Viðskipti innlent

Nýr skóla­­meistari ráðinn hjá Mennta­­skólanum á Ísa­firði

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Heiðrún Tryggvadóttir tekur við fyrsta janúar næstkomandi.
Heiðrún Tryggvadóttir tekur við fyrsta janúar næstkomandi. Stjórnarráð Íslands

Heiðrún Tryggvadóttir hefur verið skipuð í embætti skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra sá um skipunina.

Alls sóttu tveir um starfið en Heiðrún tekur við embættinu þann fyrsta janúar næstkomandi. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Þar kemur einnig fram að Heiðrún hafi starfað við menntamál frá árinu 1997. Hún hefur verið verkefnastjóri hjá Háskólasetri Vestfjarða, kennt við grunnskóla og sinnt námsefnisgerð hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða. 

Einnig hefur hún starfað hjá Menntaskólans á Ísafirði frá 2015 og þar sinnt stöðu aðstoðarskólameistara ásamt því að hafa verið starfandi skólameistari frá ársbyrjun 2022.

Heiðrún hefur lokið B.A. prófi í íslensku og kennslufræði til kennsluréttinda ásamt M.Ed. prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands. Nú stundar hún diplómanám í opinberri Stjórnsýslu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×