Tungan getur gefið ýmsar vísbendingar um heilsuna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2022 15:30 Hvað segir tungan þín um heilsuna þína? Getty/Jonathan Storey „Útlit tungunnar getur gefið margt til kynna um heilsuástand okkar og ganga sumir það langt og segja að tungan sé nákvæmur spegill að heilsu hvers og eins,“ segir Ásgerður Guðmunds sjúkraþjálfari hjá Vinnuheilsu. „Það hafa eflaust margir heyrt um Dr. Gillian Mc Keith en hún segir að tungan okkar sé nokkurs konar gluggi líffæranna. Það er merki um að eitthvað sé að er þegar að tungan er annað hvort mikið rispuð, með djúpa skurði, þykka himnu, bólgin, með rauða bletti eða sár eru á tungunni.“ Ásgerður ræddi tunguna í Heilsumínútum hjá Ósk á FM957. Viðtalið má finna neðst í fréttinni. Ef rispa liggur eftir miðri tungunni, sem ekki nær fram á tungubroddinn, merkir það veikbyggðan maga og að meltingin sé ekki eins og hún á að vera. Ef tungan er ójöfn á hliðunum, með tannaför, er það merki um næringarskort. Ef tungan er aum er það öruggt merki um næringarskort og þá oftast skort á járni og B-vítamíni. Ef þú hefur brunatilfinningu í tungunni er það merki um skort á meltingarsýrum í maga. Ef tungan er bólgin og jafnvel með þykka, hvíta skán, þá er of mikið slím í líkamanum. Það sýnir líka að það er skortur á góðri gerlaflóru og sennilega er of hátt hlutfall af gersveppum. Það hljómar ekkert verr en hárug tunga. Þá er yfirborð tungunnar þakið litlum þráðlaga sveppum. Þessi sveppur er meðal annars búin til úr sama próteini og hár. Háruga tungu má rekja til einhvers konar sýkingu eða þurrk í munni. Rauður tungubroddur er merki um tilfinningalegt áfall, mikla streitu eða tilfinningalegt álag. Ásgerður segir að tunga sýni heilbrigði líka. Í góðu jafnvægi, er bleik eða fölrauð á litinn, mjúk og ofurlítið rök. Næfurþunn, hvít slikja er eðlileg. „Við ættum að nota bakhliðina á tannburstanum okkar til að bursta tunguna. Og þú færð einnig í öllum helstu apótekum svokallaða tungusköfu. Með því að skafa í burtu hvítu húðina eða kaffi af tungunni minnkar þú andfýlu og getur komið í veg fyrir tannholdssýkingar og fleira.“ Heilsa FM957 Tengdar fréttir Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum „Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar. 30. nóvember 2022 15:04 „Minnið mitt fór út um gluggann“ Ef fólk fær ekki góðan djúpsvefn, þá kemur á endanum að skuldardögum. Þetta sagði Ásgerður Guðmundsdóttir vinnuráðgjafi í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957. 25. maí 2022 15:30 Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig „Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
„Það hafa eflaust margir heyrt um Dr. Gillian Mc Keith en hún segir að tungan okkar sé nokkurs konar gluggi líffæranna. Það er merki um að eitthvað sé að er þegar að tungan er annað hvort mikið rispuð, með djúpa skurði, þykka himnu, bólgin, með rauða bletti eða sár eru á tungunni.“ Ásgerður ræddi tunguna í Heilsumínútum hjá Ósk á FM957. Viðtalið má finna neðst í fréttinni. Ef rispa liggur eftir miðri tungunni, sem ekki nær fram á tungubroddinn, merkir það veikbyggðan maga og að meltingin sé ekki eins og hún á að vera. Ef tungan er ójöfn á hliðunum, með tannaför, er það merki um næringarskort. Ef tungan er aum er það öruggt merki um næringarskort og þá oftast skort á járni og B-vítamíni. Ef þú hefur brunatilfinningu í tungunni er það merki um skort á meltingarsýrum í maga. Ef tungan er bólgin og jafnvel með þykka, hvíta skán, þá er of mikið slím í líkamanum. Það sýnir líka að það er skortur á góðri gerlaflóru og sennilega er of hátt hlutfall af gersveppum. Það hljómar ekkert verr en hárug tunga. Þá er yfirborð tungunnar þakið litlum þráðlaga sveppum. Þessi sveppur er meðal annars búin til úr sama próteini og hár. Háruga tungu má rekja til einhvers konar sýkingu eða þurrk í munni. Rauður tungubroddur er merki um tilfinningalegt áfall, mikla streitu eða tilfinningalegt álag. Ásgerður segir að tunga sýni heilbrigði líka. Í góðu jafnvægi, er bleik eða fölrauð á litinn, mjúk og ofurlítið rök. Næfurþunn, hvít slikja er eðlileg. „Við ættum að nota bakhliðina á tannburstanum okkar til að bursta tunguna. Og þú færð einnig í öllum helstu apótekum svokallaða tungusköfu. Með því að skafa í burtu hvítu húðina eða kaffi af tungunni minnkar þú andfýlu og getur komið í veg fyrir tannholdssýkingar og fleira.“
Heilsa FM957 Tengdar fréttir Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum „Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar. 30. nóvember 2022 15:04 „Minnið mitt fór út um gluggann“ Ef fólk fær ekki góðan djúpsvefn, þá kemur á endanum að skuldardögum. Þetta sagði Ásgerður Guðmundsdóttir vinnuráðgjafi í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957. 25. maí 2022 15:30 Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig „Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu. 19. október 2021 09:01 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Fimm góð ráð til þess að draga úr jólastressi og kvíða hjá börnum „Hátíðirnar eru rosalega skemmtilegur tími en hann getur líka verið rosalega annasamur. Þá er mjög vert að huga að því að streita og kvíði geta farið að einkenna börnin okkar,“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Ásgerður var gestur Óskar Gunnars á FM957 þar sem hún fór yfir það hvernig draga mætti úr stressi og kvíða barna yfir hátíðirnar. 30. nóvember 2022 15:04
„Minnið mitt fór út um gluggann“ Ef fólk fær ekki góðan djúpsvefn, þá kemur á endanum að skuldardögum. Þetta sagði Ásgerður Guðmundsdóttir vinnuráðgjafi í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957. 25. maí 2022 15:30
Mælir með því að fólk leyfi öðrum að versla í matinn fyrir sig „Streita er viðbrögð fólks við áreiti og álagi. Það fyrsta sem við þurfum að hugsa um eru venjur, hvaða venjur eru í lífi okkar?“ segir Ásgerður Guðmundsdóttir hjá Vinnuheilsu. Hún var í viðtali hjá Ósk Gunnars á FM957 og gaf þar nokkur góð ráð varðandi streitu. 19. október 2021 09:01