Leggur til að arðgreiðslur banka greiði skuldir ÍL-sjóðs Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2022 14:39 Ásgeir Brynjar Torfason er doktor í fjármálum. Vísir Doktor í fjármálum segir Íslandsbankaskýrsluna vera svarta og að mikilvægt sé umræðan endi ekki í pólitískum skotgröfum. Þá leggur hann til að hagnaður banka í ríkiseigu verði nýttur til að greiða niður skuldir ÍL-sjóðs. Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan: Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Doktor Ásgeir Brynjar Torfason ræddi söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka við Kristján Kristjánsson á Sprengisandi í morgun. Hann segir ljóst af skýrslu ríkisendurskoðunar um málið að víða hafi pottur verið brotinn í ferlinu og innan Bankasýslu ríkisins, sem hélt utan um söluna. „Skýrslan er bomba. Þetta er mjög alvarleg úttekt á ekki nógu góðri stjórnsýslu inni í þessari stofnun sem hefur haldið utan um þessa einkavæðingu,“ segir hann. Almannatenglaúrlausn afþökkuð Hann segir að mikilvægt sé að spunameistarar stjórnmálaflokka fái ekki stýra umræðunni um skýrsluna. Málið sé einfaldlega of mikilvægt. „Það má ekki verða einhvers konar PR almannatenglaúrlausn og skotgrafahernaður út frá einhverjum stöðum,“ segir Ásgeir Brynjar. Þá segir hann að aðalatriðið í málinu öllu saman vera að nauðsynlegt sé að vanda til verka þegar eignarhlutar ríkisins í fjármálafyritækjum eru seldir. „Þetta er ekki einhver sala á notuðum bíl eða einhverri gamalli húseign sem ríkið er að losa sig við. Þetta er einn af þremur aðalbönkum landsins sem rekur greiðslumiðlunarkerfið okkar. Fólk er með húsnæðislánin sín þarna,“ segir hann. Leggur til að hagnaður bankanna greiði upp skuldir Ásgeir Brynjar bendir á að gert hafi verið ráð fyrir frekari sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í fjárlögum og því sé komið gat í fjárlög eftir að frekari sala var sett á ís. „Maður veit ekki hvort útspilið með Íbúðalánasjóð allt í einu núna í október sé einhvers konar viðbragð við því. Að reyna að spara þar einhverja hundrað og fimmtíu milljarða með því að taka snúning á lífeyrissjóðunum,“ segir hann. Fyrir liggur að til stendur að leggja Bankasýslu ríkisins niður og breyta því hvernig haldið er utan um eignir ríkisins. Ásgeir Brynjar leggur til nýstárlega nálgun sem gæti slegið tvær flugur í einu höggi. „Til þess að losa þessa pattstöðu, þá hef ég verið að hugsa hvort í stofnanauppbyggingunni sem þarf að setja fram í þessu frumvarpi, um hvað eigi að taka við af Bankasýslunni, að í staðinn fyrir að hafa þetta sem skúffu í fjármálaráðuneytinu eins og Íbúðalánasjóð, að búa í raun og veru til einhvers konar eignaumsýslustofnun. Það væri hægt að setja þetta saman þannig að arðgreiðslur af þessum eina og hálfa banka sem við eigum, ríkið, þær fari á næstu árum í að borga kostnaðinn af Íbúðalánasjóði. Þá bara neutralíserast þessi tvö vandamál út og þá þarf ekki að vera að deila um þau á hinu pólitíska sviði í tíu, tólf, fimmtán ár,“ segir hann. Samtal þeirra Ásgeirs Brynjars og Kristjáns á Sprengisandi má heyra í spilaranum hér að neðan:
Salan á Íslandsbanka ÍL-sjóður Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira