Máttugur Mitchell og glæsilegur Dončić leiddu lið sín til sigurs Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. desember 2022 10:31 Leikmenn Los Angeles Lakers áttu engin svör gegn Donavan Mitchell í nótt. Jason Miller/Getty Images Aðeins fóru þrír leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Segja má að Donavan Mitchell, leikmaður Cleveland Cavaliers, og Luka Dončić, leikmaður Dallas Mavericks, hafi stolið senunni. LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022 Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
LeBron James var mættur á sinn gamla heimavöll er Cleveland tók á móti Los Angeles Lakers. Gestirnir hafa verið að ganga í gegnum endurnýjun lífdaga ef svo má að orði komast og voru til alls líklegir fyrir leik næturinnar. Það var hins vegar snemma ljóst að Anthony Davis, sem hefur verið meginástæða þess að Lakers virðist vera rétta úr kútnum, gengi ekki heill til skógar. Hann entist í aðeins átta mínútur en samkvæmt fréttamiðlum vestanhafs var hann einfaldlega veikur og gat því ekki spilað. Án hans áttu leikmenn Lakers erfitt uppdráttar og tókst þeim engan veginn að beisla áðurnefndan Mitchell. Segja má að bestu þrír leikmenn Cleveland hafi allir leikið lausum hala í 14 stiga sigri liðsins, lokatölur 116-102. Donovan Mitchell went OFF in Cleveland43 PTS (season-high)6 REB5 AST4 STL4 3PMWWhat a night for Spida. pic.twitter.com/XyBXODWXfB— NBA (@NBA) December 7, 2022 Mitchell fór fyrir sínum mönnum en hann skoraði 43 stig, tók 6 fráköst og gaf 5 stoðsendingar. Þar á eftir kom Jarrett Allen með 24 stig og 11 fráköst á meðan Darius Garland skoraði 21 stig og gaf 11 stoðsendingar. Hjá Lakers var LeBron stigahæstur með 21 stig ásamt því að taka 17 fráköst. Þar á eftir kom Thomas Bryant með 19 stig á meðan Dennis Schröder og Russell Westbrook skoruðu 16 stig hvor. Leikur Denver Nuggets og Dallas var sannkallaður háspennuleikur þar sem Dallas tryggði sér sigurinn í blálokin, lokatölur þar 115-116. Dorian Finney-Smith called game #PhantomCam pic.twitter.com/jXwkWxYu1X— NBA (@NBA) December 7, 2022 Dončić var að venju allt í öllu hjá Dallas og endaði með þrefalda tvennu, hans sjötta á leiktíðinni. Ásamt því að skora 22 stig þá gaf hann 12 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Hann var þó ekki stigahæstur í liði Dallas þar sem Tim Hardaway Jr. skoraði 29 stig. Luka posted his 6th triple-double of the season in the Mavs W tonight.22 PTS10 REB12 AST4 3PM pic.twitter.com/P8TAE7Zn0J— NBA (@NBA) December 7, 2022 Hjá Denver var Aaron Gordon stigahæstur með 27 stig á meðan Nikola Jokić skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Að lokum vann Detroit Pistons óvæntan stórsigur á Miami Heat, lokatölur 116-96 Detroit í vil. Bojan Bogdanović fór fyrir sínum mönnum í Pistons en hann skoraði 31 stig í liði þar sem alls sex leikmenn skoruðu 10 stig eða meira. Tyler Herro var stigahæstur í liði Heat með 34 stig. The updated NBA standings https://t.co/6FlAli0aPP pic.twitter.com/rF2dq8mS71— NBA (@NBA) December 7, 2022
Körfubolti NBA Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti