Veitingastaðurinn Brút blómstrar í miðbænum Brút 5. desember 2022 13:18 Húsið er afar fallegt og hefur mikla sögu en Brút er staðsett í Pósthússtræti 2 sem hannað er af Guðjóni Samúelssyni og byggt árið 1919. „Við opnuðum fyrir rétt rúmu ári, eftirminnilega því rafmagnið fór af miðbænum korter í sex það kvöld. Það var smá stressandi en það þýddi ekkert annað en anda rólega,“ segir Ragnar Eiríksson, yfirkokkur veitingastaðarins Brút og eigandi staðarins ásamt Ólafi Erni Ólafssyni og Braga Skaftasyni. Ragnar Eiríksson yfirkokkur og einn eigenda Brút. Fall er greinilega fararheill því Brút hefur blómstrað í Pósthússtrætinu frá opnun. Dýrindis sjávarréttir úr matarkistunni kringum landið eru aðalsmerki staðarins og einfaldleikinn er látinn ráða. Ragnar segir reyndar ekki nóg að bjóða bara upp á góðan mat, galdurinn felist í heildarumgjörð staðarins. „Ég segi alltaf að veitingastaðir séu afþreying og við búum til matarafþreyingu. Við leggjum mikla áherslu á þægindi og viljum að hjá okkur fái fólk vandaða matarupplifun. Okkar aðalsmerki er „casual fine dining“, laus við allt prjál. Ætli við Óli séum ekki með yfir 70 ára reynslu samanlagt í veitingabransanum, hérlendis og erlendis og vitum hvernig stað við viljum búa til,“ útskýrir Ragnar. Gullfallegt umhverfi ýtir undir upplifun gesta. Arkitektastofurnar tp bennett og Tröð sáu um innanhússhönnunina, sem hefur hlotið tilnefningar til verðlauna. „Við urðum bálskotnir í húsnæðinu um leið og hreinlega urðum að opna þar veitingastað. Húsið er afar fallegt og hefur mikla sögu. Innvolsið er hannað af tp bennett arkitektastofunni í samvinnu við arkitektastofuna Tröð og margtilnefnt til hönnunarverðlauna. Við vorum líka svo heppnir að kynnast þeim Emil og Unnari hjá Weirdpickle sem sjá um alla grafík fyrir okkur,“ segir Ragnar og þetta samspil er greinilega að skila sér. Eftirréttirnir eru einstaklega glæsilegir og koma frá Gulla Arnar, Konditori í Hafnarfirði. „Okkur hefur gengið vel, við höfum meðal annars fengið tilnefningu hjá Star Winelistfyrir vínlistann okkar sem besti „medium sized“ vínlistinn í Skandinavíu. Við fáum líka mikið lof frá viðskiptavinum okkar sem segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Það er gaman að fá smá klapp á bakið,“ segir Ragnar. Rækjukotkteill eins og þeir gerðust bestir á áttunda og níunda áratugnum er að finna á jólaseðli Brút, en seðillinn er byggður á æskuminningum eigendanna frá jólum. Nostalgíustemmning í jólamatseðlinum „Jólaseðillin er kominn í gang og við köllum hann „Oldschool“ eða Old is cool því hann samanstendur af æskuminningum okkar frá jólum,“ segir Ragnar. „Á seðlinum er svínahamborgarhryggur með ananas og gljáa, rækjukokteill og taðreyktur silungur, reyndar borinn fram með japönsku sjávarþangi, sem var ekki algengt í okkar æsku. Það þarf að setja smá tvist á þetta. Svo pörum við vín og drykki með réttunum og endum á desertum frá Gulla Arnar konditori í Hafnarfirði. Desertarnir eru einkar glæsilegir og er ekið á milli borða á litlum vagni. Svo erum við með svokallað Ólaglögg, sem er jólaglögg úr hvítvíni sem Óli hefur búið til.“ Fátt er jólalegra en Hamborgarhryggur með ananas og gljáa. Nánar er hægt að kynna sér matseðil Brút hér. Matur Jólamatur Jól Veitingastaðir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Ragnar Eiríksson yfirkokkur og einn eigenda Brút. Fall er greinilega fararheill því Brút hefur blómstrað í Pósthússtrætinu frá opnun. Dýrindis sjávarréttir úr matarkistunni kringum landið eru aðalsmerki staðarins og einfaldleikinn er látinn ráða. Ragnar segir reyndar ekki nóg að bjóða bara upp á góðan mat, galdurinn felist í heildarumgjörð staðarins. „Ég segi alltaf að veitingastaðir séu afþreying og við búum til matarafþreyingu. Við leggjum mikla áherslu á þægindi og viljum að hjá okkur fái fólk vandaða matarupplifun. Okkar aðalsmerki er „casual fine dining“, laus við allt prjál. Ætli við Óli séum ekki með yfir 70 ára reynslu samanlagt í veitingabransanum, hérlendis og erlendis og vitum hvernig stað við viljum búa til,“ útskýrir Ragnar. Gullfallegt umhverfi ýtir undir upplifun gesta. Arkitektastofurnar tp bennett og Tröð sáu um innanhússhönnunina, sem hefur hlotið tilnefningar til verðlauna. „Við urðum bálskotnir í húsnæðinu um leið og hreinlega urðum að opna þar veitingastað. Húsið er afar fallegt og hefur mikla sögu. Innvolsið er hannað af tp bennett arkitektastofunni í samvinnu við arkitektastofuna Tröð og margtilnefnt til hönnunarverðlauna. Við vorum líka svo heppnir að kynnast þeim Emil og Unnari hjá Weirdpickle sem sjá um alla grafík fyrir okkur,“ segir Ragnar og þetta samspil er greinilega að skila sér. Eftirréttirnir eru einstaklega glæsilegir og koma frá Gulla Arnar, Konditori í Hafnarfirði. „Okkur hefur gengið vel, við höfum meðal annars fengið tilnefningu hjá Star Winelistfyrir vínlistann okkar sem besti „medium sized“ vínlistinn í Skandinavíu. Við fáum líka mikið lof frá viðskiptavinum okkar sem segir okkur að við séum að gera eitthvað rétt. Það er gaman að fá smá klapp á bakið,“ segir Ragnar. Rækjukotkteill eins og þeir gerðust bestir á áttunda og níunda áratugnum er að finna á jólaseðli Brút, en seðillinn er byggður á æskuminningum eigendanna frá jólum. Nostalgíustemmning í jólamatseðlinum „Jólaseðillin er kominn í gang og við köllum hann „Oldschool“ eða Old is cool því hann samanstendur af æskuminningum okkar frá jólum,“ segir Ragnar. „Á seðlinum er svínahamborgarhryggur með ananas og gljáa, rækjukokteill og taðreyktur silungur, reyndar borinn fram með japönsku sjávarþangi, sem var ekki algengt í okkar æsku. Það þarf að setja smá tvist á þetta. Svo pörum við vín og drykki með réttunum og endum á desertum frá Gulla Arnar konditori í Hafnarfirði. Desertarnir eru einkar glæsilegir og er ekið á milli borða á litlum vagni. Svo erum við með svokallað Ólaglögg, sem er jólaglögg úr hvítvíni sem Óli hefur búið til.“ Fátt er jólalegra en Hamborgarhryggur með ananas og gljáa. Nánar er hægt að kynna sér matseðil Brút hér.
Matur Jólamatur Jól Veitingastaðir Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira