„Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega“ Valur Páll Eiríksson skrifar 29. nóvember 2022 15:00 Helena Sverrisdóttir stefnir aftur á völlinn áður en árið er úti. Mynd/Vísir Körfuboltakonan Helena Sverrisdóttir úr Haukum vonast til að komast aftur á völlinn fyrir áramót en hún jafnar sig eftir liðþófaaðgerð. Hún segir taka á að vera utan vallar en hlakkar mikið til að komast aftur á parketið. Helena hefur þurft að sætta sig við að vera á hliðarlínunni það sem af er vetri en hún neyddist í aðra liðþófaaðgerðina á innan við tólf mánaða tímabili í haust. Hún stefnir á endurkomu fyrir áramót. „[Staðan] er bara ágæt held ég. Ég fór í aðgerð í lok september til að laga rifu í liðþófanum - aftur - sem að ég gerði líka í nóvember í fyrra. Ég held að þetta sé allt að koma, þetta er þolinmæðisvinna sérstaklega af því að þetta var önnur aðgerðin á stuttum tíma,“ „Eins leiðinlegt og það er þarf maður bara að vera þolinmóður, hlusta á sjúkraþjálfarann og lækninn og leyfa þeim svolítið að ráða ferðinni. Ég verð vonandi búin að spila einn leik allavega, á þessu ári,“ Klippa: Helena Sverris um meiðslin Einblínir á tilhlökkunina fram yfir erfiðleikana Líkt og fram kemur eru þetta önnur meiðsli Helenu á skömmum tíma en þá hefur hún einnig þurft að vera á hliðarlínunni vegna meðgöngu. En hvernig tekst hún á við leiðindin sem fylgja því að komast ekki á völlinn? „Ég er náttúrulega líka búinn að ganga í gegnum tvær meðgöngur þar sem ég hef þurft að horfa á liðið mitt spila, þannig að maður er kannski orðinn aðeins sjóaðri í þessu núna. Við búum sem betur fer vel að því á Ásvöllum að það er nóg pláss í kringum völlinn þannig að maður reynir bara að nýta tímann meðan þær æfa í sína eigin endurhæfingu,“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega en maður hlakkar bara svo mikið til að komast aftur á völlinn að maður horfir bara svolítið á það og einblínir á það,“ segir Helena. Þrátt fyrir fjarveru Helenu í vetur, sem og Lovísu Henningsdóttur, sem ekkert hefur heldur spilað, er Haukaliðið samt sem áður í 2. sæti Subway-deildarinnar með 16 stig, fjórum á eftir toppliði Keflavíkur sem er með fullt hús stiga. Viðtalið við Helenu má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Helena hefur þurft að sætta sig við að vera á hliðarlínunni það sem af er vetri en hún neyddist í aðra liðþófaaðgerðina á innan við tólf mánaða tímabili í haust. Hún stefnir á endurkomu fyrir áramót. „[Staðan] er bara ágæt held ég. Ég fór í aðgerð í lok september til að laga rifu í liðþófanum - aftur - sem að ég gerði líka í nóvember í fyrra. Ég held að þetta sé allt að koma, þetta er þolinmæðisvinna sérstaklega af því að þetta var önnur aðgerðin á stuttum tíma,“ „Eins leiðinlegt og það er þarf maður bara að vera þolinmóður, hlusta á sjúkraþjálfarann og lækninn og leyfa þeim svolítið að ráða ferðinni. Ég verð vonandi búin að spila einn leik allavega, á þessu ári,“ Klippa: Helena Sverris um meiðslin Einblínir á tilhlökkunina fram yfir erfiðleikana Líkt og fram kemur eru þetta önnur meiðsli Helenu á skömmum tíma en þá hefur hún einnig þurft að vera á hliðarlínunni vegna meðgöngu. En hvernig tekst hún á við leiðindin sem fylgja því að komast ekki á völlinn? „Ég er náttúrulega líka búinn að ganga í gegnum tvær meðgöngur þar sem ég hef þurft að horfa á liðið mitt spila, þannig að maður er kannski orðinn aðeins sjóaðri í þessu núna. Við búum sem betur fer vel að því á Ásvöllum að það er nóg pláss í kringum völlinn þannig að maður reynir bara að nýta tímann meðan þær æfa í sína eigin endurhæfingu,“ „Auðvitað er þetta ótrúlega erfitt andlega en maður hlakkar bara svo mikið til að komast aftur á völlinn að maður horfir bara svolítið á það og einblínir á það,“ segir Helena. Þrátt fyrir fjarveru Helenu í vetur, sem og Lovísu Henningsdóttur, sem ekkert hefur heldur spilað, er Haukaliðið samt sem áður í 2. sæti Subway-deildarinnar með 16 stig, fjórum á eftir toppliði Keflavíkur sem er með fullt hús stiga. Viðtalið við Helenu má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Haukar Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum