Lífið

Kítón, Gjugg og Lauf­ey Lín á meðal verð­launa­hafa

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Myndir frá Degi íslenskrar tónlistar
Myndir frá Degi íslenskrar tónlistar Samsett/Ásgeir Helgi Þrastarson

Dagur íslenskrar tónlistar var haldinn hátíðlegur í Hörpu í gær 1. desember. Sýnt var frá viðburðinum í beinni útsendingu hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.

Karlakórinn Fóstbræður kom fram í sérstakri hátíðarútgáfu, Auður Jónsdóttir rithöfundur flutti stutt ávarp sem vakti mikla athygli og Snorri Helgason og Systur flutti dásamlegar íslenskar ábreiður með sínum hætti. 

Veittar voru viðurkenningar og verðlaun Dags íslenskrar tónlistar og hér fyrir neðan má sjá myndbönd af afhendingu þeirra. 

Nýsköpunarverðlaun hlaut viðburðaappið Gjugg. 

Hvatningarverðlaunin hlaut KÍTÓN, félag kvenna í tónlist. 

Gluggann fékk Menningarmiðstöðin Hljómahöllin í Reykjanesbæ.

Útflutningaverðlaunin runnu til Laufeyjar Lín.

Loks flugu heiðursverðlaunin Lítill fugl til blaðsins Reykjavik Grapevine. 

Hér má horfa á viðburðinn í heild sinni en dagurinn var gerður upp í frétt á Vísi í gær sem má finna hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Barna­pían varð kóf­drukkin, móðgaði ein­hvern í Todmobile og týndi barninu

Auður Jónsdóttir rithöfundur segist það lengsta sem hún hafi komist með að vera frægur tónlistarmaður vera þegar hún, þá 17 ára gömul á Akureyri passaði Bryndísi Jakobsdóttur fyrir Röggu Gísla og Jakob Frímann. Þau buðu barnapíunni með í Húnaver þar sem hún fékk baksviðspassa. En einhvernveginn æxlaðist það fljótt þannig að barnapían varð kófdrukkin, móðgaði einhvern í Todmobile og týndi barninu í þvögu poppara og rokkara.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×