„Kannski ágætt fyrir letingja“ en getur valdið miklu tjóni Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. desember 2022 09:01 Framkvæmdastjóri verslunar í bílavörubransanum segir stórvarasamt að nota heitt vatn til að bræða hrím af bílrúðum. Viðskiptavinir hans hafi margir orðið fyrir talsverðu tjóni við slíkar tilraunir. Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna. Veður Samgöngur Bílar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Vetur konungur er mættur og bílstjórar byrjaðir að barma sér. Þeir þurfa nú að grípa til gamals vinar, sköfunnar, á köldum vetrarmorgnum og jafnvel kreditkortsins, ef hart er í ári. Frostið, sem skall á af fullum þunga í höfuðborginni nú í vikunni, hefur skapað líflegar umræður á samfélagsmiðlum um úrbætur. Bent hefur verið á aðrar lausnir en sköfuna; til dæmis að fylla endurlokanlegan plastpoka með heitu vatni og strjúka honum yfir hélaða rúðu, eins og sést í fréttinni sem fylgir hér fyrir ofan. Mælir alls ekki með heitu vatni Algjör töfralausn, að því er virðist. En slík vatnsleikfimi getur verið varasöm, að sögn Hermanns Guðmundssonar, framkvæmdastjóra heildsölunnar Kemi. „Það er ekki gott að gera það, þetta er kannski ágætt fyrir letingja. En ég mæli alls ekki með því að fólk til dæmis helli heitu vatni á rúður. Þær springa og brotna og getur orðið mikið tjón,“ segir Hermann. Hermann Guðmundsson er framkvæmdastjóri heildsölunnar Kemi, þar sem fást ýmsir aukahlutir fyrir bíla. Ýmislegt sé þó hægt að gera til að auðvelda sér lífið. Hermann nefnir sérstakt varnarefni sem sett er fyrirbyggjandi á rúðuna svo klakinn nái ekki haldi á henni, hrímeyði sem úðað er á hrímið sjálft og svo sérstaka rakapúða. „Þú setur þetta bara í mottuna á bílnum eða bara í mælaborðið og hann dregur í sig allan raka og þá er miklu minni móða og klaki sem myndast í bílnum.“ Umtalsvert tjón Kemi selur einnig bílrúður. Hermann segir marga hafa farið illa út úr heitavatnssulli á morgnana. „Það eru mörg dæmi um það og svo skemmirðu líka þéttilista, þannig að tjónið getur verið umtalsvert.“ En til þess að losna algjörlega við alla fyrirhöfnina er líklega eitt ráð sem virkar betur en öll önnur: að skilja bílinn eftir heima og taka strætó, eða jafnvel ganga, í vinnuna.
Veður Samgöngur Bílar Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira