Þrátt fyrir mikinn útlánavöxt er Kvika enn fjárfestingarbanki

Sveiflur í afkomu Kviku varpa ljósi á að félagið er enn fjárfestingarbanki jafnvel þótt vægi útlána hafi vaxið hratt. Útlán Kviku hafa aukist um 45 prósent frá áramótum en á sama tíma hefur efnahagsreikningurinn vaxið um 21 prósent. „Stærri efnahagsreikningur og stærra útlánasafn leggja grunninn að stöðugri og sterkari grunnrekstri til framtíðar,“ segir í verðmati Jakobsson Capital.