Eini sinnar tegundar á landinu Bjarki Sigurðsson skrifar 6. desember 2022 08:00 Polestar 1 bíllinn er svo sannarlega sjaldgæf sjón. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í níunda þætti er Polestar 1 tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 1 bíllinn sem hann prófar í þættinum er sá eini sem til er á landinu. Einungis fimmtán hundruð eintök voru framleidd á heimsvísu. Sumir sem hafa keypt bílinn hafa ekki einu sinni prófað að keyra hann vegna fágætis hans. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Polestar 1 Polestar er dótturfyrirtæki Volvo og fengu hönnuðir Polestar mikla aðstoð frá Volvo-mönnum við gerð bílsins. James segir að þó innréttingin sé mjög „Volvo-leg“ þá sé hún algjörlega úr efstu hillu. James segir Polestar 1 bílinn vera svokallaðan „halo-bíl“, það er að hann er allt sem fólk dreymir um ef það ætti nægilega mikinn pening. Svo þegar fólk mætir í bílaumboðið og sér annan svipaðan bíl, Polestar 2, sem kostar einn þriðja af verði halo-bílsins, þá er það líklegra til að kaupa hann. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með áttatíu kílómetra drægni á rafmagninu einu. Vélin er 620 hestöfl en James segist aldrei nokkurn tímann hafa keyrt jafn kraftmikinn bíl. Hann líkir keyrsluupplifuninni við að vera barn í sælgætisverslun. Tork gaur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Polestar 1 bíllinn sem hann prófar í þættinum er sá eini sem til er á landinu. Einungis fimmtán hundruð eintök voru framleidd á heimsvísu. Sumir sem hafa keypt bílinn hafa ekki einu sinni prófað að keyra hann vegna fágætis hans. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork gaur - Polestar 1 Polestar er dótturfyrirtæki Volvo og fengu hönnuðir Polestar mikla aðstoð frá Volvo-mönnum við gerð bílsins. James segir að þó innréttingin sé mjög „Volvo-leg“ þá sé hún algjörlega úr efstu hillu. James segir Polestar 1 bílinn vera svokallaðan „halo-bíl“, það er að hann er allt sem fólk dreymir um ef það ætti nægilega mikinn pening. Svo þegar fólk mætir í bílaumboðið og sér annan svipaðan bíl, Polestar 2, sem kostar einn þriðja af verði halo-bílsins, þá er það líklegra til að kaupa hann. Polestar 1 er tengiltvinnbíll með áttatíu kílómetra drægni á rafmagninu einu. Vélin er 620 hestöfl en James segist aldrei nokkurn tímann hafa keyrt jafn kraftmikinn bíl. Hann líkir keyrsluupplifuninni við að vera barn í sælgætisverslun.
Tork gaur Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent