Herinn í viðbragðsstöðu fyrir umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum Fanndís Birna Logadóttir skrifar 30. nóvember 2022 17:19 Hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn hafa lengi barist fyrir bættum kjörum. Getty/Hesther Ng Hjúkrunarfræðingar, sjúkraliðar og sjúkraflutningamenn eru meðal þeirra sem hafa boðað umfangsmikil verkföll á Bretlandseyjum í desember vegna launamála. Breski herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu vegna málsins. Verkalýðsfélög innan annarra geira hafa sömuleiðis boðað verkfall. Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum. Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira
Allt að hundrað þúsund hjúkrunarfræðingar stefna á verkfall í næsta mánuði til að mótmæla launamálum en meðlimir Royal College of Nursing, samtök hjúkrunarfræðinga á Englandi, í Wales og Norður-Írlandi, samþykktu í vikunni í atkvæðagreiðslu að fara í verkfall fimmtánda og tuttugasta desember. Um er að ræða stærsta verkfall hjúkrunarfræðinga á Bretlandseyjum frá upphafi að því er kemur fram í frétt Sky News um málið en verkfallið nær til um helmings allra vinnustaða á Englandi, allra vinnustaða fyrir utan eins í Wales og nokkra í Norður-Írlandi. We're striking for fair pay. We're striking to protect our patients. The UK government isn't listening, and we've been forced to take strike action. Find full details here: https://t.co/tj0wNb2vYi#FairPayForNursing pic.twitter.com/6woj7nVdBL— The RCN (@theRCN) November 29, 2022 Að sögn Pat Cullen, framkvæmdastjóra samtakanna, hafa þau ítrekað krafist þess við bresk stjórnvöld að viðræður fari fram um launakjör en ekki hafi verið hlustað á þær kröfur. Samtökin hafa varað við að verkföllin verði umfangsmeiri í janúar ef kjaraviðræður fara ekki fram. Þau krefjast fimm prósentustiga launahækkunar umfram vísitölu smásöluverðs, sem er mælikvarði á verðlagsþróun í Bretlandi. Dagsetning og staðsetning verkfalla hefur ekki enn verið ákveðin. Sjúkraflutningamenn og aðrir boða verkfall Sjúkraflutningamenn og fleiri starfsmenn hafa einnig boðað verkfall en stærsta stéttarfélag þeirra, Unison, boðaði gær verkfall fyrir jól vegna launamála og slæmrar mönnunar. Britain's government on Wednesday rejected union pay demands after ambulance workers joined nurses in voting to go on strike.https://t.co/POpIfwZ5Bz— AFP News Agency (@AFP) November 30, 2022 Í dag var síðan greint frá því að ríflega tíu þúsund sjúkraflutningamenn, sjúkraliðar og fleiri, hefðu samþykkt verkfall við atkvæðagreiðslu í dag og nær það verkfall til níu samsteypna (e. trusts) á Englandi. Ekki hefur verið ákveðið hvenær það verkfall fari fram fyrir utan að það muni eiga sér stað fyrir jól að því er kemur fram í frétt Sky News. Samtök sjúkraflutningamanna munu funda með verkalýðsfélögum á næstu dögum til að ákveða dagsetningu. Herinn hefur verið settur í viðbragðsstöðu fyrir verkföllin ef ske kynni að það þyrfti að fylla í störf heilbrigðisstarfmanna. Auk heilbrigðisstarfsmanna hafa verkalýðsfélög í öðrum geirum boðað verkföll á næstu vikum.
Bretland England Wales Norður-Írland Stéttarfélög Heilbrigðismál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Fleiri fréttir Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Sjá meira