Vlad spurður út í dóminn sem féll nokkrum klukkutímum fyrir leik: Ég hef enga skoðun á því Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson skrifar 1. desember 2022 23:18 Vlad ræðir við sína menn í leiknum í kvöld. Vísir/Diego „Ég er enn sár eftir þennan leik en við fórum illa með okkur sjálfa. Við gerðum mikið af heimskulegum hlutum. Svona er þessi leikur. Mínir menn börðust og ég er ánægður með það en ef við viljum eitthvað meira þá verðum við að vera gáfaðari í okkar nálgun,“ sagði Vlad Anzulović þjálfari Tindastóls eftir tap gegn Haukum í Subway-deildinni í kvöld. Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira
Tindastóll spilaði mjög vel í fyrri hálfleiknum og liðið byrjaði seinni hálfleikinn vel, en þegar leið á þriðja leikhluta þá fór forskotið að minnka. „Þegar þú nærð 18 stiga forskoti þá verður þú að drepa leikinn, en eftir að við náðum upp því forskoti þá misstum við einbeitinguna. Haukar eru gott lið sem nýta sér það.” Pétur Rúnar Birgisson, leiðtoginn í liði Tindastóls, fékk sína fimmtu villu í fjórða leikhluta er hann fór að rífast við dómarana. Eftir það má segja að leikur Tindastóls hafi endanlega hrunið. „Við vorum án Keyshawn Woods í þessum leik. Pétur var að spila mjög vel. Hann verður að halda einbeitingu, hann má ekki bregðast svona við. Kannski misstu dómararnir af villu en hann má ekki bregðast svona við þegar hann er með fjórar villur.” Að lokum var Vlad spurður út í bikarleikinn fræga gegn Haukum sem fór fram fyrir nokkrum vikum síðan. Haukum var dæmdur 20-0 sigur í leiknum eftir að hafa tapað honum upprunalega. Haukar kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Dómur féll endanlega í málinu nokkrum klukkustundum fyrir þennan leik. Þegar Vlad var spurður út í sína skoðun á dómnum þá sagði hann einfaldlega: „Ég hef enga skoðun á því.” Og svo gekk hann út úr viðtalinu. Svekkjandi úrslit fyrir Stólana í kvöld en þeir eru með átta stig eftir átta leiki. Næsti leikur þeirra er gegn Þór Þorlákshöfn eftir viku.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Fótbolti Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Körfubolti Fleiri fréttir Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ Sjá meira