Opnar fyrir ástinni á ný: „Ég er tilbúin að hitta góðan mann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:15 Linda Pé er tilbúin fyrir ástina. Vísir/HI Beauty Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur verið einhleyp síðustu þrjú ár. Síðustu ár hefur hún einblínt á sjálfsrækt og fyrirtækið sitt og hefur ekki verið í leit að ástinni. Nú hefur Linda hins vegar tekið meðvitaða ákvörðun um að opna fyrir ástinni á nýjan leik og segist hún vera tilbúin í rómantískt samband. „Ég hef aldrei verið týpan sem er að flýta mér úr einu sambandi í annað. Ég tek mér yfirleitt langan tíma á milli sambanda og mér hefur alltaf þótt gott að vera ein með sjálfri mér. Ég er sjálfstæð og ég þarf ekki á karlmanni að halda fjárhagslega til að sjá fyrir mér á neinn hátt,“ sagði Linda í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Lífið með Lindu en að þessu sinni var þátturinn á afar persónulegum nótum. „Ég valdi það að vera ekki í sambandi“ Síðustu ár segist Linda hafa sett sjálfsrækt í algjöran forgang og því segist hún ekki hafa verið tilbúin í nýtt ástarsamband, né hafi hún haft áhuga á slíku. Hún setti því alla sína orku í sjálfa sig og fyrirtæki sitt. „Mér líður svo vel einni. Ég á svo gott líf og ég fæ svo mikla ást frá dóttur minni og hundunum mínum og í konunum sem ég vinn með í prógraminu mínu. Það er ekki rómantísk ást og ég geri mér fyllilega grein fyrir því en ég valdi að vera ekki í sambandi.“ „Ég er tilbúin að opna á rómantíska ást í lífi mínu“ Hún segist þó hafa lært það í síðasta sambandi að það sé gott að eiga félaga og einhvern til þess að deila daglegu amstri lífsins með. „Það er komið að því að nú er ég tilbúin að opna á rómantíska ást aftur í lífi mínu. Ég ætla bara að segja það, ég ætla bara að setja það hér út í kosmósið að núna er ég tilbúin að hitta góðan mann, traustan mann, heimsmann, einhvern mann sem bætir við líf mitt. Ég hef alltaf haft viðmiðið í samböndum að ég er í sambandi svo framarlega sem það bætir líf mitt. Þegar það bætir líf mitt ekki lengur þá langar mig ekki að vera í sambandinu lengur.“ Það vakti athygli þegar Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, gerði hosur sínar grænar fyrir Lindu á síðasta ári þegar hann sagðist búa yfir öllum þeim kostum sem hún leitaði að í maka. Ragnar tekur þessum tíðindum því væntanlega fagnandi. Aldrei að vita hvað gerist Nú þegar Linda er orðin fimmtug segir hún ástarsambönd þó vera annars eðlis en þau voru þegar hún var yngri. Þá hafi ástarsambönd hennar snúist meira um ástríðu, á meðan hennar síðasta samband snerist meira um dýpt, vinskap og væntumþykju. Hún segist nú vera tilbúin fyrir slíkt samband aftur. „Hér og nú þá ætla ég að stíga þetta skref og opna fyrir rómantíkinni og ég bara segi það að ég hlakka til að taka á móti ástinni. Uppáhalds tíminn minn til að vera ástfangin eru jólin. Mér finnst það algjörlega æðislegt. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hér að neðan má hlusta á þátt Lindu í heild sinni. Ástin og lífið Tengdar fréttir Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30 Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
„Ég hef aldrei verið týpan sem er að flýta mér úr einu sambandi í annað. Ég tek mér yfirleitt langan tíma á milli sambanda og mér hefur alltaf þótt gott að vera ein með sjálfri mér. Ég er sjálfstæð og ég þarf ekki á karlmanni að halda fjárhagslega til að sjá fyrir mér á neinn hátt,“ sagði Linda í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Lífið með Lindu en að þessu sinni var þátturinn á afar persónulegum nótum. „Ég valdi það að vera ekki í sambandi“ Síðustu ár segist Linda hafa sett sjálfsrækt í algjöran forgang og því segist hún ekki hafa verið tilbúin í nýtt ástarsamband, né hafi hún haft áhuga á slíku. Hún setti því alla sína orku í sjálfa sig og fyrirtæki sitt. „Mér líður svo vel einni. Ég á svo gott líf og ég fæ svo mikla ást frá dóttur minni og hundunum mínum og í konunum sem ég vinn með í prógraminu mínu. Það er ekki rómantísk ást og ég geri mér fyllilega grein fyrir því en ég valdi að vera ekki í sambandi.“ „Ég er tilbúin að opna á rómantíska ást í lífi mínu“ Hún segist þó hafa lært það í síðasta sambandi að það sé gott að eiga félaga og einhvern til þess að deila daglegu amstri lífsins með. „Það er komið að því að nú er ég tilbúin að opna á rómantíska ást aftur í lífi mínu. Ég ætla bara að segja það, ég ætla bara að setja það hér út í kosmósið að núna er ég tilbúin að hitta góðan mann, traustan mann, heimsmann, einhvern mann sem bætir við líf mitt. Ég hef alltaf haft viðmiðið í samböndum að ég er í sambandi svo framarlega sem það bætir líf mitt. Þegar það bætir líf mitt ekki lengur þá langar mig ekki að vera í sambandinu lengur.“ Það vakti athygli þegar Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, gerði hosur sínar grænar fyrir Lindu á síðasta ári þegar hann sagðist búa yfir öllum þeim kostum sem hún leitaði að í maka. Ragnar tekur þessum tíðindum því væntanlega fagnandi. Aldrei að vita hvað gerist Nú þegar Linda er orðin fimmtug segir hún ástarsambönd þó vera annars eðlis en þau voru þegar hún var yngri. Þá hafi ástarsambönd hennar snúist meira um ástríðu, á meðan hennar síðasta samband snerist meira um dýpt, vinskap og væntumþykju. Hún segist nú vera tilbúin fyrir slíkt samband aftur. „Hér og nú þá ætla ég að stíga þetta skref og opna fyrir rómantíkinni og ég bara segi það að ég hlakka til að taka á móti ástinni. Uppáhalds tíminn minn til að vera ástfangin eru jólin. Mér finnst það algjörlega æðislegt. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hér að neðan má hlusta á þátt Lindu í heild sinni.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30 Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Fleiri fréttir Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Gagnrýnir innihaldsefni í skólamat: „Mér vægast sagt brá“ Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Sjá meira
Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30
Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36
Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30
Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30