Kostir og gallar: Erum orðin svo vön því að gera margt í einu Rakel Sveinsdóttir skrifar 24. nóvember 2022 07:01 Það fylgja því kostir og gallar að multitaska. Aðalmálið er að það sé ekki viðvarandi ástand hjá okkur og því gildir hér reglan um að allt er gott í hófi. Þegar kemur að góðum ráðum er líka gott að hafa í huga að við eigum alltaf að vera meðvituð um að okkur líði sem best í öllum aðstæðum og náum að byggja upp jafnvægi þar sem þess þarf. Vísir/Getty Rétt upp hönd sem multitaskar aldrei? Enginn? Nei, ekkert skrýtið því flestum okkar er orðið svo tamt að gera margt í einu að við varla tökum eftir því. Að multitaska í vinnunni hefur sína kosti og galla. Kostirnir eru til dæmis þeir að við náum oft að afkasta mjög mörgu á stuttum tíma. Förum jafnvel í ofur-gírinn okkar og náum ótrúlega góðum árangri í mörgu í einu. Margir segjast til dæmis oft vinna best undir pressu. Og þá stundum þá að klára heilu verkefnalistana á mettíma. Fyrir vinnustaðinn getur þetta sparað heilmikinn pening. Sem mælist þá í hinni sívinsælu framleiðniaukningu. Á þeim vinnustöðum þar sem vinnutíminn er sveigjanlegur, getur þetta einnig stytt vinnutímann þinn verulega þannig að þú nærð meiri frítíma. Gallarnir eru hins vegar þeir að það að multitaska getur ekki verið viðvarandi hjá okkur. Því þá eru líkur á að skilvirknin okkar í starfinu minnki. Meiri hætta er á mistökum og mörg verkefnanna okkar gætu endað með að vera ekki nógu vel unnin, þótt þau séu svo sem alveg sæmilega góð og án mistaka. Að venja sjálfan sig líka á vera alltaf að gera margt í einu, getur aukið líkurnar á kvíða. Sem skýrist einfaldlega vegna þess að við fáum aldrei svigrúm til að einbeita okkur að verkefnum, erum með heilann á yfirsnúningi alltaf og spennumst upp. Hér gildir því fyrst og fremst hin góða og gullna regla: Allt er gott í hófi. Á netinu er hægt að rýna í ýmiss góð ráð um það, hvernig best er að þjálfa sig í að vera góð í að multitaska. Svona ef það er hugsað sem markmið út af fyrir sig. Rauði þráðurinn í flestum þessara góðu ráða er gott skipulag. Þar sem fer sérstaklega saman góð tímastjórnun og góður verkefnalisti. Sem reyndar er það sama og gildir almennt því flestum okkur líður betur þegar okkur finnst við ráða vel við öll verkefnin okkar. Fyrir vinnuna eða fyrir einkalífið. Góðu ráðin: Alltaf markmið að líða vel hið innra Þegar kemur að góðu ráðunum er gott að muna að stærsta verkefnið okkar snýst í rauninni um að okkur líði sem best hið innra. Og séum þannig að ná árangri og jafnvægi þar sem þess þarf. Við þurfum til dæmis jafnvægi í því að vera ekki alltaf á yfirsnúning í vinnunni. Við þurfum líka jafnvægi á milli heimilis og vinnu. Þannig að til að hjálpa okkur í þessu, skulum við rýna í nokkur góð ráð sem eru sígild. 1. Að muna eftir öllum verkefnum Strangt til tekið helst það oft í hendur að vera öguð í tímastjórnun og vera með góðan verkefnalista. En þegar við hugum að þessu tvennu, er ekkert síður mikilvægt að muna þá eftir öllum ósýnilegu verkefnunum okkar. Þeim sem okkur dettur kannski ekki í hug og teljast launalaus. Í neðangreindu viðtali er rætt við Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóra Þekkingarmiðlunar um þessa ósýnilegu vinnu okkar. Því oft er hún í bland: Eitthvað sem tengist vinnunni okkar eða einkalífi. 2. Fyrsta ráðið er að segja NEI Í meðfylgjandi viðtali við Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóra og aðalþjálfari IBT á Íslandi, má sjá nokkur góð ráð sem hjálpa til við að búa til og fylgja eftir góðum verkefnalista. Því til þess að vera skipulögð, halda tímastjórnun, klára verkefnin okkar og verða jafnvel góð í því að leysa úr nokkrum hlutum í einu, þarf verkefnalistinn að vera raunhæfur og góður. Fyrsta ráðið sem Gunnar gefur því er að læra að segja NEI við ákveðnum verkefnum. Þá segir Gunnar um algengustu mistökin: „Í fyrsta lagi að skrá of mörg verkefni niður og í framhaldi af þeim vanda að vera feimin við að henda af listanum því sem ekki stendur til að gera í nánustu framtíð eða jafnvel aldrei,“ segir Gunnar. Góðu ráð Gunnars má sjá hér. 3. Truflanir eða fókus En það er ekki nóg að muna eftir öllum verkefnunum eða að setja sér markmið um að koma mörgu í verk á stuttum tíma. Eftir stendur hvernig okkur á að takast það. Sem oftar en ekki snýst fyrst og fremst um að halda einbeitingunni að því sem við erum að gera. Að vera einbeitt. Þótt það þýði að við ætlum okkur að vera einbeitt í því að multitaska. Hvað kannast til dæmis margir við að kíkja alltaf á nýjan tölvupóst eða aðrar tilkynningar um samskipti á TEAMS, Messenger og svo framvegis, um leið og þær poppa upp. Sem þó getur verið: vinnutölvupósturinn okkar + prívatpósturinn okkar + TEAMS eða sambærileg samskiptaforrit í vinnunni + þeir samfélagsmiðlar sem við notum. Ekki nema von að við séum orðin vön því að multitaska ef allt þetta er í gangi og meira til! En í meðfylgjandi grein eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur að halda einbeitingu. Góðu ráðin Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. 14. nóvember 2022 07:00 Sóðarnir í vinnunni: Oft sama fólkið sem lætur ekki segjast Það heyrir nánast til undantekninga að sjá ekki einhverja hvatningu á vinnustöðum til starfsmanna um að ganga vel um. Til dæmis að ganga frá í eldhúsinu. 21. október 2022 07:00 Ellefu vísbendingar um að jafnvægið sé í klúðri Í hinum fullkomna heimi væri jafnvægið á milli heimilis og vinnu ekkert mál. Þótt starfsframinn sé á fullri ferð samhliða því að reka heimili, ala upp börn og stunda jafnvel áhugamálin. 14. október 2022 07:00 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Kostirnir eru til dæmis þeir að við náum oft að afkasta mjög mörgu á stuttum tíma. Förum jafnvel í ofur-gírinn okkar og náum ótrúlega góðum árangri í mörgu í einu. Margir segjast til dæmis oft vinna best undir pressu. Og þá stundum þá að klára heilu verkefnalistana á mettíma. Fyrir vinnustaðinn getur þetta sparað heilmikinn pening. Sem mælist þá í hinni sívinsælu framleiðniaukningu. Á þeim vinnustöðum þar sem vinnutíminn er sveigjanlegur, getur þetta einnig stytt vinnutímann þinn verulega þannig að þú nærð meiri frítíma. Gallarnir eru hins vegar þeir að það að multitaska getur ekki verið viðvarandi hjá okkur. Því þá eru líkur á að skilvirknin okkar í starfinu minnki. Meiri hætta er á mistökum og mörg verkefnanna okkar gætu endað með að vera ekki nógu vel unnin, þótt þau séu svo sem alveg sæmilega góð og án mistaka. Að venja sjálfan sig líka á vera alltaf að gera margt í einu, getur aukið líkurnar á kvíða. Sem skýrist einfaldlega vegna þess að við fáum aldrei svigrúm til að einbeita okkur að verkefnum, erum með heilann á yfirsnúningi alltaf og spennumst upp. Hér gildir því fyrst og fremst hin góða og gullna regla: Allt er gott í hófi. Á netinu er hægt að rýna í ýmiss góð ráð um það, hvernig best er að þjálfa sig í að vera góð í að multitaska. Svona ef það er hugsað sem markmið út af fyrir sig. Rauði þráðurinn í flestum þessara góðu ráða er gott skipulag. Þar sem fer sérstaklega saman góð tímastjórnun og góður verkefnalisti. Sem reyndar er það sama og gildir almennt því flestum okkur líður betur þegar okkur finnst við ráða vel við öll verkefnin okkar. Fyrir vinnuna eða fyrir einkalífið. Góðu ráðin: Alltaf markmið að líða vel hið innra Þegar kemur að góðu ráðunum er gott að muna að stærsta verkefnið okkar snýst í rauninni um að okkur líði sem best hið innra. Og séum þannig að ná árangri og jafnvægi þar sem þess þarf. Við þurfum til dæmis jafnvægi í því að vera ekki alltaf á yfirsnúning í vinnunni. Við þurfum líka jafnvægi á milli heimilis og vinnu. Þannig að til að hjálpa okkur í þessu, skulum við rýna í nokkur góð ráð sem eru sígild. 1. Að muna eftir öllum verkefnum Strangt til tekið helst það oft í hendur að vera öguð í tímastjórnun og vera með góðan verkefnalista. En þegar við hugum að þessu tvennu, er ekkert síður mikilvægt að muna þá eftir öllum ósýnilegu verkefnunum okkar. Þeim sem okkur dettur kannski ekki í hug og teljast launalaus. Í neðangreindu viðtali er rætt við Ingrid Kuhlman, framkvæmdastjóra Þekkingarmiðlunar um þessa ósýnilegu vinnu okkar. Því oft er hún í bland: Eitthvað sem tengist vinnunni okkar eða einkalífi. 2. Fyrsta ráðið er að segja NEI Í meðfylgjandi viðtali við Gunnar Jónatansson, framkvæmdastjóra og aðalþjálfari IBT á Íslandi, má sjá nokkur góð ráð sem hjálpa til við að búa til og fylgja eftir góðum verkefnalista. Því til þess að vera skipulögð, halda tímastjórnun, klára verkefnin okkar og verða jafnvel góð í því að leysa úr nokkrum hlutum í einu, þarf verkefnalistinn að vera raunhæfur og góður. Fyrsta ráðið sem Gunnar gefur því er að læra að segja NEI við ákveðnum verkefnum. Þá segir Gunnar um algengustu mistökin: „Í fyrsta lagi að skrá of mörg verkefni niður og í framhaldi af þeim vanda að vera feimin við að henda af listanum því sem ekki stendur til að gera í nánustu framtíð eða jafnvel aldrei,“ segir Gunnar. Góðu ráð Gunnars má sjá hér. 3. Truflanir eða fókus En það er ekki nóg að muna eftir öllum verkefnunum eða að setja sér markmið um að koma mörgu í verk á stuttum tíma. Eftir stendur hvernig okkur á að takast það. Sem oftar en ekki snýst fyrst og fremst um að halda einbeitingunni að því sem við erum að gera. Að vera einbeitt. Þótt það þýði að við ætlum okkur að vera einbeitt í því að multitaska. Hvað kannast til dæmis margir við að kíkja alltaf á nýjan tölvupóst eða aðrar tilkynningar um samskipti á TEAMS, Messenger og svo framvegis, um leið og þær poppa upp. Sem þó getur verið: vinnutölvupósturinn okkar + prívatpósturinn okkar + TEAMS eða sambærileg samskiptaforrit í vinnunni + þeir samfélagsmiðlar sem við notum. Ekki nema von að við séum orðin vön því að multitaska ef allt þetta er í gangi og meira til! En í meðfylgjandi grein eru nokkur góð ráð sem geta hjálpað okkur að halda einbeitingu.
Góðu ráðin Vinnustaðurinn Geðheilbrigði Tengdar fréttir Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. 14. nóvember 2022 07:00 Sóðarnir í vinnunni: Oft sama fólkið sem lætur ekki segjast Það heyrir nánast til undantekninga að sjá ekki einhverja hvatningu á vinnustöðum til starfsmanna um að ganga vel um. Til dæmis að ganga frá í eldhúsinu. 21. október 2022 07:00 Ellefu vísbendingar um að jafnvægið sé í klúðri Í hinum fullkomna heimi væri jafnvægið á milli heimilis og vinnu ekkert mál. Þótt starfsframinn sé á fullri ferð samhliða því að reka heimili, ala upp börn og stunda jafnvel áhugamálin. 14. október 2022 07:00 Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01 Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01 Mest lesið „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ B-týpa sem vill verða A en þarf tíma til að „morgna sig“ Fólki á helst að líða betur eftir vinnudaginn en þegar það mætti Slökkt á asanum: „Hljómar kannski auðveldlega en er það ekki“ Konurnar ofþreyttar en karlmenn vilja meiri frið til að vinna „Allir alltaf að segja að hann sé svo mjúkur“ „Frekar kvöldsvæfur heldur en morgunfúll“ Atvinnumissir: „Það var rosa skrýtið að lenda í þessu“ Sjá meira
Þrennt sem virkar vel að bjóða starfsfólki annað en launahækkun Peningar eru ekki allt og peningar kaupa ekki hamingju. Sem auðvitað þýðir að í vinnunni okkar er svo margt annað sem getur talist til annað en launin sem við fáum greidd fyrir vinnuna. 14. nóvember 2022 07:00
Sóðarnir í vinnunni: Oft sama fólkið sem lætur ekki segjast Það heyrir nánast til undantekninga að sjá ekki einhverja hvatningu á vinnustöðum til starfsmanna um að ganga vel um. Til dæmis að ganga frá í eldhúsinu. 21. október 2022 07:00
Ellefu vísbendingar um að jafnvægið sé í klúðri Í hinum fullkomna heimi væri jafnvægið á milli heimilis og vinnu ekkert mál. Þótt starfsframinn sé á fullri ferð samhliða því að reka heimili, ala upp börn og stunda jafnvel áhugamálin. 14. október 2022 07:00
Alltaf að muna að hafa gaman, annars er svo leiðinlegt „Ég hugsa jákvætt og nota húmor, þannig afkasta ég sem mest og tekst á við áskoranir,“ segir Anna Steinsen, einn eiganda KVAN, meðal annars þegar Atvinnulífið sækir hjá henni innblástur og góð ráð um það, hvað kom henni á þann stað sem hún er á í dag. 8. september 2022 07:01
Algengustu mýturnar í leiðinlegri vinnu Oooh. Enn einn vinnudagurinn og jafn súrt og það hljómar er fullt af fólki sem nennir varla fram úr einfaldlega vegna þess að þeim finnst svo leiðinlegt í vinnunni. 26. ágúst 2022 07:01