Eygló keppir í 2650 metra hæð á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2022 08:30 Eygló Fanndal Sturludóttir hefur átt frábært ár sem gæti orðið enn betra á þessu móti í Kólumbíu. Instagram/@eyglo_fanndal Eygló Fanndal Sturludóttir er eini íslenski keppandinn á heimsmeistaramótinu í ólympískum lyftingum fer fram í Bogotá í Kólumbíu frá 5. til 16. desember. Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu. Lyftingar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira
Eygló Fanndal er mætt til Kólumbíu en hún mun keppa í 71 kíló flokki á sunnudagskvöldið að staðartíma sem aðfaranótt mánudagsins að íslenskum tíma. Eygló er nýkjörin lyftingakona ársins eftir hreint stórkostlegt ár. Eygló náði hæstu Sinclair stigatölu allra kvenna á árinu 266.9 stig rúmum tíu stigum hærri en Þuríður Erla Helgadóttir sem hampað hefur afrekinu besta lyftingakonan síðustu sjö árin. Eygló varð Íslandsmeistari í mars í -71 kílóa flokki kvenna og einnig stigahæsti kvenn keppandi mótsins. Hún varð í 9.sæti á Evrópumeistaramótinu í lyftingum í -71 kílóa flokki þegar hún lyfti 205 kílóum samanlagt. Hún kórónaði síðan glæsilegt lyftingaár með því að verða Evrópumeistari 23 ára og yngri þegar hún lyfti 97 kílóum í snörun og 120 kílóum í jafnhendingu sem voru ný íslandsmet í jafnhendingu og samanlögðum árangri. Eygló segir frá komu sinni til Bógóta á samfélagsmiðlum en hún er að fara að keppa á sínu öðru heimsmeistaramóti á ferlinum. Eygló talar þar um að Bógóta sé borg sem situr í 2650 metra hæð yfir sjávarmáli og hún þurfi því daga til að venjast þynnra andrúmslofti. View this post on Instagram A post shared by Eyglo Fanndal Sturludo ttir (@eyglo_fanndal) Hvannadalshnúkur á Öræfajökli er hæsti tindur Íslands en hann er bara í 2110 metra hæð eða fimm hundruð metrum neðar en þar sem Eygló keppir. Það er því eins og hún sé að fara að keppa ofan á Ingólfsfjalli (551 metrar) sem er ofan á Hvannadalshnúk (2.110 metrar). Alls eru 39 keppendur í -71kg flokknum hennar Eyglóar og er þeim raðað niður í fjóra keppnishópa (A,B,C og D) sem byggja á skráningarþyngd (entry total) sem er sú þyng sem keppandi skráir sig með inn í mótið í samanlögðum árangri úr snörun og jafnhendingu. Það þarf í raun ekki að byggja á raunverulegum árangri í keppni. Sem dæmi er að Eygló lyfti 217 kílóum samanlagt þegar hún varð Evrópumeistari U23 ára 16. október síðastliðinn en hún skráir 221 kíló í skráningarþyngd. Eygló keppti í fyrsta sinn á heimsmeistaramótinu 2021 í Tashkent í Úsbekistan og lyfti þar 202 kílóum sem var nýtt persónulegt met. Hún hefur því bætt árangur sinn um fimmtán kíló á árinu 2022 og skipað sér í flokk með allra bestu lyftingakonum í Evrópu.
Lyftingar Mest lesið Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Golf Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal Fótbolti Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Fótbolti Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Fótbolti Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Fótbolti Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Formúla 1 Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Enski boltinn „Heimskuleg taktík hjá mér“ Körfubolti Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Körfubolti „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Fótbolti Fleiri fréttir Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Ronaldo svaraði Heimi og sagði hann sniðugan Sjáðu Glódísi Perlu tryggja sigur á Evrópumeisturum í tímamótaleik Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking Aserar áhugalitlir og völlurinn hálftómur „Veit ekki alveg hvort þetta standist lög og reglur“ Óli Jó segir að Geir hafi rekið hann þrisvar Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona EM án Anfield og Old Trafford byrjar í Wales og endar á Wembley Heimir spurður hvort að enn stafi ógn af Ronaldo Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Dagskráin í dag: Mikilvægur landsleikur Íslands Sigurmark Glódísar olli sögulegu tapi Arsenal „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi „Við eigum ennþá möguleika“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Martin stoðsendingahæstur í sigri Sjálfsmark Cecilíu skildi á milli í tapi Inter Glódís hetjan í ótrúlegum sigri á Arsenal Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Arna Sif aftur heim Leiðin á HM: Þetta er hálfpartinn eins og á Manhattan Sjá meira