Davis gefur Lakers von Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. desember 2022 23:01 Anthony Davis var óstöðvandi í Washington. Greg Fiume/Getty Images Los Angeles Lakers er farið að láta sig dreyma um að komast í úrslitakeppnina í NBA deildinni í körfubolta. Ástæðan þar á bakvið er einföld, Anthony Davis. Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og virðist loks hafa fundið taktinn. Helsta ástæðan eru tröllaframmistöður Davis sem skoraði 44 stig og tók 10 fráköst í sigrinum á Milwaukee Bucks og gerði svo gott betur gegn Washington Wizards á aðfaranótt mánudags. Davis skoraði 55 stig og tók 17 fráköst í 11 stiga sigri Lakers, lokatölur 119-130. Sigurinn virtist ætla að verða mun stærri en Wizards minnkuðu muninn allverulega í fjórða leikhluta. 55 PTS (22/30 FGM) 17 REB 3 BLK@AntDavis23 went double-nickel to follow up his 44-point performance in his last game pic.twitter.com/RNg9wXnigr— NBA (@NBA) December 5, 2022 Það hefur vissulega hjálpað Lakers að fá LeBron James aftur inn í liðið en það eru frammistöður Davis sem eru að stela fyrirsögnunum. Leikurinn gegn Washington var fimmti leikurinn á ferlinum þar sem Davis skorar 50 stig eða meira en hann hafði ekki gert það síðan árið 2019. Þá varð hann fyrsti leikmaður Lakers til að skora 40 stig eða meira tvo leiki í röð síðan Kobe Bryant heitinn gerði það í mars árið 2013. Davis joins these Lakers with at least two 50-point games:George Mikan, Elgin Baylor, Jerry West, Wilt Chamberlain, Shaquille O'Neal, Kobe Bryant and LeBron James.— Mike Trudell (@LakersReporter) December 5, 2022 Lakers á enn langt í land með að verða eitt af betri liðum deildarinnar en sem stendur virðist liðið til alls líklegt. Ef það hefði ekki á einhvern ótrúlegan hátt hent frá sér unnum leik gegn Indiana Pacers væri liðið með 11 sigra og 11 töp að loknum 22 leikjum en sem stendur er Lakers 10-12 og situr í 12. sæti Vesturdeildar. Ef Davis heldur hins vegar áfram uppteknum hætti er allt mögulegt og hver veit nema Lakers blómstri að nýju árið 2023. Önnur úrslit 5. desember Detroit Pistons 112-122 Memphis GrizzliesSacramento Kings 110-101 Chicago BullsNew York Knicks 92-81 Cleveland Cavaliers Brooklyn Nets 92-103 Boston CelticsPortland Trail Blazers 116-100 Indiana Pacers
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Fleiri fréttir Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti