Sport

Katar fær að halda enn eitt heims­meistara­mótið árið 2025

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katarbúar hafa fengið að halda mörg heimsmeistaramót á síðustu árum.
Katarbúar hafa fengið að halda mörg heimsmeistaramót á síðustu árum. Getty/Aitor Alcalde

Katarbúar hafa verið duglegir að halda heimsmeistaramót síðustu ár og þeir eru ekki hættir því alþjóðasambönd halda áfram að hunsa mannréttindabrot Katarbúa.

Heimsmeistaramótið í fótbolta stendur nú yfir í Katar eins og frægt er. Nýjasta heimsmeistaramótið til að fara til Katar er HM í borðtennis.

Alþjóða borðtennissambandið samþykkti á ársþingi sínu að senda HM til Katar. Katar hafði betur í baráttunni við spænsku borgina Alicante og fékk 57 atkvæði á móti 39.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt Katar harðlega undanfarin ár fyrir meðferð sína á farandverkafólki og afstöðu sína gagnvart LGBT fólki.

Það breytir því ekki að Katar er enn að tryggja sér heimsmeistaramót á árinu 2022.

HM í borðtennis árið 2025 verður haldið í Katar.

Þar með hefur Katar á undanförnum árum haldið HM í sundi, HM i frjálsum íþróttum, HM í handbolta og svo auðvitað HM í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×