Innherji

Lífeyrissjóðir vilja auka vægi erlendra hlutabréfa eftir lækkanir á mörkuðum

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.

Hörður Ægisson skrifar
Vægi erlendra eigna umsvifamestu lífeyrissjóða landsins hefur farið lækkandi á þessu ári þrátt fyrir að sjóðirnir hafi aukið við gjaldeyriskaup sín frá fyrra ári. Þar ræður mestu um miklar verðlækkanir á erlendum verðbréfamörkuðum. Vísir/Getty

Margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins hafa sett sér það markmið að auka talsvert hlutfall erlendra hlutabréfa í eignasöfnum sínum á komandi ári, að því er lesa má út úr nýlega samþykktum fjárfestingastefnum sjóðanna. Sömu lífeyrissjóðir áforma meðal annars að minnka samtímis vægi eigna sinna í ríkisskuldabréfum og þá ráðgera einnig sjóðir eins og Gildi og LSR að leggja minni áherslu á innlend hlutabréf frá því sem nú er.


Tengdar fréttir

Gjaldeyriseignir Gildis jukust um nærri tíu prósent á þriðja fjórðungi

Eftir að hafa dregist stöðugt saman í um tvö ár þá jókst verulega vægi erlendra fjárfestinga í eignasafni Gildis á liðnum ársfjórðungi þegar gjaldeyriseignir lífeyrissjóðsins hækkuðu um liðlega 24 milljarða. Hlutfall erlendra eigna annarra stærstu lífeyrissjóða landsins jukust sömuleiðis, samt mun minna en í tilfelli Gildis, samhliða því að gengi krónunnar fór lækkandi.






×