Davis gefur Lakers von Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2022 23:01 Anthony Davis var óstöðvandi í Washington. Greg Fiume/Getty Images Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis. Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers
Körfubolti NBA Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Sjá meira