári. Veiðin farið markvisst niður á við Dagbækur Björns eru ómetanleg heimild. Hann segir að veiðin hafi minnkað ár frá ári og minna og minna af bleikju. Smábleikja sjáist vala og Björn sá enga murtu í sumar. Hann fór 11 ferðir að vatninu í sumar og veitti alls 16 bleikjur, sem gera að meðaltali 1,5 bleikjur í ferð. Eftirfarandi má sjá í bókum Björns: 2018: 15 ferðir, 57 bleikjur, 3,8 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1190 g. 2019: 17 ferðir, 55 bleikjur, 3,2 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1064 g 2020: 16 ferðir: 46 bleikjur, 2,9 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 941 g 2021: 13 ferðir: 25 bleikjur, 1,9 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1196 g 2022: 11 ferðir: 16 bleikjur, 1,5 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1625 g. Minnsta bleikjan sem ég veiddi í sumar var 1100 g. Meðalþyngdin í sumar er algerlega óeðlileg miðað við fyrri ár. „Fyrir 10 árum veiddi ég að meðaltali 7-8 bleikjur í ferð, þar af einhverjar smábleikjur. 12. ágúst fór ég með félaga mínum í eyjuna í Vatnsviki. Ég veiddi þar 1 bleikju og hann enga á 4 klukkustundum. Um þetta leyti sumars var fyrir nokkrum árum mikið af bleikju á þessum slóðum.“ Björn við veiðar, þarna í Langá á Mýrum.aðsend Björn segir að frá sínum bæjardyrum fari ekki á milli mála að bleikjan eigi verulega undir högg að sækja og bleikjuveiðimenn telja að urriðinn eigi þar einhverja sök á, að hann éti ekki bara murtuna heldur smábleikjuna líka. „Það þarf þó að rannsaka. En veiðiskýrslurnar mínar benda til þess þótt þær séu auðvitað mjög takmörkuð heimild,“ segir Björn. Urriðastofninn stækkað mjög á undanförnum árum Urriðinn í Þingvallavatni er einn sá frægasti sinnar tegundar á veraldarvísu. Á ýmsu hefur gengið hvað hann varðar, til dæmis þegar uppeldisstöðvar hans voru eyðilagðar þegar Sogið var stíflað í virkjunarframkvæmdum sem voru í lok sjötta áratugar síðustu aldar. Þingvallavatn er einstakt á heimsvísu. Fréttablaðið ræddi við Sigurð G. Tómasson, sérfræðing um stangveiði í vatninu.skjáskot „Með þessum afglöpum gengu menn nærri stærsta og stórvaxnasta urriðastofni í Evrópu, ef ekki heiminum. Skordýraeitri var meira að segja stráð á bakka Sogsins, sem gefur góða mynd af meðvitundarleysinu sem þá ríkti,“ segir Sigurður G. Tómasson, einn helsti sérfræðingur landsins um veiði í Þingvallavatni í samtali við Fréttablaðið 5. maí 2011. Svo hlaupið sé hratt yfir sögu hefur stofninn braggast afar vel á undanförnum árum og áratugum. „Við bleikjuveiðimenn sjáum meira af urriða á seinni árum og fáum öðru hverju slíka fiska þótt við séum ekki að sækjast eftir þeim,“ segir Björn. Ýmislegt hefur verið gert til að vernda urriðann, og kannski hefur það verið gert af of miklum móð. Fréttablaðið greindi frá veiðimönnum sem drógu nokkra urriða að vorlagi 2008 sem fékk hárin til að rísa á stangveiðimönnum, urriðinn sá var veiddur með makríl og í kjölfarið þessa fréttaflutnings voru slíkar veiðar stranglega bannaðar í Þingvallavatni. Og þar sem leyfi eru seld sérstaklega er áskilið að veiða og sleppa. Í kjölfar þessarar fréttar, sem sagði frá því þegar vinahópur nokkur veiddi vel af urriða vorkvöld eitt í maí 2008, voru veiðar með makríl stranglega bannaðar í vatninu.skjáskot Undarleg þróun í vatninu Þegar staðan er orðin þessi er óhjákvæmilegt að draga fram stóru byssurnar. Vísir setti sig í samband við þann mann sem best þekkir til urriðans í Þingvallavatni, sem er Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur. En hann hefur í aldarfjórðung fengist við rannsóknir á urriðanum í Þingvallavatni en stofninn náði toppi sínu 2020, samkvæmt á athugunum Jóhannesar. „Eins og þú segir þá er ýmislegt að gerast í Þingvallavatni sem kemur mönnum undarlega fyrir sjónir. Haustmæling Náttúrustofu Kópavogs þetta árið vitnar um slæmt ástand á þeirri murtu sem náð hafði hrygningarstærð. Fróðlegt verður að heyra einnig af ástandi ókynþroska murtu og einnig hvort einhverjar vísbendingar eru um hvort að kynþroskastærð hrygningarmurtu sé að breytast samhliða þeim umhverfisbreytingum sem nú eru að eiga sér stað,“ segir Jóhannes. Að sögn Jóhannesar eigum við á síðustu öld dæmi um að kynþroskastærð murtunnar hafi breyst þegar murtan kynþroskaðist smærri en verið hafði og veiddist því lítið í net með þeim stærri netamöskva sem ætlaðir voru hefðbundnum hrygningarmurtum. Þá var meðal annars litið til þess að sú breyting hefði getað tengst þeim miklu netaveiðum sem þá höfðu verið stundaðar á murtu vegna tilheyrandi vinnslu sem var öðru fremur hjá niðursuðuverksmiðju ORA. Hækkandi hiti bleikjunni mótdrægur Jóhannes telur stöðuna samspil margra þátta. „Þær umhverfisbreytingar sem átt hafa sér stað hérlendis í lofthita og samverkandi þáttum sem hafa áhrif á vatnshita, hafa líkt og dæmin sanna haft mikil neikvæð áhrif á bleikju á landsvísu.“ Mælingar Náttúrustofu Kópavogs á vatnshita sýna að merkja megi þessar breytingar með afgerandi hætti í hækkandi vatnshita Þingvallavatns enda þótt þar sé megnið af öllu innstreymi til vatnsins svellkalt lindarvatn. Jóhannes hefur rannsakað ísaldarurriðann í Þingvallavatni í aldarfjórðung en samkvæmt athugunum hans náði stofninn toppi 2020. „Þróunin í hitafarinu ein og sér er murtunni og bleikju af öðrum afbrigðum mótdræg og ekki bætir úr skák að fá sumar sem er ekkert sumri líkt og reyndin var þetta árið og tilheyrandi lægð í framleiðslu svifþörunga og þá um leið dýrsvifsins sem nærist á þeim þörungum og að sjálfsögðu um leið með tilheyrandi vanda hjá murtunni sem byggir afkomu sína öðru fremur á því að éta þau krabbadýr.“ Vandséð að staðbundnar verndunaraðgerðir geri gagn Jóhannes segir að svo sé það urriðinn sem er honum eins og mörgum svo hjartfólginn. Hann taki auðvitað sitt af murtunni eins og gengur. „Á örlagasviðinu þetta árið eru því ýmsir þættir mótdrægir bleikjunni, ekki síst murtunni öðru fremur vegna þess að þeir neikvæðu þættir leggjast þetta árið allir saman. Sú loftslagshlýnun sem samkvæmt spám á að halda áfram virðist vera ráðandi þáttur og mannskepnan á víst stærstan hlut að máli hvað þá framvindu varðar.“ Jóhannes telur að ef fram fari sem horfi með framgöngu manna í loftslagsmálum þá verði ekki séð að veiðiskapur á stöng- eða í net, hvorki á urriða né bleikju þar með talið murtu, breyti framvindunni. „Með hliðsjón af tiltækum upplýsingum og umræðu þeirra sem nýta og rannsaka fiskinn hef ég ekki heyrt að menn séu farnir að ræða einhvers konar friðunaraðgerðir gætu hjálpað bleikjunni svo sem með því að skoða það að taka tímabundið upp veiða og sleppa bleikjunni í Þingvallavatni né að ráð væri að draga úr eða leggja tímabundið af netaveiði í vatninu.“ Svalasta vígi bleikjunnar fær að finna til tevatnsins Hvað varðar bleikjuna sérstaklega þá eru lífsskilyrði hennar að teknu tilliti til veðurfars, henni orðnar afar mótdrægar á landsvísu, eins og áður segir. „Og svalasta vígi hennar, Þingvallavatn er nú greinilega farið finna til þess tevatns. Það er uppörvandi sem fyrr að íslenskir stangveiðimenn bera hag fiskistofnanna jafnan fyrir brjósti, en þeir þekkja líka öðrum betur að sveiflur í stærð fiskistofna eru hluti af tilvist fiskistofnanna - handverk náttúrunnar sjálfrar. Það er eðlilegt að spurt sé hvað séu eðlilegar sveiflur og hvað ekki, nokkuð sem er sannarlega ekki einfalt að svara.“ Jóhannes segir að Náttúrustofa Kópavogs hafi ekki fært það fyrr í tal að murtustofninn sé á fallandi fæti þannig að það er sem vanti aðdraganda þessa lélega ástands hrygningarstofnsins í haust. „Eitt haust með afleitum hrygningarstofni murtunnar hljómar eitt og sér ekki sem neinn dómsdagsdómur en er vissulega teikn um að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með framvindunni.“ Loftslagsbreytingarnar hafa afleiðingar Að öllu þessu sögðu hefur náttúran án aðstoðar mannsins séð um að stærð dýrastofna spili saman með tilheyrandi sveiflum á grunni lífsskilyrða hverju sinni, en inngrip manna þar með talið með veiðum hafa stundum gert útslagið varðandi virkni gangverks slíks samspils. „Ef það kemur á daginn að frávik í stærð hrygningarstofns murtunnar og mögulega ókynþroska hluta hennar einnig séu meiri en við þekkjum dæmi um þá er líklegt að það stafi af þeim loftslagsbreytingum sem nú eru að eiga sér stað með tilheyrandi breytingum á vistkerfum.“ Og Jóhannes er ekki bjartsýnn á að inngrip mannsins muni duga, ekki hvað þetta tiltekna dæmi varðar. Til þess er vandinn of víðtækur. „Ef vistkerfin eru að taka stakkaskiptum til langs tíma litið þá verður að segjast að það væri almennt lítið hægt að gera, en vegna þess að sú þróun er heimalöguð vegna okkar þungu kolefnisspora þá er vissulega mögulegt að sveigja af þessari þróun í loftslagsmálum þó ekki sé að sjá að nægur vilji sé til að breyta því þungstíga göngulagi.“ Stangveiði Veður Loftslagsmál Dýraheilbrigði Umhverfismál Þingvellir Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Nú hafa menn hins vegar þungar áhyggjur af stöðu mála í vatninu. Vísir greindi frá því í frétt á dögunum að murtustofninn væri svo gott sem hruninn. Murtan er uppistaða í fæðu ísaldarurriðans sem í vatninu er og má því búast við því að hann muni eiga undir högg að sækja. En það er ekki aðeins svo að ástæða sé til að hafa áhyggjur af viðgangi murtunnar og þá urriðans. Vísir hefur rætt við veiðimenn sem hafa þungar áhyggjur af stöðu bleikjunnar. Þrjár fisktegundir lifa í vatninu; urriði, bleikja og hornsíli en af bleikjunni eru fjögur tilbrigði; sílableikja, kuðungableikja, murta og dvergbleikja. Vísir ræddi við Finn Ingmarsson, sem er forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs, sem hefur rannsakað lífríkið í Þingvallavatni. Finnur segir að bleikjan hafi ekki verið rannsökuð með sama hætti og murtan. Vöktunin hafi snúið að svifvistinni. En hann segist hafa heyrt þetta að bleikjan væri að gefa eftir og það sé full ástæða til að rannsaka það nánar. „Það var farið í víðtæka sýnatöku 2019 og þá höfðum við samanburð við 1984, þegar þessar stóru rannsóknir voru í gangi. Og töluverðar breytingar sáust í þeim gögnum, allir bleikjustofnar voru að gefa eftir. Reyndar ekki kuðungableikjan,“ segir Finnur. Veiðimenn sjá minna og minna af bleikjunni Ekki þá en hvað nú? Vísir náði tali af einum þaulvönum veiðimanni sem lengi hefur stundað stangveiðar í Þingvallavatni eða í þrjátíu ár og þá í þjóðgarðinum. Þetta er Björn Guðmundsson, framhaldsskólakennari á eftirlaunum og hann hvetur til frekari rannsókna á bleikjunni. Falleg bleikja sem Björn fékk í Þingvallavatni í sumar. Hún vó 2400 g og tók fluguna Peacock.aðsend „Ég hef farið til veiða þarna 10-20 sinnum á sumri og haldið veiðidagbækur,“ segir Björn. Þá talar hann gjarnan við þá veiðimenn sem hann hittir við vatnið og hefur því góða tilfinningu fyrir stöðu bleikjunnar. „Hún er sú að stofni kuðungableikju sé að hnigna. Við veiðimenn fáum færri bleikjur, en stærri. Sjáum minna af bleikju og mjög lítið af smábleikju. Undanfarin ár sjáum við veiðimenn lítið sem ekkert af murtu og bleikjuveiðin hjá mér hefur minnkað ár frá ári. Veiðin farið markvisst niður á við Dagbækur Björns eru ómetanleg heimild. Hann segir að veiðin hafi minnkað ár frá ári og minna og minna af bleikju. Smábleikja sjáist vala og Björn sá enga murtu í sumar. Hann fór 11 ferðir að vatninu í sumar og veitti alls 16 bleikjur, sem gera að meðaltali 1,5 bleikjur í ferð. Eftirfarandi má sjá í bókum Björns: 2018: 15 ferðir, 57 bleikjur, 3,8 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1190 g. 2019: 17 ferðir, 55 bleikjur, 3,2 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1064 g 2020: 16 ferðir: 46 bleikjur, 2,9 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 941 g 2021: 13 ferðir: 25 bleikjur, 1,9 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1196 g 2022: 11 ferðir: 16 bleikjur, 1,5 að meðaltali í ferð, meðalþyngd 1625 g. Minnsta bleikjan sem ég veiddi í sumar var 1100 g. Meðalþyngdin í sumar er algerlega óeðlileg miðað við fyrri ár. „Fyrir 10 árum veiddi ég að meðaltali 7-8 bleikjur í ferð, þar af einhverjar smábleikjur. 12. ágúst fór ég með félaga mínum í eyjuna í Vatnsviki. Ég veiddi þar 1 bleikju og hann enga á 4 klukkustundum. Um þetta leyti sumars var fyrir nokkrum árum mikið af bleikju á þessum slóðum.“ Björn við veiðar, þarna í Langá á Mýrum.aðsend Björn segir að frá sínum bæjardyrum fari ekki á milli mála að bleikjan eigi verulega undir högg að sækja og bleikjuveiðimenn telja að urriðinn eigi þar einhverja sök á, að hann éti ekki bara murtuna heldur smábleikjuna líka. „Það þarf þó að rannsaka. En veiðiskýrslurnar mínar benda til þess þótt þær séu auðvitað mjög takmörkuð heimild,“ segir Björn. Urriðastofninn stækkað mjög á undanförnum árum Urriðinn í Þingvallavatni er einn sá frægasti sinnar tegundar á veraldarvísu. Á ýmsu hefur gengið hvað hann varðar, til dæmis þegar uppeldisstöðvar hans voru eyðilagðar þegar Sogið var stíflað í virkjunarframkvæmdum sem voru í lok sjötta áratugar síðustu aldar. Þingvallavatn er einstakt á heimsvísu. Fréttablaðið ræddi við Sigurð G. Tómasson, sérfræðing um stangveiði í vatninu.skjáskot „Með þessum afglöpum gengu menn nærri stærsta og stórvaxnasta urriðastofni í Evrópu, ef ekki heiminum. Skordýraeitri var meira að segja stráð á bakka Sogsins, sem gefur góða mynd af meðvitundarleysinu sem þá ríkti,“ segir Sigurður G. Tómasson, einn helsti sérfræðingur landsins um veiði í Þingvallavatni í samtali við Fréttablaðið 5. maí 2011. Svo hlaupið sé hratt yfir sögu hefur stofninn braggast afar vel á undanförnum árum og áratugum. „Við bleikjuveiðimenn sjáum meira af urriða á seinni árum og fáum öðru hverju slíka fiska þótt við séum ekki að sækjast eftir þeim,“ segir Björn. Ýmislegt hefur verið gert til að vernda urriðann, og kannski hefur það verið gert af of miklum móð. Fréttablaðið greindi frá veiðimönnum sem drógu nokkra urriða að vorlagi 2008 sem fékk hárin til að rísa á stangveiðimönnum, urriðinn sá var veiddur með makríl og í kjölfarið þessa fréttaflutnings voru slíkar veiðar stranglega bannaðar í Þingvallavatni. Og þar sem leyfi eru seld sérstaklega er áskilið að veiða og sleppa. Í kjölfar þessarar fréttar, sem sagði frá því þegar vinahópur nokkur veiddi vel af urriða vorkvöld eitt í maí 2008, voru veiðar með makríl stranglega bannaðar í vatninu.skjáskot Undarleg þróun í vatninu Þegar staðan er orðin þessi er óhjákvæmilegt að draga fram stóru byssurnar. Vísir setti sig í samband við þann mann sem best þekkir til urriðans í Þingvallavatni, sem er Jóhannes Sturlaugsson, líffræðingur. En hann hefur í aldarfjórðung fengist við rannsóknir á urriðanum í Þingvallavatni en stofninn náði toppi sínu 2020, samkvæmt á athugunum Jóhannesar. „Eins og þú segir þá er ýmislegt að gerast í Þingvallavatni sem kemur mönnum undarlega fyrir sjónir. Haustmæling Náttúrustofu Kópavogs þetta árið vitnar um slæmt ástand á þeirri murtu sem náð hafði hrygningarstærð. Fróðlegt verður að heyra einnig af ástandi ókynþroska murtu og einnig hvort einhverjar vísbendingar eru um hvort að kynþroskastærð hrygningarmurtu sé að breytast samhliða þeim umhverfisbreytingum sem nú eru að eiga sér stað,“ segir Jóhannes. Að sögn Jóhannesar eigum við á síðustu öld dæmi um að kynþroskastærð murtunnar hafi breyst þegar murtan kynþroskaðist smærri en verið hafði og veiddist því lítið í net með þeim stærri netamöskva sem ætlaðir voru hefðbundnum hrygningarmurtum. Þá var meðal annars litið til þess að sú breyting hefði getað tengst þeim miklu netaveiðum sem þá höfðu verið stundaðar á murtu vegna tilheyrandi vinnslu sem var öðru fremur hjá niðursuðuverksmiðju ORA. Hækkandi hiti bleikjunni mótdrægur Jóhannes telur stöðuna samspil margra þátta. „Þær umhverfisbreytingar sem átt hafa sér stað hérlendis í lofthita og samverkandi þáttum sem hafa áhrif á vatnshita, hafa líkt og dæmin sanna haft mikil neikvæð áhrif á bleikju á landsvísu.“ Mælingar Náttúrustofu Kópavogs á vatnshita sýna að merkja megi þessar breytingar með afgerandi hætti í hækkandi vatnshita Þingvallavatns enda þótt þar sé megnið af öllu innstreymi til vatnsins svellkalt lindarvatn. Jóhannes hefur rannsakað ísaldarurriðann í Þingvallavatni í aldarfjórðung en samkvæmt athugunum hans náði stofninn toppi 2020. „Þróunin í hitafarinu ein og sér er murtunni og bleikju af öðrum afbrigðum mótdræg og ekki bætir úr skák að fá sumar sem er ekkert sumri líkt og reyndin var þetta árið og tilheyrandi lægð í framleiðslu svifþörunga og þá um leið dýrsvifsins sem nærist á þeim þörungum og að sjálfsögðu um leið með tilheyrandi vanda hjá murtunni sem byggir afkomu sína öðru fremur á því að éta þau krabbadýr.“ Vandséð að staðbundnar verndunaraðgerðir geri gagn Jóhannes segir að svo sé það urriðinn sem er honum eins og mörgum svo hjartfólginn. Hann taki auðvitað sitt af murtunni eins og gengur. „Á örlagasviðinu þetta árið eru því ýmsir þættir mótdrægir bleikjunni, ekki síst murtunni öðru fremur vegna þess að þeir neikvæðu þættir leggjast þetta árið allir saman. Sú loftslagshlýnun sem samkvæmt spám á að halda áfram virðist vera ráðandi þáttur og mannskepnan á víst stærstan hlut að máli hvað þá framvindu varðar.“ Jóhannes telur að ef fram fari sem horfi með framgöngu manna í loftslagsmálum þá verði ekki séð að veiðiskapur á stöng- eða í net, hvorki á urriða né bleikju þar með talið murtu, breyti framvindunni. „Með hliðsjón af tiltækum upplýsingum og umræðu þeirra sem nýta og rannsaka fiskinn hef ég ekki heyrt að menn séu farnir að ræða einhvers konar friðunaraðgerðir gætu hjálpað bleikjunni svo sem með því að skoða það að taka tímabundið upp veiða og sleppa bleikjunni í Þingvallavatni né að ráð væri að draga úr eða leggja tímabundið af netaveiði í vatninu.“ Svalasta vígi bleikjunnar fær að finna til tevatnsins Hvað varðar bleikjuna sérstaklega þá eru lífsskilyrði hennar að teknu tilliti til veðurfars, henni orðnar afar mótdrægar á landsvísu, eins og áður segir. „Og svalasta vígi hennar, Þingvallavatn er nú greinilega farið finna til þess tevatns. Það er uppörvandi sem fyrr að íslenskir stangveiðimenn bera hag fiskistofnanna jafnan fyrir brjósti, en þeir þekkja líka öðrum betur að sveiflur í stærð fiskistofna eru hluti af tilvist fiskistofnanna - handverk náttúrunnar sjálfrar. Það er eðlilegt að spurt sé hvað séu eðlilegar sveiflur og hvað ekki, nokkuð sem er sannarlega ekki einfalt að svara.“ Jóhannes segir að Náttúrustofa Kópavogs hafi ekki fært það fyrr í tal að murtustofninn sé á fallandi fæti þannig að það er sem vanti aðdraganda þessa lélega ástands hrygningarstofnsins í haust. „Eitt haust með afleitum hrygningarstofni murtunnar hljómar eitt og sér ekki sem neinn dómsdagsdómur en er vissulega teikn um að nauðsynlegt sé að fylgjast vel með framvindunni.“ Loftslagsbreytingarnar hafa afleiðingar Að öllu þessu sögðu hefur náttúran án aðstoðar mannsins séð um að stærð dýrastofna spili saman með tilheyrandi sveiflum á grunni lífsskilyrða hverju sinni, en inngrip manna þar með talið með veiðum hafa stundum gert útslagið varðandi virkni gangverks slíks samspils. „Ef það kemur á daginn að frávik í stærð hrygningarstofns murtunnar og mögulega ókynþroska hluta hennar einnig séu meiri en við þekkjum dæmi um þá er líklegt að það stafi af þeim loftslagsbreytingum sem nú eru að eiga sér stað með tilheyrandi breytingum á vistkerfum.“ Og Jóhannes er ekki bjartsýnn á að inngrip mannsins muni duga, ekki hvað þetta tiltekna dæmi varðar. Til þess er vandinn of víðtækur. „Ef vistkerfin eru að taka stakkaskiptum til langs tíma litið þá verður að segjast að það væri almennt lítið hægt að gera, en vegna þess að sú þróun er heimalöguð vegna okkar þungu kolefnisspora þá er vissulega mögulegt að sveigja af þessari þróun í loftslagsmálum þó ekki sé að sjá að nægur vilji sé til að breyta því þungstíga göngulagi.“
Stangveiði Veður Loftslagsmál Dýraheilbrigði Umhverfismál Þingvellir Bláskógabyggð Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira