Dómararnir þurftu fylgd inn í klefa eftir að leikmenn Úrúgvæ gerðu að þeim aðsúg Smári Jökull Jónsson skrifar 3. desember 2022 12:00 Dómararnir fengu fylgd inn í klefa eftir leik. Leikmenn Úrúgvæ voru mjög ósáttir að fá ekki vítaspyrnu í leiknum. Vísir/Getty Það voru mikil læti eftir að leik Úrúgvæ og Gana lauk á heimsmeistaramótinu í Katar í gær og þurftu dómarar leiksins fylgd inn í klefa að honum loknum. Luis Suarez segir að FIFA sé á móti Úrúgvæ. Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty HM 2022 í Katar Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira
Það var mikil dramatík í H-riðli heimsmeistaramótsins í gær þegar Suður-Kórea tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum með 2-1 sigri á Portúgal en sigurmark Hwang Hee-Chan kom í uppbótartíma. Úrúgvæ vann á sama tíma Gana 2-0 en hefði þurft eitt mark í viðbót til að fara uppfyrir Suður Kóreu á markatölu. Í lok leiks Úrúgvæ og Gana vildu Suður-Ameríkumennirnir fá vítaspyrnu þegar Edinson Cavani féll í teignum eftir baráttu við varnarmann Gana. Dómarinn Daniel Siebert dæmdi ekkert og VAR-dómarinn kallaði Seibert ekki að skjánum til að skoða atvikið, leikmönnum Úrúgvæ til mikillar gremju. Úrúgvæ vildi einnig fá víti fyrr í leiknum þegar Darwin Nunez fór niður í vítateignum. Uruguay were all over the officials after the whistle pic.twitter.com/PJVSQbVeAn— B/R Football (@brfootball) December 2, 2022 Í leikslok varð síðan allt brjálað. Leikmenn Úrúgvæ þustu að hinum þýska Siebert og kröfðust útskýringa á því af hverju vítaspyrna var ekki dæmd. Bæði Edinson Cavani og Jose Gimenez fengu gult spjald eftir að flautað var af og þurftu dómararnir fylgd inn í búningsklefa. Luis Suarez kom að báðum mörkum Úrúgvæ í fyrri hálfleiknum en var síðan tekin af velli í þeim síðari. Þetta er að öllum líkindum hans síðasta heimsmeistaramót en Suarez var í öngum sínum á bekknum síðustu mínútur leiksins og grét eftir að Siebert flautaði til leiksloka. Nunes fellur niður innan teigs, atriðið var skoðað frá nokkrum sjónarhornum, niðurstaðan ekkert brot, ekkert víti. Leikmenn Úrúgvæ ekki sáttir við þessa niðurstöðu pic.twitter.com/hrSnOT8nCO— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 2, 2022 Í viðtali eftir leik hraunaði Suarez yfir FIFA og sagði að Úrúgvæ þyrfti að fá meiri völd innan sambandsins. „Fólkið hjá FIFA þarf að útskýra fyrir okkur hvernig þeir komust að þessari niðurstöðu. Þeir dæma ótrúlega vítaspyrnu og við fáum ekki þessar tvær,“ sagði Suarez eftir leik en Gana fékk víti í fyrri hálfleiknum sem Sergio Rochet, markvörður Úrúgvæ, varði frá Andre Ayew. „Við verðum að segja eitthvað. Eftir leik vildi ég hitta börnin mín en FIFA bannaði það, leikmaður Frakka var hins vegar með barnið sitt á bekknum. Úrúgvæ þarf meiri völd, FIFA hefur alltaf verið á móti Úrúgvæ.“ Eins og sjá má var leikmönnum Úrúgvæ ansi heitt í hamsi eftir leik.Vísir/Getty Suarez var afskaplega svekktur í leikslok.Vísir/Getty
HM 2022 í Katar Mest lesið „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Fótbolti Segir dómarana bara hafa verið að giska Enski boltinn „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Íslenski boltinn Mest lesið í innlenda sportinu: Danskar bullur, oddaleikur á Króknum og miskátir hlauparar Sport Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Enski boltinn Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Enski boltinn Alls ekki síðasti leikur Semenyo Enski boltinn Alveg sama um úrvalsdeildina og ætlar í veiði eftir HM Sport Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Fleiri fréttir Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Heimamenn í ham og El Kaabi skoraði aftur með hjólhestaspyrnu Sarri gekkst undir hjartaaðgerð Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Hvíldu Mo Salah en unnu samt riðilinn Sjá meira