Tilefni árásarinnar á Club Q liggur ekki fyrir enn Samúel Karl Ólason skrifar 24. nóvember 2022 15:13 Anderson Lee Aldrich var yfirbugað af gestum næturklúbbs þar sem hán skaut fimm til bana. AP/Lögreglan í Colorado Springs Anderson Lee Aldrich, sem grunað er um að hafa skotið fimm manns til bana í næturklúbbi í Colorado í Bandaríkjunum um helgina, verður ekki sleppt úr haldi gegn tryggingu. Það kom fram þegar Aldreich var flutt fyrir dómara í gærkvöldi. Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Gestir á næturklúbbnum Club Q í Colorado Springs, sem gjarnan er sóttur af samkynhneigðu fólki, stöðvuðu árás Aldrich og sneru hán niður eftir að skothríðin hófst á laugardaginn. Eins og áður segir dóu fimm og særðust nítján til viðbótar en Aldrich hefur ekkert gefið upp um tilefni árásarinnar. Aldrich mun hafa byrjað að skjóta á fólk um leið og hán gekk inn í húsnæðið með bæði hálfsjálfvirkan riffil og skammbyssu, auk mikils magns skotfæra. Aldrich var þar að auki í skotheldu vesti. Lögmenn Aldrich segja hán kynsegin en Aldrich stendur frammi fyrir mögulegum ákærum fyrir morð og hatursglæp. Aldrich var í dómsal í gær í gegnum fjarfundarbúnað en hán sat í hjólastól og virtist við litla meðvitund. Þegar dómarin spurði Aldrich út í nafn svaraði hán ekki í fyrstu. Þegar Aldrich svaraði var hán þvoglumælt. AP fréttaveitan segir að Aldrich hafi breytt nafni sínu á táningsárunum fyrir um sex árum síðan. Það hafi verið gert í Texas og í dómsskjölum kemur fram að Aldrich vildi vernda sig gegn föður sínum, sem meðal annars beitti móður Aldrich ofbeldi. Þar áður gekk Aldrich undir nafninu Nicholas Franklin Brink. Breytti um nafn vegna föður síns Faðir Aldrich heitir Aaron Brink. Hann hefur lagt stund á blandaðar bardagalistir og klámleik, auk þess að vera með umfangsmikla sakaskrá. Meðal annars hefur hann verið dæmdur fyrir að beita móður Aldrich ofbeldi. Í viðtali við héraðsmiðilinn KFMB-TV sagðist Aaron Brink hafa verið verulega brugðið þegar hann komst að því að barn sitt væri grunað um ódæðið. Brink sagði að hans fyrstu viðbrögð hefðu verið að velta vöngum yfir því af hverju Aldrich hefði verið á næturklúbbi samkynhneigðra. Brink sagðist hafa verið ánægður þegar honum var tilkynnt að Andrich væri ekki samkynhneigt. „Ég er mormóni. Ég er íhaldssamur Repúblikani,“ sagði Brink. „Við erum ekki samkynhneigð.“ Hann lofaði Aldrich einnig fyrir að hafa sýnt ofbeldisfulla hegðun í æsku en sagðist miður sín yfir því að hafa brugðist barni sínu. Það væri þó engin afsökun fyrir því að myrða fólk. Blaðamenn ræddu lengi við Brink í gær en sjá má viðtalið við hann hér að neðan.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41 Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47 Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Fleiri fréttir Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Sjá meira
Segja byssumanninn í Koloradó kynsegin Lögmenn byssumanns sem skaut fimm manns til bana á næturklúbbi samkynhneigðra í Koloradó í Bandaríkjunum fullyrða að hann sé kynsegin. Hán gæti átt yfir höfði sér ákæru fyrir hatursglæp og á að koma fyrir dómara í fyrsta skipti í dag. 23. nóvember 2022 08:41
Tvær hetjur yfirbuguðu árásarmanninn Sá sem er grunaður um að hafa orðið fimm að bana á hinsegin skemmtistað í Colorado í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags er 22 ára karlmaður. Skemmtistaðurinn þakkar hetjum sem voru inni á staðnum og yfirbuguðu árásarmanninn. 20. nóvember 2022 17:47
Fimm skotin til bana í árás á hinsegin skemmtistað í Colorado Fimm voru skotnir til bana á hinsegin skemmtistaðnum „Q“ í Colorado Springs í Bandaríkjunum nú aðfaranótt sunnudags. Átján særðust í árásinni. 20. nóvember 2022 12:34