Körfubolti

„Það er þessi ung­linga­veiki sem þú varst að tala um hjá Trae Young“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Trae Young, stórstjarna Atlanta Hawks.
Trae Young, stórstjarna Atlanta Hawks. Todd Kirkland/Getty Images

Lögmál leiksins er á sínum stað á dagskrá Stöðvar 2 Sport 2 klukkan 20.00 í kvöld. Að venju er farið yfir það helsta sem hefur drifið á daga NBA deildarinnar í körfubolta.

„Voðalega barnalegt finnst mér samt, að vera eitthvað að rífast. Og bara mæta ekki í leikinn. Það er þessi unglingaveiki sem þú varst að tala um hjá Trae Young. En ég meina, þeir verða að láta þetta virka. Þeir eru ekki að fara skipta Young í burtu. Ef þetta gengur ekki þá þurfa þeir bara að reka þjálfarann,“ sagði Tómas Steindórsson um stöðu mála hjá Atlanta Hawks en stórstjarna liðsins, Trae Young, spilaði ekki með liðinu á dögunum vegna ósættis við þjálfarann.

„Þetta hefur náttúrulega verið þannig að þegar Lloyd Pierce er látinn fara, orðrómurinn var sá að Trae Young hafi bara látið reka hann. Svo semja þeir við Young, hann fær áframhaldandi samning upp á 209 milljónir Bandaríkjadala. Þeir eru líka búnir að framlengja við Nate McMillan um fjögur ár, svo þetta er samband sem þeir ætluðu að treysta á. Þeir fóru ekki að sækja Dejounte Murray fyrir alla þessa valrétti til að koma skrítnir inn í tímabilið. Það er búin að vera skrítin stemning þarna. Mér finnst þetta mjög barnalegt og það er eins gott að þeir grafi stríðsöxina ef liðið ætlar að gera eitthvað. Að skipta um þjálfara núna, fyrir þetta lið, myndi ekki gera neitt fyrir þá,“ bætti Sigurður Orri Kristjánsson við.

Klippa: Lögmál leiksins: Tommi mættur með pennann



Fleiri fréttir

Sjá meira


×