Rakel Páls stimplar sig inn sem ein af jólaröddum Íslands Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 5. desember 2022 13:32 Rakel Pálsdóttir söngkona var að senda frá sér jólaplötu. Aðsent Með jólin í hjarta mér er ný jólaplata úr smiðju Rakelar Páls og Gunnars Inga Guðmundssonar en söngkonan Rakel Páls syngur öll fimm lög plötunnar. Rakel gaf út lagið Jólaveröld vaknar eftir Gunnar Inga, í fyrra og ákváðu þau í ár að safna saman lögum og hnoða í jólaplötu um þessi jól. „Okkur langaði til að gera plötu með nýjum íslenskum frumsömdum jólalögum og úr varð þessi notalega plata með fjórum lögum eftir Gunnar Inga og textum eftir Silju Rós Ragnarsdóttur, auk þess gerði Nína Richter texta við fyrsta lag plötunnar, Jólaveröld vaknar. Eitt laganna er sænskt jólalag eftir Sönnu Viktoriu Nielsen, Liselott Elisabeth Liljefjall og Joakim Ramsell en íslenskan texta gerði Gústaf Lilliendahl. Upptökur fóru fram í sumar og stóðu fram á haust, í Studíó Bambus og sá Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur,“ segir Rakel. Rakel heldur útgáfu/jólatónleika á Nauthól þann 21.desember næstkomandi kl 20:00 en með henni spila Gunnar Ingi, Birgir Þóris, Bent Marinós og Þorvaldur Halldórsson. Á dagskránni verða öll lög plötunnar ásamt uppáhalds jólalögum Rakelar. Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is. View this post on Instagram A post shared by Rakel Pa lsdo ttir (@rakelpals) Rakel flytjandi plötunnar hefur lengi verið í tónlistarbransanum en allt saman hófst þetta með sigri í Söngkeppni Samfés árið 2004, þar sem hún bar sigur úr bítum. Eftir það fór boltinn að rúlla. Rakel hefur stundað nám í Tónlistarskóla FÍH, stofnaði hljómsveitina Hinemoa með góðri vinkonu og sungið raddir í ýmsum verkefnum. Til dæmis með Röggu Gröndal, Rigg viðburðum, Stuðmönnum, Láru Rúnars og fleirum, og nú síðast á Grease tónleikasýningu í Laugardalshöllinni undir leikstjórn Gretu Salóme. Rakel hefur mörgum sinnum tekið þátt í Söngvakeppninni, ýmist sem bakrödd, í dúett, með hljómsveit eða sóló söngvari. Enda er hún mikill Eurovision aðdáandi. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur laganna, lærði bassaleik, píanóleik og lagasmíðar við tónlistarskóla FÍH og Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Arnar Dór, og fleiri, auk þess sem hann samdi Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2003 sem flutt var af Skítamóral sem hlaut töluverða vinsælda. Platan í heild sinni er komin inn á Spotify. Jólalög Jól Tónlist Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira
„Okkur langaði til að gera plötu með nýjum íslenskum frumsömdum jólalögum og úr varð þessi notalega plata með fjórum lögum eftir Gunnar Inga og textum eftir Silju Rós Ragnarsdóttur, auk þess gerði Nína Richter texta við fyrsta lag plötunnar, Jólaveröld vaknar. Eitt laganna er sænskt jólalag eftir Sönnu Viktoriu Nielsen, Liselott Elisabeth Liljefjall og Joakim Ramsell en íslenskan texta gerði Gústaf Lilliendahl. Upptökur fóru fram í sumar og stóðu fram á haust, í Studíó Bambus og sá Stefán Örn Gunnlaugsson um upptökur,“ segir Rakel. Rakel heldur útgáfu/jólatónleika á Nauthól þann 21.desember næstkomandi kl 20:00 en með henni spila Gunnar Ingi, Birgir Þóris, Bent Marinós og Þorvaldur Halldórsson. Á dagskránni verða öll lög plötunnar ásamt uppáhalds jólalögum Rakelar. Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is. View this post on Instagram A post shared by Rakel Pa lsdo ttir (@rakelpals) Rakel flytjandi plötunnar hefur lengi verið í tónlistarbransanum en allt saman hófst þetta með sigri í Söngkeppni Samfés árið 2004, þar sem hún bar sigur úr bítum. Eftir það fór boltinn að rúlla. Rakel hefur stundað nám í Tónlistarskóla FÍH, stofnaði hljómsveitina Hinemoa með góðri vinkonu og sungið raddir í ýmsum verkefnum. Til dæmis með Röggu Gröndal, Rigg viðburðum, Stuðmönnum, Láru Rúnars og fleirum, og nú síðast á Grease tónleikasýningu í Laugardalshöllinni undir leikstjórn Gretu Salóme. Rakel hefur mörgum sinnum tekið þátt í Söngvakeppninni, ýmist sem bakrödd, í dúett, með hljómsveit eða sóló söngvari. Enda er hún mikill Eurovision aðdáandi. Gunnar Ingi Guðmundsson, höfundur laganna, lærði bassaleik, píanóleik og lagasmíðar við tónlistarskóla FÍH og Berklee college of music í Boston. Hann hefur samið lög fyrir Ragnheiði Gröndal, Sjonna Brink, Arnar Dór, og fleiri, auk þess sem hann samdi Þjóðhátíðarlag Vestmannaeyja árið 2003 sem flutt var af Skítamóral sem hlaut töluverða vinsælda. Platan í heild sinni er komin inn á Spotify.
Jólalög Jól Tónlist Mest lesið Jólahús á Selfossi myndað í gríð og erg Jól Jólakótilettur úr sveitinni Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir herrann Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Jólamolar: Ekkert verra en að vera þunnur á aðfangadag Jól Aðeins einn hlutur á óskalista Ragnars Jónassonar þessi jólin Jól Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jól Jólalag dagsins: Sverrir Bergmann flytur Á Þorláksmessu Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Fleiri fréttir Jólasaga: Stúlkan og uglan – jólanótt Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Sjá meira