Selja Freyju eftir yfir fjörutíu ára rekstur Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2022 15:14 Ævar Guðmundsson, forstjóri Freyju. Vísir Matvælafyrirtækið Langisjór hefur fest kaup á sælgætisgerðinni Freyju og fasteignum sem tengjast rekstri hennar. Freyja er elsta sælgætisgerð landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldu í yfir fjörutíu ár. Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar. Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Í tilkynningu frá Freyju kemur fram að eigendur fyrirtækisins og Langasjávar ehf. hafi skrifað undir kaupsamning um kaup þess síðarnefnda á félaginu K-102 ehf. sem á dótturfélagið Freyju að fullu og fasteignir sem tengjast rekstrinum. Kaupin séu háð fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins. Freyja er fjölskyldufyrirtæki í eigu Ævars Guðmundssonar og fjölskyldu hans. Í tilkynningu er haft eftir honum að eftir rúmlega fjörutíu ára uppbyggingu fjölskyldunnar á fyrirtækinu sé nú góður tími til þess að hefja nýjan kafla í lífinu og koma Freyju í hendur á traustum eigendum. Freyja er elsta starfandi sælgætisgerð á Íslandi, stofnuð árið 1918.Vísir/Magnús Á vefsíðu Freyju kemur fram að þar starfi um fimmtíu manns á tveimur stöðum, annars vegar í verksmiðju fyrirtækisins á Kársnesbrraut í Kópavogi og á skrifstofu- og lagerhúsnæði á Vesturvör í sama bæ. Langisjór er móðurfélag fyrirtækja í framleiðslu og dreifingu á matvælum en það sinnir einnig útleigu og uppbyggingu á atvinnu- og íbúðarhúsnæði. Meðal fyrirtækja í samstæðu Langasjávar ehf. eru Alma íbúðafélag hf., Brimgarðar ehf., Mata hf., Matfugl ehf., Salathúsið ehf. og Síld og fiskur ehf. Langisjór er í eigu systkinanna Guðnýjar Eddu, Eggerts Árna, Halldórs Páls og Gunnars Þórs Gíslabarna og fjölskyldna þeirra. Í mars var greint frá því að öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verði flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. Verksmiðjuhúsnæðið sjálft verður um sex þúsund fermetrar.
Sælgæti Matvælaframleiðsla Kaup og sala fyrirtækja Tengdar fréttir Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04 Mest lesið Besti svefninn níu mínúturnar á milli snúsa Atvinnulíf Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Viðskipti innlent X-ið hans Musk virðist liggja niðri Viðskipti erlent Kallar eftir virðingu eftir tollahótanir Trump Viðskipti erlent Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Viðskipti innlent Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Viðskipti innlent Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Viðskipti innlent Landsbankinn og Arion lækka vexti Neytendur Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Viðskipti innlent Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ný forysta Félags kvenna í atvinnulífinu kjörin Alcoa fellur frá þriggja milljarða króna skaðabótakröfu Högnuðust ríkulega en draga samt saman seglin í heimabyggð Íslendingar vongóðir um að finna heitt vatn á Tenerife Kaupa fasteignirnar sem hýsa starfsemi Samskipa Valgerður Hrund hættir hjá Sensa Sannfærður um að fjárfestingin standi undir sér Stefán endurkjörinn formaður Þorsteinn Már hættir hjá Samherja Samþykktu að selja Perluna fyrir 3,5 milljarða Einar Bárðarson tekur við umdeildu félagi Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Freyja flytur í Hveragerði Öll starfsemi Sælgætisgerðarinnar Freyju verður flutt úr Kópavogi til Hveragerðis en fyrirtækið hefur fengið úthlutað um sautján þúsund fermetra lóð í bæjarfélaginu. Fimmtíu ný störf verð til í Hveragerði með flutningnum. 29. mars 2022 07:04