Ræddu um fyrsta stefnumót sitt og fyrstu kynni Meghan og Katrínar Bjarki Sigurðsson skrifar 8. desember 2022 09:33 Fyrstu þættir raunveruleikaþáttaraðar Harry Bretaprins og Meghan Markle voru sýndir í morgun. WireImage/Karwai Fyrstu þrír þættirnir af nýjum raunveruleikaþáttum um líf Harry Bretprins og eiginkonu hans, leikkonunnar Meghan Markle, voru birtir á Netflix í morgun. Breskir miðlar fjalla í dag um fimm sérstök atriði úr þáttunum sem vöktu mikla athygli. Þættirnir bera heitið Harry & Meghan en fyrstu þættirnir voru birtir í morgun og verða næstu þrír aðgengilegir á Netflix eftir viku. Þættirnir eru aðgengilegir á Netflix á Íslandi. Mikill áhugi er á þáttunum, þá sérstaklega í Bretlandi, en þau hjónin eru bæði afar umdeild þar í landi. Harry er yngri sonur Karls III Bretlandskonungs. Hann sagði sig frá öllum konunglegum skyldum sínum stuttu eftir að hann og Meghan gengu í hjónaband. Fimm hlutir úr fyrstu þremur þáttunum hafa vakið sérstaka athygli meðal bresku götupressunnar, The Sun, Mirror, Daily Mail og fleiri miðla. Götumiðlarnir hafa verið einstaklega gagnrýnir á líf hjónanna í gegnum tíðina. Það fyrsta sem vakti athygli fólks var þegar Harry hélt því fram að hann hafi gefið upp allt sem hann átti til þess að vera með Meghan. Þessi orð lét hann falla stuttu eftir að hann sagði sig frá öllum konunglegum störfum. Næsta atriði sem fjallað er um er þegar Harry segir Meghan ekki eiga föður stuttu fyrir brúðkaup þeirra. Eins og frægt er orðið er samband þeirra feðgina ekki gott en hann hefur verið afar gagnrýninn í fjölmiðlum á dóttur sína sem hætti í leiklist til að giftast Harry. Bretar ekki mikið fyrir knús Það þriðja sem fjallað er um er að þau hjónin sýndu áður óséðar myndir af börnum sínum Archie og Lilibet. Lilibet hafa þau haldið fjarri sviðsljósinu síðan hún fæddist í júní á síðasta ári. Meghan með syni þeirra Harrys, Archie, árið 2019.Getty/Toby Melville Fjórða atriðið voru orð Meghan um Katrínu, svilkonu sína og eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Hún ræddi um augnablikið þegar þær hittust í fyrsta sinn. „Ég var berfætt í rifnum gallabuxum. Ég er mikið fyrir knús, ég hef alltaf verið mikið fyrir knús. Ég vissi ekki að það gæti verið erfitt fyrir marga Breta,“ segir Meghan. Katrín og Meghan Markle.Getty/Karwai Tang Því næst gefur hún í skyn að hún hafi ávallt talið að þau formlegheit sem áttu sér stað fyrir framan almenning yrðu sett til hliðar þegar fólk er í einrúmi. En svo er ekki. Formlegheitin eiga við í hverju einasta spjalli við hvern sem er, sama hversu margir eru í kring. Síðasta atriðið sem breska pressan bendir á er að aðdáendur hafi fengið sjaldgæfa innsýn inn í húsið sem Harry og Meghan fluttu í eftir að þau sögðu skilið við konungsfjölskylduna. Um er að ræða risastórt einbýlishús sem aðdáendur hafa lengi beðið eftir að fá að sjá almennilega. Fyrsta stefnumótið Hjónin hafa lofað því að segja frá ástarsögu sinni í næstu þáttum og hafa aðdáendur fengið að sjá smá hluta hennar. Þau hafa sagt frá því þegar þau voru á leið á sitt fyrsta stefnumót. Harry lét Meghan bíða heillengi eftir sér en hann var fastur í umferð á meðan. Hún hélt um tíma að hann væri týpan sem lætur stelpur bíða eftir sér til að vera töffari en Harry vill meina að svo sé ekki. Hann hafi verið afar stressaður og pirraður á því að vera svona seinn. Breska konungsfjölskyldan hefur hingað til neitað að tjá sig um efni þáttanna en í stiklum sem birtar voru fyrr á árinu má sjá hjónin gagnrýna fjölskylduna. Þau atriði voru ekki sýnd í þáttunum í morgun. Kóngafólk Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Bretland Tengdar fréttir Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27. október 2022 11:39 Pabbi Meghan Markle vill í viðtal við Opruh Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, hefur óskað eftir því að fara í viðtal hjá Opruh Winfrey til þess að segja sína hlið af erjum hans við Meghan. Markle afhenti Opruh sjálfur bréf, þar sem hann óskaði eftir viðtalinu. 27. mars 2021 19:04 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þættirnir bera heitið Harry & Meghan en fyrstu þættirnir voru birtir í morgun og verða næstu þrír aðgengilegir á Netflix eftir viku. Þættirnir eru aðgengilegir á Netflix á Íslandi. Mikill áhugi er á þáttunum, þá sérstaklega í Bretlandi, en þau hjónin eru bæði afar umdeild þar í landi. Harry er yngri sonur Karls III Bretlandskonungs. Hann sagði sig frá öllum konunglegum skyldum sínum stuttu eftir að hann og Meghan gengu í hjónaband. Fimm hlutir úr fyrstu þremur þáttunum hafa vakið sérstaka athygli meðal bresku götupressunnar, The Sun, Mirror, Daily Mail og fleiri miðla. Götumiðlarnir hafa verið einstaklega gagnrýnir á líf hjónanna í gegnum tíðina. Það fyrsta sem vakti athygli fólks var þegar Harry hélt því fram að hann hafi gefið upp allt sem hann átti til þess að vera með Meghan. Þessi orð lét hann falla stuttu eftir að hann sagði sig frá öllum konunglegum störfum. Næsta atriði sem fjallað er um er þegar Harry segir Meghan ekki eiga föður stuttu fyrir brúðkaup þeirra. Eins og frægt er orðið er samband þeirra feðgina ekki gott en hann hefur verið afar gagnrýninn í fjölmiðlum á dóttur sína sem hætti í leiklist til að giftast Harry. Bretar ekki mikið fyrir knús Það þriðja sem fjallað er um er að þau hjónin sýndu áður óséðar myndir af börnum sínum Archie og Lilibet. Lilibet hafa þau haldið fjarri sviðsljósinu síðan hún fæddist í júní á síðasta ári. Meghan með syni þeirra Harrys, Archie, árið 2019.Getty/Toby Melville Fjórða atriðið voru orð Meghan um Katrínu, svilkonu sína og eiginkonu Vilhjálms Bretaprins. Hún ræddi um augnablikið þegar þær hittust í fyrsta sinn. „Ég var berfætt í rifnum gallabuxum. Ég er mikið fyrir knús, ég hef alltaf verið mikið fyrir knús. Ég vissi ekki að það gæti verið erfitt fyrir marga Breta,“ segir Meghan. Katrín og Meghan Markle.Getty/Karwai Tang Því næst gefur hún í skyn að hún hafi ávallt talið að þau formlegheit sem áttu sér stað fyrir framan almenning yrðu sett til hliðar þegar fólk er í einrúmi. En svo er ekki. Formlegheitin eiga við í hverju einasta spjalli við hvern sem er, sama hversu margir eru í kring. Síðasta atriðið sem breska pressan bendir á er að aðdáendur hafi fengið sjaldgæfa innsýn inn í húsið sem Harry og Meghan fluttu í eftir að þau sögðu skilið við konungsfjölskylduna. Um er að ræða risastórt einbýlishús sem aðdáendur hafa lengi beðið eftir að fá að sjá almennilega. Fyrsta stefnumótið Hjónin hafa lofað því að segja frá ástarsögu sinni í næstu þáttum og hafa aðdáendur fengið að sjá smá hluta hennar. Þau hafa sagt frá því þegar þau voru á leið á sitt fyrsta stefnumót. Harry lét Meghan bíða heillengi eftir sér en hann var fastur í umferð á meðan. Hún hélt um tíma að hann væri týpan sem lætur stelpur bíða eftir sér til að vera töffari en Harry vill meina að svo sé ekki. Hann hafi verið afar stressaður og pirraður á því að vera svona seinn. Breska konungsfjölskyldan hefur hingað til neitað að tjá sig um efni þáttanna en í stiklum sem birtar voru fyrr á árinu má sjá hjónin gagnrýna fjölskylduna. Þau atriði voru ekki sýnd í þáttunum í morgun.
Kóngafólk Hollywood Bíó og sjónvarp Netflix Bretland Tengdar fréttir Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27. október 2022 11:39 Pabbi Meghan Markle vill í viðtal við Opruh Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, hefur óskað eftir því að fara í viðtal hjá Opruh Winfrey til þess að segja sína hlið af erjum hans við Meghan. Markle afhenti Opruh sjálfur bréf, þar sem hann óskaði eftir viðtalinu. 27. mars 2021 19:04 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Ævisaga „varaskeifunnar“ kemur út 10. janúar Ævisaga Harry Bretaprins og hertoga af Sussex er væntanleg í verslanir 10. janúar næstkomandi. Bókin ber titilinn „Spare“, sem mætti þýða sem „Varaskeifa“ á íslensku en hennar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu. 27. október 2022 11:39
Pabbi Meghan Markle vill í viðtal við Opruh Thomas Markle, faðir Meghan Markle hertogaynju af Sussex, hefur óskað eftir því að fara í viðtal hjá Opruh Winfrey til þess að segja sína hlið af erjum hans við Meghan. Markle afhenti Opruh sjálfur bréf, þar sem hann óskaði eftir viðtalinu. 27. mars 2021 19:04
Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42