Körfubolti

Lög­mál leiksins: „Er því miður bara ekki gott lið“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Luka í leik með Dallas.
Luka í leik með Dallas. AP Photo/Gareth Patterson

Lögmál leiksins er á sínum stað á Stöð 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Þar er að venju farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta. Í þætti kvöldsins verður staða mála hjá Luka Dončić og félögum í Dallas Mavericks skoðuð.

Dallas hefur tapað fjórum leikjum í röð og er aðeins búið að vinna níu af 19 leikjum til þessa í NBA deildinni. Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson eru ekki hrifnir af því sem þeir hafa séð undanfarið.

„Þetta er illa samsett, það eru í rauninni bara þrír gaurar sem geta sett boltann í gólfið. Það eru Luka, Spencer Dinwiddie og Tim Hardaway Jr.,“ segir Sigurður Orri um leikmannahóp Dallas.

„Dinwiddie og Hardaway eru gaurar sem ná aldrei heilum leik þar sem þeir eru consistently góðir. Dinwiddie getur það alveg en þá þarf Luka að vera meiddur svo hann geti verið boltann rosalega mikið og þá tapa þeir hvort eð er,“ bætti Sigurður Orri við áður en Hörður skaut inn í að JaVale McGee „tilraunin“ hafi engan veginn gengið upp.

„Miðað við hvað hann er með í höndunum þá er þetta því miður bara ekki gott lið,“ skýtur Sigurður Orri svo inn að endingu. Þetta og margt fleira í Lögmál leiksins klukkan 20.00 á Stöð 2 Sport 2.

Klippa: Lögmál leiksins: Miðað við hvað hann er með í höndunum þá er þetta því miður bara ekki gott lið



Fleiri fréttir

Sjá meira


×