Umfjöllun og viðtöl: Valur - Selfoss 35-23 | Valskonur enn með fullt hús stiga Guðmundur A. Ásgeirsson skrifar 3. desember 2022 15:06 Dætur Ágústs Jóhannssonar, þjálfara Vals, spila með Val og Selfossi. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. Selfoss byrjaði leikinn nokkuð vel og var með forystuna snemma leiks, en það kom aldrei nokkurn tímann neitt stress í Íslandsmeistarakandídatana. Þær unnu sig hægt og bítandi meira inn í leikinn. Innan skamms var heimaliðið komið með nokkuð þægilega forystu sem þær létu aldrei af hendi. Valur leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og hélt þeirri forystu áfram þegar seinni hálfleikurinn hófst. Selfoss fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn í þrjú mörk og búa til smá spennu úr þessu, en það tókst aldrei. Í staðinn refsaði Valur og náði upp enn þægilegra forskoti. Undir lokin breikkaði bilið. Þá breytti Valur stöðunni úr 26-21 og í 35-23. Frábær endasprettur hjá Val og fengu margir leikmenn að spreyta sig. Öruggur sigur staðreynd og Valskonur efstar í deildinni með fullt hús stiga. Af hverju vann Valur? Þær eru bara með miklu betra lið á þessari stundu. Það er bara staðreynd. Þær gera ótrúlega lítið af mistökum og vörnin er gríðarlega sterk. Svo kom markvarslan með sem hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Valsliðið er gríðarlega sterkt og akkúrat núna er maður ekki að sjá neitt lið stöðva þær. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Anna Ásgeirsdóttir átti einn sinn besta leik á ferlinum og skoraði 14 mörk, hvorki meira né minna. Þá var Sara Sif Helgadóttir öflug í marki Vals en hún varði 14 skot. Hjá Selfossi fer engin haka í gólf að vita það hver var markahæst. Katla María Magnúsdóttir skoraði átta mörk, en hún gerði það í 16 skotum. Þá hún hafi átt fínan leik og verið besti leikmaður Selfoss, þá var þetta samt sem áður ekki hennar besti dagur. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Selfoss var ekki upp á marga fiska í dag, allavega á löngum köflum. Þær voru að spila langar sóknir og oft lentu þær í þeirri stöðu að taka skot úr erfiðri stöðu þegar engar sendingar voru eftir. Valur fékk eina brottvísun í þessum leik og á meðan fékk Selfoss fimm. Það hafði mikil áhrif á gang mála. Hvað næst? Bæði lið eiga einn leik og svo kemur jólafrí. Valur mætir Fram í Reykjavíkurslag og Selfoss spilar við Hauka í fallbaráttuslag. Tveir áhugaverðir leikir framundan. Eyþór: Það þarf ekki að fara í feluleik með það Eyþór LárussonHulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega svekktur með þetta tólf marka tap gegn Valskonum. „Við ætluðum að sýna betri frammistöðu í dag en við gerðum,“ sagði Eyþór eftir leik. Selfoss byrjaði ágætlega og hélt í við Valsliðið lengi vel. „Það er alveg rétt. Við vorum lengi vel inn í þessu í seinni hálfleik. Við hefðum getað minnkað muninn í 2-3 mörk en við gerum alltof marga feila og náum of lítið að stoppa og klukka þær. Svo erum við að láta reka okkur heimskulega út af trekk í trekk. Það drepur þá von sem við höfðum.“ Valsliðið er búið að vinna alla sína leiki. Hvað er að sem gera þetta lið eins gott og það hefur sýnt í vetur? „Þær eru náttúrulega bara ótrúlega vel drillaðar, hlutverkin eru skýr og tempóið er frábært. Þegar þær ná upp sínu tempói sóknarlega og seinni bylgjunni, þá er erfitt að eiga við þær. Gústi kann þetta vel og þær eru búnar að vera lengi saman. Það er svo margt sem spilar inn í. Þetta er frábært lið.“ Næst er það Haukar í fallbaráttuslag. „Þetta er leikur á móti betra liði, það þarf ekki að fara í feluleik með það. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum. Við eigum einn leik eftir fram að jólum. Við þurfum að nota helgina í að gleyma þessum leik og koma ferskir í æfingavikuna fyrir Haukaleikinn.“ Þórey Anna: Það hefur komið fyrir en það var bara í 4. flokki eða eitthvað Þórey Anna var markahæst Valskvenna í dag. „Þetta var rosalega gaman,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn. Hún gerði 14 mörk og var besti leikmaður vallarins, augljóslega. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var að við lokuðum vörninni í seinni hálfleik. Við vorum aðeins að hleypa í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Það svona gerði það að verkum að við unnum í dag.“ Hún gerði sjö mörk af vítalínunni en eftir að hafa klikkað á fyrsta víti sínu í leiknum, þá skoraði hún úr sjö vítum í röð. „Ég var alveg brjáluð þegar ég klikkaði á þessu víti. Ég hugsaði að ef við myndum fá annað víti að þá færi ég á punktinn og myndi skora.“ Hún segist ekki hafa átt svona leik í meistaraflokki þar sem hún skorar svona mörg mörk. „Það hefur komið fyrir en það var bara í 4. flokki eða eitthvað.“ „Vonandi endist sigurgangan eins lengi og hægt er. En við tökum bara einn leik í einu og reynum að sýna góða frammistöðu. Það er markmiðið núna,“ sagði Þórey Anna að lokum. Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. 3. desember 2022 16:01
Valur er með fullt hús stiga eftir níu umferðir í Olís-deild kvenna í handknattleik. Þær unnu 35-23 stórsigur á Selfossi á heimavelli sínum í dag. Selfoss byrjaði leikinn nokkuð vel og var með forystuna snemma leiks, en það kom aldrei nokkurn tímann neitt stress í Íslandsmeistarakandídatana. Þær unnu sig hægt og bítandi meira inn í leikinn. Innan skamms var heimaliðið komið með nokkuð þægilega forystu sem þær létu aldrei af hendi. Valur leiddi með fjórum mörkum í hálfleik og hélt þeirri forystu áfram þegar seinni hálfleikurinn hófst. Selfoss fékk nokkur tækifæri til að minnka muninn í þrjú mörk og búa til smá spennu úr þessu, en það tókst aldrei. Í staðinn refsaði Valur og náði upp enn þægilegra forskoti. Undir lokin breikkaði bilið. Þá breytti Valur stöðunni úr 26-21 og í 35-23. Frábær endasprettur hjá Val og fengu margir leikmenn að spreyta sig. Öruggur sigur staðreynd og Valskonur efstar í deildinni með fullt hús stiga. Af hverju vann Valur? Þær eru bara með miklu betra lið á þessari stundu. Það er bara staðreynd. Þær gera ótrúlega lítið af mistökum og vörnin er gríðarlega sterk. Svo kom markvarslan með sem hjálpaði við að sigla sigrinum heim. Valsliðið er gríðarlega sterkt og akkúrat núna er maður ekki að sjá neitt lið stöðva þær. Hverjar stóðu upp úr? Þórey Anna Ásgeirsdóttir átti einn sinn besta leik á ferlinum og skoraði 14 mörk, hvorki meira né minna. Þá var Sara Sif Helgadóttir öflug í marki Vals en hún varði 14 skot. Hjá Selfossi fer engin haka í gólf að vita það hver var markahæst. Katla María Magnúsdóttir skoraði átta mörk, en hún gerði það í 16 skotum. Þá hún hafi átt fínan leik og verið besti leikmaður Selfoss, þá var þetta samt sem áður ekki hennar besti dagur. Hvað gekk illa? Sóknarleikurinn hjá Selfoss var ekki upp á marga fiska í dag, allavega á löngum köflum. Þær voru að spila langar sóknir og oft lentu þær í þeirri stöðu að taka skot úr erfiðri stöðu þegar engar sendingar voru eftir. Valur fékk eina brottvísun í þessum leik og á meðan fékk Selfoss fimm. Það hafði mikil áhrif á gang mála. Hvað næst? Bæði lið eiga einn leik og svo kemur jólafrí. Valur mætir Fram í Reykjavíkurslag og Selfoss spilar við Hauka í fallbaráttuslag. Tveir áhugaverðir leikir framundan. Eyþór: Það þarf ekki að fara í feluleik með það Eyþór LárussonHulda Margrét Eyþór Lárusson, þjálfari Selfoss, var skiljanlega svekktur með þetta tólf marka tap gegn Valskonum. „Við ætluðum að sýna betri frammistöðu í dag en við gerðum,“ sagði Eyþór eftir leik. Selfoss byrjaði ágætlega og hélt í við Valsliðið lengi vel. „Það er alveg rétt. Við vorum lengi vel inn í þessu í seinni hálfleik. Við hefðum getað minnkað muninn í 2-3 mörk en við gerum alltof marga feila og náum of lítið að stoppa og klukka þær. Svo erum við að láta reka okkur heimskulega út af trekk í trekk. Það drepur þá von sem við höfðum.“ Valsliðið er búið að vinna alla sína leiki. Hvað er að sem gera þetta lið eins gott og það hefur sýnt í vetur? „Þær eru náttúrulega bara ótrúlega vel drillaðar, hlutverkin eru skýr og tempóið er frábært. Þegar þær ná upp sínu tempói sóknarlega og seinni bylgjunni, þá er erfitt að eiga við þær. Gústi kann þetta vel og þær eru búnar að vera lengi saman. Það er svo margt sem spilar inn í. Þetta er frábært lið.“ Næst er það Haukar í fallbaráttuslag. „Þetta er leikur á móti betra liði, það þarf ekki að fara í feluleik með það. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum. Við eigum einn leik eftir fram að jólum. Við þurfum að nota helgina í að gleyma þessum leik og koma ferskir í æfingavikuna fyrir Haukaleikinn.“ Þórey Anna: Það hefur komið fyrir en það var bara í 4. flokki eða eitthvað Þórey Anna var markahæst Valskvenna í dag. „Þetta var rosalega gaman,“ sagði Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn. Hún gerði 14 mörk og var besti leikmaður vallarins, augljóslega. „Það sem lagði grunninn að þessum sigri var að við lokuðum vörninni í seinni hálfleik. Við vorum aðeins að hleypa í gegnum okkur í fyrri hálfleik. Það svona gerði það að verkum að við unnum í dag.“ Hún gerði sjö mörk af vítalínunni en eftir að hafa klikkað á fyrsta víti sínu í leiknum, þá skoraði hún úr sjö vítum í röð. „Ég var alveg brjáluð þegar ég klikkaði á þessu víti. Ég hugsaði að ef við myndum fá annað víti að þá færi ég á punktinn og myndi skora.“ Hún segist ekki hafa átt svona leik í meistaraflokki þar sem hún skorar svona mörg mörk. „Það hefur komið fyrir en það var bara í 4. flokki eða eitthvað.“ „Vonandi endist sigurgangan eins lengi og hægt er. En við tökum bara einn leik í einu og reynum að sýna góða frammistöðu. Það er markmiðið núna,“ sagði Þórey Anna að lokum.
Olís-deild kvenna Valur UMF Selfoss Tengdar fréttir Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. 3. desember 2022 16:01
Gústi mætti dóttur sinni: Nú fer ég og kveiki aftur á mér heima „Við náðum að keyra vel á þær í 60 mínútur og vorum að rúlla liðinu vel. Varnarleikurinn var góður, sérstaklega í seinni hálfleik,“ sagði Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tólf marka sigur á Selfossi, í Olís-deild kvenna í dag, lokatölur 35-23. 3. desember 2022 16:01
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti