Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2022 09:41 Míla rekur rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Vísir/Vilhelm Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. Landshringurinn slitnaði á milli Hafnar í Hornafirði og Holts á Mýrum í gærkvöldi. Viðgerðateymi var sent á staðinn en ekki var unnt að byrja á viðgerðinni strax. Í tilkynningu á vef Mílu kemur fram að strengurinn hafi slitnað í Djúpá og að aðstæður séu mjög erfiðar. Sigurrós Jónsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Mílu, segir slitið hafa mest áhrif á farsímadreifingu á svæðinu þar sem það varð. Landshringurinn virkar hins vegar þannig að ef hann fer í sundur á einum stað beinist umferð lengri leiðina. Þannig ætti netsamband að haldast þó að það kunni að hægjast á því. Vatnavextir í Djúpá eru líklegasta ástæðan fyrir því að strengurinn fór í sundur. Sigurrós segir viðgerðarteymi á staðnum en það bíði aðeins eftir því að það verði nógu bjart til að hefja störf. Fyrst verði ráðist í bráðabirgðaviðgerð þar sem streng verður komið yfir ána. Hún varar við því að viðgerðin gæti tekið sinn tíma í ljósi aðstæðna. „Það mun taka svolítinn tíma að koma þessu í loftið aftur. Ég bara vona að það gerist í dag,“ segir hún. Uppfært 11:10 Viðgerð er nú lokið á landshringnum, samkvæmt tilkynningu Mílu sem var send nú rétt eftir klukkan ellefu. Fjarskipti Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. 1. desember 2022 09:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Landshringurinn slitnaði á milli Hafnar í Hornafirði og Holts á Mýrum í gærkvöldi. Viðgerðateymi var sent á staðinn en ekki var unnt að byrja á viðgerðinni strax. Í tilkynningu á vef Mílu kemur fram að strengurinn hafi slitnað í Djúpá og að aðstæður séu mjög erfiðar. Sigurrós Jónsdóttir, markaðs- og samskiptastjóri Mílu, segir slitið hafa mest áhrif á farsímadreifingu á svæðinu þar sem það varð. Landshringurinn virkar hins vegar þannig að ef hann fer í sundur á einum stað beinist umferð lengri leiðina. Þannig ætti netsamband að haldast þó að það kunni að hægjast á því. Vatnavextir í Djúpá eru líklegasta ástæðan fyrir því að strengurinn fór í sundur. Sigurrós segir viðgerðarteymi á staðnum en það bíði aðeins eftir því að það verði nógu bjart til að hefja störf. Fyrst verði ráðist í bráðabirgðaviðgerð þar sem streng verður komið yfir ána. Hún varar við því að viðgerðin gæti tekið sinn tíma í ljósi aðstæðna. „Það mun taka svolítinn tíma að koma þessu í loftið aftur. Ég bara vona að það gerist í dag,“ segir hún. Uppfært 11:10 Viðgerð er nú lokið á landshringnum, samkvæmt tilkynningu Mílu sem var send nú rétt eftir klukkan ellefu.
Fjarskipti Sveitarfélagið Hornafjörður Tengdar fréttir Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. 1. desember 2022 09:41 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Hefja viðgerð á landshring Mílu í Djúpá við birtingu Ekki tókst að hefja viðgerð á ljósleiðarastreng í landshring Mílu við Holt á Mýrum á Suðausturlandi í nótt. Strengurinn er slitinn úti í Djúpá en til stendur að hefjast handa við viðgerðina þegar birtir af degi. 1. desember 2022 09:41