Hilmar og Thelma Íþróttafólk ársins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. desember 2022 15:45 Thelma Björg Björnsdóttir og Hilmar Snær Örvarsson með verðlaunagripina. vísir/vilhelm Hilmar Snær Örvarsson, skíðamaður úr Víkingi, og Thelma Björg Björnsdóttir, sundkona hjá ÍFR, eru Íþróttafólk ársins 2022 úr röðum fatlaðra. Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt. Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira
Þetta er í annað sinn sem Hilmar hlýtur þessa nafnbót en hann var einnig valinn Íþróttamaður ársins hjá fötluðum fyrir tveimur árum. Thelma hefur aftur á móti hlotið þessa nafnbót fimm sinnum. Þá fékk Karl Þorsteinsson Hvataverðlaunin 2022. Hann hefur unnið fyrir Íþróttafélag fatlaðra í fjóra áratugi og á hvað stærstan þátt í uppgangi botsíaþróttarinnar. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Hilmar Víkingurinn Hilmar náði frábærum árangri á HM og á Ólympíumóti fatlaðra í vetraríþróttum.vísir/vilhelm Í annað sinn hlýtur skíðamaðurinn Hilmar Snær Örvarsson nafnbótina Íþróttamaður ársins. Hilmar var fyrst kjörinn árið 2020 en hlýtur nú titilinn fyrir sögulegan árangur fyrir Íslands hönd á heimsmeistaramótinu í vetraríþróttum og á vetrarólympíumótinu. Á báðum mótum hafnaði Hilmar í 5. sæti í svigkeppni sem er besti árangur Íslands á báðum mótum. Á HM keppti hann líka í stórsvigi þar sem hann hafnaði í 21. sæti en á vetrarólympíumótinu féll hann úr leik í stórsvigskeppninni. Umsögn Íþróttasambands fatlaðra um Thelmu Aðeins Kristín Rós Hákonardóttir hefur verið valin Íþróttakona ársins oftar en Thelma Björg.vísir/vilhelm Í fimmta sinn á ferlinum hlýtur sundkonan Thelma Björg Björnsdóttir nafnbótina Íþróttakona ársins. Þar með er Thelma orðin sú íþróttakona sem næstoftast hefur hlotið nafnbótina á eftir sundkonunni Kristínu Rós Hákonardóttur sem varð tólf sinnum kjörin íþróttakona ársins. Thelma náði mögnuðum árangri í sumar þegar hún vann til silfurverðlauna á heimsmeistaramóti IPC í Portúgal. Thelma varð þá önnur í 100m bringusundi SB5 á tímanum 1:58.23 mín. Hvataverðlaunin 2022 – Karl Þorsteinsson Síðustu fjóra áratugi hefur Karl sinnt störfum hjá sambandinu og átt veigamikinn þátt í uppgangi og vinsældum bocciaíþróttarinnar hér á landi. Karl hefur auk stjórnarsetu í íþróttafélaginu Ösp verið formaður boccianefndar ÍF og sem slíkur tekið þátt í undirbúningi og þátttöku Íslands í hinum ýmsu verkefnum sem tengjast bocciaíþróttinni á innlendum og erlendum vettvangi. Þannig hefur hann verið fararstjóri vegna þátttöku Íslands á Norðurlandamótum fatlaðra í boccia, auk annarra móta á erlendum vettvangi, gengt formennsku undirbúningsnefndar vegna Norðurlandamóta í boccia sem haldin hafa verið hér á landi, setið sem fulltrúi Íslands í norrænum nefndum um framþróun bocciaíþróttarinnar, auk þess sem sannur sjálfboðaliði að vera boðinn og búinn til að leggja allri starfsemi ÍF lið. Framlag hans til íþrótta fatlaðra í landinu verður aldrei kallað annað en ómetanlegt.
Skíðaíþróttir Sund Fréttir ársins 2022 Mest lesið Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Enski boltinn Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Körfubolti Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Enski boltinn Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Íslenski boltinn Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Körfubolti Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Enski boltinn Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Íslenski boltinn Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Enski boltinn Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Fótbolti Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Handbolti Fleiri fréttir Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Juventus ekki enn tapað deildarleik á tímabilinu Leik lokið: Afturelding - FH 29-35 | Sannfærandi sex marka sigur meistaranna Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Kolbeinn skoraði í síðasta heimaleik tímabilsins Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Kane allt í öllu í sigri Bayern Diljá skoraði í bikar og Daníel lék fyrir meistarana Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sjáðu frábært mark Hlínar sem berst um gullskó Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Framkvæmdir á Laugardalsvelli: Sex vikur frá sáningu í fullkominn völl Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Lið Dags tapaði í vító og þarf oddaleik Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Tyson hafnar því að hann borði hrátt kjöt Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Dagskráin í dag: Meistarinn mætir til leiks í úrvalsdeildinni Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Sjá meira