Fylgdust með risasvartholi gleypa stjörnu á nýjan hátt Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2022 16:00 Teikning listamanns af svartholi í miðjum klíðum að gleypa stjörnu. Hún rifnar í sundur og myndar glóandi efnisskífu utan um svartholið í miðjunni. Strókar efnis og geislunar standa út frá pólum svartholsins. Í tilfelli AT2022cmc beindist strókurinn nánast beint að jörðinni. ESO/M.Kornmesser Stjörnufræðingar náðu að fylgjast með því þegar risasvarthol í fjarlægri vetrarbraut gleypti stjörnu sem hætti sér of nærri fyrr á þessu ári. Rannsóknirnar mörkuðu tímamót því aldrei áður hefur slíkur atburður sést eins langt í burtu og aldrei í sýnilegu ljósi. Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola. Geimurinn Vísindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira
Sjónaukar á jörðu niðri námu óvenjulegan ljósblossa á sýnilega sviðinu í febrúar. Hann þótti helst líkjast svonefndum gammablossum, öflugustu sprengingunum í alheiminum. Öflugri sjónaukum var strax beint að uppsprettunni. Í ljós kom að uppruni ljóssins var risasvarthol í hjarta gríðarlega fjarlægrar vetrarbrautar sem var að hesthúsa stjörnu og spýja út úr sér strókum með leifum hennar. VLT-sjónauki Evrópsku stjörnustöðvarinnar á suðurhveli (ESO) staðfesti að fyrirbærið væri svo fjarlægt að þegar ljósið hóf ferðalag sitt var aldur alheimsins aðeins um þriðjungur þess sem hann er núna. Þegar stjörnur fara of nærri svartholum rifna þær í sundur af völdum ógnarsterkra flóðkrafta þessara ofurþéttu fyrirbæra. Aðeins um eitt prósent slíkra atburða er talið valda strókum rafgass og geislunar út frá pólum svartholsins líkt og í þeim sem menn fylgdust með síðasta vetur. Ferlinu hefur verið líkt við að kreista tannkremstúbu í miðjunni þannig að kremist spýtist út um báða enda hennar. Strókurinn beindist nánast beint að jörðu Fátítt er að vísindamenn nái að fylgjast með atburðum sem þessum sem eru nefndir flóðsundrunarviðburðir (TDE), að því er segir í tilkynningu frá ESO. Enn skortir mikið upp á að þeir skilji hvernig strókarnir myndast og hvers vegna það gerist aðeins í örfáum tilfellum þegar svarthol gleypa stjörnur. Svo heppilega vildi til að strókurinn frá svartholinu beindist nánast beint að jörðinni. Fyrirbærið, sem fékk heitið AT2022cmc, var því mun bjartara en það hefði annars virst og og sýnilegt á fleiri sviðum rafsegulrófsins, allt frá orkumiklum gammageislum til útvarpsbylgna. Þökk sé stróknum var þetta í fyrsta skipti sem vísindamenn komu auga á slíkt fyrirbæri í sýnilegu ljósi. „Fram að þessu hafa þeir fáu TDE með strókum sem eru þekktir fyrst greinst með gammageisla- og röntgensjónaukum en þetta var í fyrsta skipti sem slík uppgötvun er gerð við skimun eftir sýnilegu ljósi,“ er haft eftir Daniel Perley, stjörnufræðingi við John Moores-háskóla í Liverpool og meðhöfundi greinar um rannsóknina. Stjörnufræðingar hafa því nýja aðferð til þess að koma auga á þetta sjaldgæfa fyrirbæri og rannsaka umhverfi svarthola.
Geimurinn Vísindi Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent „Málið er fast“ Innlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Sjá meira