Ágúst: Byrjuðum eins og við værum að hugsa um næsta leik á Spáni Andri Már Eggertsson skrifar 7. desember 2022 22:15 Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, á hliðarlínunni í leik kvöldsins Vísir/Hulda Margrét Fram og Valur skildu jöfn í háspennuleik 20-20. Þetta var fyrsti leikurinn sem Valur tapar stigi og Ágúst Jóhannsson, þjálfari Vals, var nokkuð brattur eftir leik. „Við vorum með forystuna lengst af en úr því sem komið var náðum við allavega í stig með smá heppni sem getur verið mikilvægt í lokin,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir leik. Valur byrjaði leikinn afar illa og Ágúst tók leikhlé eftir þrjár mínútur þar sem hann skammaði liðið sitt og reyndi að vekja þær með látum. „Ég var ekkert ánægður með hvernig við mættum til leiks. Ég var smeykur fyrir leik þar sem við erum að fara til Spánar að keppa í Evrópukeppni og ég var ekki ánægður með hvernig hugarfarið var. Við komumst síðan í gang og varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik.“ „Það munaði um þá leikmenn sem vantaði hjá okkur. Sara Sif varði góða bolta á lokakaflanum og svo voru stórir dómar þar sem það var flautað tvisvar sinnum of fljótt og við misstum mark. Jafn góðir dómarar og þessir að dæma svona það fer aðeins í mig en jafntefli var sennilega sanngjörn niðurstaða.“ Ágúst var ánægður með varnarleik Vals í fyrri hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. „Ég held að við vorum með sjö varða bolta í hávörninni sem var gott. Varnarleikurinn var sterkur í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik þar sem Fram var að opna okkur og finna línuna ásamt því spiluðu útlendingarnir vel.“ Ágústi fannst leikur Vals ekki vera frábær og hefði viljað sjá sitt lið spila betur á lokakaflanum. „Mér fannst þetta ekki frábær leikur hjá okkur og mér fannst við eiga marga lykilleikmenn inni og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég hef sagt það í allan vetur að Fram á eftir að spila betur. Ég veit að þegar Fram og Valur mætast verða leikirnir sérstakir sem ég var undirbúinn fyrir,“ sagði Ágúst Jóhannsson að lokum. Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Við vorum með forystuna lengst af en úr því sem komið var náðum við allavega í stig með smá heppni sem getur verið mikilvægt í lokin,“ sagði Ágúst Jóhannsson eftir leik. Valur byrjaði leikinn afar illa og Ágúst tók leikhlé eftir þrjár mínútur þar sem hann skammaði liðið sitt og reyndi að vekja þær með látum. „Ég var ekkert ánægður með hvernig við mættum til leiks. Ég var smeykur fyrir leik þar sem við erum að fara til Spánar að keppa í Evrópukeppni og ég var ekki ánægður með hvernig hugarfarið var. Við komumst síðan í gang og varnarleikurinn var góður í fyrri hálfleik.“ „Það munaði um þá leikmenn sem vantaði hjá okkur. Sara Sif varði góða bolta á lokakaflanum og svo voru stórir dómar þar sem það var flautað tvisvar sinnum of fljótt og við misstum mark. Jafn góðir dómarar og þessir að dæma svona það fer aðeins í mig en jafntefli var sennilega sanngjörn niðurstaða.“ Ágúst var ánægður með varnarleik Vals í fyrri hálfleik þar sem Fram skoraði ekki mark á síðustu tólf mínútum fyrri hálfleiks. „Ég held að við vorum með sjö varða bolta í hávörninni sem var gott. Varnarleikurinn var sterkur í fyrri hálfleik en ekki í seinni hálfleik þar sem Fram var að opna okkur og finna línuna ásamt því spiluðu útlendingarnir vel.“ Ágústi fannst leikur Vals ekki vera frábær og hefði viljað sjá sitt lið spila betur á lokakaflanum. „Mér fannst þetta ekki frábær leikur hjá okkur og mér fannst við eiga marga lykilleikmenn inni og þetta var ekki okkar besti leikur. Ég hef sagt það í allan vetur að Fram á eftir að spila betur. Ég veit að þegar Fram og Valur mætast verða leikirnir sérstakir sem ég var undirbúinn fyrir,“ sagði Ágúst Jóhannsson að lokum.
Valur Olís-deild kvenna Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira