Leyfa lögreglu að nota banvæn vélmenni Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2022 23:31 Hér má sjá vélmenni sem notað er til að farga eða aftengja sprengjur. Vélmenninn sem lögreglu í San Francisco hafa fengið leyfi til að nota þjóna ekki alveg sama tilgangi. Getty Eftirlitsstjórn borgarinnar San Francisco í Kaliforníu í Bandaríkjunum hefur heimilað lögregluliði borgarinnar að notast við mannskæð vélmenni. Ákvörðunin hefur verið harðlega gagnrýnd af aðgerðarsinnum. Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli. Bandaríkin Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira
Breska ríkisútvarpið greinir frá þessari ákvörðun eftirlitsstjórnarinnar, sem felur í sér leyfi lögreglu til að notast við vélmenni sem búin eru sprengiefni í ákveðnum aðstæðum. Haft er eftir Dr. Catherine Connolly, sem tilheyrir aðgerðasinnahópnum Stop Killer Robots, eða Stöðvið drápsvélar, segir ákvörðunina vera varhugavert skref í átt að því að fjarlægja fólk frá ákvarðanatöku sem leiði til dauða annarra. Aðeins notuð af illri nausðyn BBC hefur eftir talsmanni lögreglunnar í San Francisco að sem sakir standa séu engin slík vélmenni í notkun. Hins vegar kunni í framtíðinni að skapast aðstæður þar sem slíkum vélmennum yrði beitt. „Vélmennum sem búin eru sprengiefni gæti verið beitt til að komast inn á svæði sem innihalda ofbeldisfulla, vopnaða eða hættulega einstaklinga.“ Eins gætu vélmennin nýst til að villa fyrir um slíkum einstaklingum, ef talið er að þeir geti verið hættulegir lífi annarra. Stuðningsmenn ákvörðunarinnar hafa ítrekað að vélmennin yrðu aðeins notuð í algjörum undantekningartilfellum. Ekki nýtt undir sólinni Vélmenni eins og þessi hafa þegar verið tekin til notkunar sums staðar í Bandaríkjunum. Þannig notaðist lögreglan í Dallas í Texas-ríki við vélmenni sem hlaðið var með C-4 sprengiefni til þess að bana leyniskyttu sem skotið hafði tvo lögregluþjóna til bana og sært fleiri. Connolly og fleiri andstæðingar vélmennanna hafa hins vegar barist með kjafti og klóm gegn notkun þeirra, á þeim forsendum að vélmennin muni auðvelda lögreglunni að taka þá ákvörðun að beita banvænu afli.
Bandaríkin Mest lesið Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Innlent Fleiri fréttir Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Sjá meira