Fótbolti

Pele settur í lífslokameðferð

Smári Jökull Jónsson skrifar
Pele hefur nú verið settur í lífslokameðferð þar sem líkaminn var hættur að svara krabbameinsmeðferð.
Pele hefur nú verið settur í lífslokameðferð þar sem líkaminn var hættur að svara krabbameinsmeðferð. Vísir/Getty

Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pele hefur verið settur í lífslokameðferð af læknum á Albert Einstein sjúkrahúsinu í Sao Paulo. Þessi ákvörðun var tekin þar sem líkami hans er hættur að svara geislameðferð vegna krabbameins í þörmum.

Pele var lagður inn á sjúkrahús á þriðjudag vegna hjartavandamála og bólgu víðsvegar um líkamann. Á fimmtudag bárust síðan fréttir af því hann væri í stöðugu ástandi og dóttir hans dró úr alvarleika veikinda hans.

Samkvæmt brasilískum fjölmiðlum hefur Pele, sem er 82 ára gamall, nú verið settur í lífslokameðferð þar sem markmiðið er að draga úr sársauka knattspyrnuamannsins fyrrverandi.

Fjölmargir hafa skrifað Pele kveðjur á samfélagsmiðlum, meðal annars hans gamla félag Santos, fyrrum landsliðsmaðurinn Rivaldo sem og franski landsliðsmaðurinn Kylian Mbappe.

Pele er af mörgum talinn besti knattspyrnumaður allra tíma en hann vann þrjá heimsmeistaratitla með Brasilíu og er eini karlkyns knattspyrnumaðurinn sem unnið hefur þrjá titl. Pele skoraði 643 mörk í 659 opinberum leikjum fyrir Santos. Þá skoraði hann 77 mörk í 92 landsleikjum fyrir Brasilíu.

Alþjóðaknattspyrnusambandið FIFA sendir Pele einnig kveðju á Twitter síðu sinni og þá hefur Torch hótelið við Khalifa völlinn í Katar sett skilaboð til Pele á turn hótelsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×