Byggja sjóböð í Önundarfirði Bjarki Sigurðsson skrifar 28. nóvember 2022 09:02 Svona líta teikningarnar sem kynntar voru íbúum á svæðinu út. Til stendur að byggja sjóböð við Holtsfjöru í Önundarfirði á næstu misserum. Tillögur að byggingu þeirra voru kynntar íbúum á Flateyri og í Önundarfirði nú á dögunum. Sjóböðin verða byggð af eignarhaldsfélaginu Blævængi ehf. í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og arkitektúrstofuna Sen&Son. Næstu skref í þróun verkefnisins eru náttúrufarsgreining og deiliskipulag svæðisins. „Böðin byggja á sjálfbærri nýtingu á varmaorku úr sjó, einstakri náttúrufegurð og þessari dásamlegu gullnu skeljasandsfjöru sem nú þegar er miðstöð sjóbaða á norðanverðum Vestfjörðum. Nálgun okkar er nærfærin á þann hátt að byggingin og böðin eru hönnuð inn í umhverfið og verða hluti af því,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra verkefnisins, í tilkynningu. Pottar, laugar, gufuböð og fleira verða á svæðinu. Tvær bryggjur munu liggja frá lauginni um fjöruna í sjóinn. Annars vegar verður stígur tengdur stuttri flotbryggju og hinsvegar ný löng trébryggja út í fjörðinn þar sem gestir geta farið í stóran heitan pott á bryggjusporðinum. Til að hita upp sturtur, laug og potta hefur Efla unnið tillögur á því að vinna varmaorku úr sjónum. Sjávarhitinn verður nýttur sem orkugjafi og sjónum dælt um sérstaka varmadælu. Í tilkynningunni segir að verkefnið feli því í sér nýsköpun hvað varðar orkuvinnslu á köldum svæðum. Ásamt laugum, pottum og baðströndinni verða veitingastaður, gufuböð, snyrti- og nuddstofa. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Flateyrar og verður markaðssett undir heitinu Hvítisandur sem er gamalt örnefni fyrir svæðið. vísir Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Sjóböðin verða byggð af eignarhaldsfélaginu Blævængi ehf. í samstarfi við verkfræðistofuna Eflu og arkitektúrstofuna Sen&Son. Næstu skref í þróun verkefnisins eru náttúrufarsgreining og deiliskipulag svæðisins. „Böðin byggja á sjálfbærri nýtingu á varmaorku úr sjó, einstakri náttúrufegurð og þessari dásamlegu gullnu skeljasandsfjöru sem nú þegar er miðstöð sjóbaða á norðanverðum Vestfjörðum. Nálgun okkar er nærfærin á þann hátt að byggingin og böðin eru hönnuð inn í umhverfið og verða hluti af því,“ er haft eftir Runólfi Ágústssyni, verkefnastjóra verkefnisins, í tilkynningu. Pottar, laugar, gufuböð og fleira verða á svæðinu. Tvær bryggjur munu liggja frá lauginni um fjöruna í sjóinn. Annars vegar verður stígur tengdur stuttri flotbryggju og hinsvegar ný löng trébryggja út í fjörðinn þar sem gestir geta farið í stóran heitan pott á bryggjusporðinum. Til að hita upp sturtur, laug og potta hefur Efla unnið tillögur á því að vinna varmaorku úr sjónum. Sjávarhitinn verður nýttur sem orkugjafi og sjónum dælt um sérstaka varmadælu. Í tilkynningunni segir að verkefnið feli því í sér nýsköpun hvað varðar orkuvinnslu á köldum svæðum. Ásamt laugum, pottum og baðströndinni verða veitingastaður, gufuböð, snyrti- og nuddstofa. Verkefnið er styrkt af Þróunarsjóði Flateyrar og verður markaðssett undir heitinu Hvítisandur sem er gamalt örnefni fyrir svæðið. vísir
Ísafjarðarbær Sundlaugar Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira