Bæjarstjóranum í Eyjum blöskrar skoðun kollega síns í Ísafjarðarbæ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2022 10:41 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, furðar sig á skoðun kollega síns á Vestfjörðum. Vísir/Egill Bæjarstjóri Vestmannaeyja furðar sig á því að bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar telji Vestmannaeyinga geta siglt með Herjólfi til og frá Þorlákshöfn svo flýta megi dýpkun hafnar Ísfirðinga fyrir komu skemmtiferðaskipa. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“ Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar gagnrýndi í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. Hundrað og átján skip komu til bæjarins á þessu ári en samkvæmt bókunum má reikna með rúmlega 240 skipum á næsta ári. Nýtt dæluskip átti að koma til Ísafjarðar í sumar til að dýpka röstina við Sundahöfn. Arna Lára Jónsdóttir bæjarstjóri segir afar mikilvægt að lokið verði við stækkun Sundahafnar fyrir komur skemmtiferðaskipa á næsta vori.Stöð 2/Ívar Síðast fyrir um hálfum mánuði hafi dýpkunarskip Björgunar lokið verkefni í Arnarfirði og verið á leið í Skutulsfjörðinn þegar því var skyndilega siglt í Landeyjarhöfn. Þetta valdi Ísfirðingum áhyggjum enda verði að ljúka hafnargerðinni vel fyrir næsta sumar enda skemmtiferðaskip bókuð langt fram í tímann. Arna Lára segist ósátt við þessa forgangsröðun hjá Vegagerðinni sem hefur um árabil sinnt dýpkun við Landeyjarhöfn. „Þeir álíta að Landeyjarhöfn sé mikilvægari en þetta verkefni. Því er ég auðvitað algerlega ósammála. Þeir eru með höfnina í Þorlákshöfn en við þurfum að fá þetta efni. Það er ekki útséð með það og verið að leita allra leiða til að fá jafnvel annað skip til dýpka fyrir okkur,“ segir Arna Lára. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyja, segir í færslu á Facebook að þetta útspil kollega hennar í Ísafjarðarbæ komi á óvart. „Við landsbyggðarfólk höfum staðið saman hingað til fyrir bættum samgöngum um allt land!“ Óhætt er að segja að Landeyjarhöfn hafi gjörbreytt samgöngumálum fyrir Vestmannaeyinga. Siglingin tekur rúman hálftíma en siglingin í Þorlákshöfn gat tekið tvo og hálfan tíma, jafnvel lengur þegar vont var í sjóinn. „Ég var mjög hissa þegar ég heyrði þetta haft eftir kollega mínum. Hún er að leggja til að við Vestmannaeyingar ættum að fara á annan tug ára aftur í tímann í samgöngum, með lokaða Landeyjahöfn og sigla til Þorlákshafnar. Sem sagt að fimmfalda siglingatímann og fara úr sjö ferðum niður í tvær til að hægt sé að dýpka fyrir skemmtiferðaskip sem koma eiga til Ísafjarðar næsta vor!“ Bæjarstjórinn virðist treysta á mat Vegagerðarinnar þegar komi að verkefnalista stofnunarinnar. „Ég er þó ánægð með að Vegagerðin hefur forgangsröðina á hreinu!“
Skemmtiferðaskip á Íslandi Vestmannaeyjar Ísafjarðarbær Ferðamennska á Íslandi Herjólfur Hafnarmál Landeyjahöfn Tengdar fréttir Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21 Mest lesið Herflugvél snúið við í neyð Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Innlent Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Erlent Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Innlent Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Innlent Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Erlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Fleiri fréttir Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Forseti Alþingis tjáir sig um ummælin umdeildu Sjá meira
Tafir á komu dæluskips ógna tugmilljóna tekjum Ísafjarðarbæjar Bæjarstjórinn í Ísafjarðarbæ gagnrýnir Björgun og Vegagerðina fyrir margra mánaða tafir á uppdælingu til stækkunar á Sundahöfn bæjarins. Stækkun hafnarinnar skipti miklu máli fyrir tekjur bæjarins strax á næsta ári og megi ekki dragast á langinn. 6. desember 2022 19:21