Meta hótar að fjarlægja fréttir af Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 6. desember 2022 08:35 Útgefendur fjölmiðla eru ósáttir við að fá enga hlutdeild í tekjum sem tæknirisar eins og Meta og Alphabet hafa af efni sem þeir hafa lagt vinnu og fjármuni í að framleiða. Vísir/Getty Móðurfélag samfélagsmiðlarisans Facebook hótar því að fjarlægja fréttir af miðlinum ef Bandaríkjaþings samþykkir frumvarp sem á að hjálpa fjölmiðlum í vanda. Fréttir hurfu tímabundið af Facebook í Ástralíu þegar áþekk lög tóku gildi þar. Frumvarpið sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi gerði fréttamiðlum auðveldara að semja sameiginlega við tæknirisa eins og Aphabet, sem á leitarvélina Google, og Meta sem á Facebook. Fjölmiðlar, sem berjast margir í bökkum, vilja hlutdeild í þeim auglýsingatekjum sem tæknirisarnir fá í gengum efni sem fjölmiðlarnir framleiða. Samtök bandarískra dagblaðaútgefenda hvetur Bandaríkjaþing til þess að bæta frumvarpinu við frumvarp um varnarmál sem þingið þarf að samþykkja. Þau fullyrða að staðarblöð geti ekki lifað af mörg ár af misnotkun tæknirisanna á efni þeirra í viðbót. „Grípi Bandaríkjaþing ekki til aðgerða fljótt er hætta á að við leyfum samfélagsmiðlum að verða raunveruleg staðarfréttablöð Bandaríkjanna,“ segja samtökin The News Media Alliance. Meta brást ókvæða við í gær og hótaði Andy Stone, talsmaður fyrirtækisins, að fréttir yrðu fjarlægðar af Facebook í Bandaríkjunum yrði frumvarpið að lögum. Hann sagði að frumvarpið tæki ekki með í reikninginn að deilingar á Facebook færðu fjölmiðlum aukna umferð og áskriftir. Þá hafa ýmis konar félaga- og hagsmunasamtök hvatt þingið til þess að leggja frumvarpið til hliðar þar sem það skapaði í raun undanþága frá samkeppnislögum fyrir útgefendur og útvarpsrekendur. Ekkert í frumvarpinu tryggi að tekjur sem fjölmiðlafyrirtækin fengju með samningum við tæknifyrirtækinu renni til fréttamanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áströlsk stjórnvöld segja að sambærileg lög sem tóku gildi þar í mars í fyrra hafi að mestu leyti reynst vel. Meta og Alphabet hafi skrifað undir meira en þrjátíu samninga við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur vegna efnis þeirra á miðlunum. Bandaríkin Meta Google Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01 Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Frumvarpið sem liggur fyrir Bandaríkjaþingi gerði fréttamiðlum auðveldara að semja sameiginlega við tæknirisa eins og Aphabet, sem á leitarvélina Google, og Meta sem á Facebook. Fjölmiðlar, sem berjast margir í bökkum, vilja hlutdeild í þeim auglýsingatekjum sem tæknirisarnir fá í gengum efni sem fjölmiðlarnir framleiða. Samtök bandarískra dagblaðaútgefenda hvetur Bandaríkjaþing til þess að bæta frumvarpinu við frumvarp um varnarmál sem þingið þarf að samþykkja. Þau fullyrða að staðarblöð geti ekki lifað af mörg ár af misnotkun tæknirisanna á efni þeirra í viðbót. „Grípi Bandaríkjaþing ekki til aðgerða fljótt er hætta á að við leyfum samfélagsmiðlum að verða raunveruleg staðarfréttablöð Bandaríkjanna,“ segja samtökin The News Media Alliance. Meta brást ókvæða við í gær og hótaði Andy Stone, talsmaður fyrirtækisins, að fréttir yrðu fjarlægðar af Facebook í Bandaríkjunum yrði frumvarpið að lögum. Hann sagði að frumvarpið tæki ekki með í reikninginn að deilingar á Facebook færðu fjölmiðlum aukna umferð og áskriftir. Þá hafa ýmis konar félaga- og hagsmunasamtök hvatt þingið til þess að leggja frumvarpið til hliðar þar sem það skapaði í raun undanþága frá samkeppnislögum fyrir útgefendur og útvarpsrekendur. Ekkert í frumvarpinu tryggi að tekjur sem fjölmiðlafyrirtækin fengju með samningum við tæknifyrirtækinu renni til fréttamanna, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Áströlsk stjórnvöld segja að sambærileg lög sem tóku gildi þar í mars í fyrra hafi að mestu leyti reynst vel. Meta og Alphabet hafi skrifað undir meira en þrjátíu samninga við fjölmiðlafyrirtæki um greiðslur vegna efnis þeirra á miðlunum.
Bandaríkin Meta Google Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01 Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Sjá meira
Tók hálftíma að loka á alla fjölmiðla í lýðræðisríki Samfélagsmiðillinn Facebook lokaði í dag á deilingar á fréttaefni í Ástralíu eftir að stjórnvöld í landinu lögðu fram frumvarp sem myndi skylda Facebook og aðra tæknirisa til að greiða fyrir slíkar deilingar. 18. febrúar 2021 20:01
Facebook semur við yfirvöld í Ástralíu Samfélagsmiðlarisinn Facebook tilkynnti í morgun að samningar hefðu náðst við áströlsk yfirvöld sem gera það að verkum að opnað verður á ný fyrir streymi frétta á miðlinum í Ástralíu. 23. febrúar 2021 06:54