Umfjöllun: KA - Haukar 28-29 | Haukar fara með sætan sigur í farteskinu í jólafríið Hjörvar Ólafsson skrifar 10. desember 2022 17:54 FH - Haukar. Olís deild karla vetur 2022 handbolti HSÍ. Haukar fóru með sigur af hólmi, 28-29, þegar liðið atti kappi við KA-menn í Olís deild karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Það voru Haukar sem hófu leikinn betur og komust mest fimm mörkum yfir, 11-6, um miðjan fyrri hálfleikinn. KA-menn hófu leikinn í framliggjandi 3-3 vörn og það útspil gekk ekkert sérstaklega vel. Í kjölfar þess að KA skipti yfir í 6-0 vörn og þétti varnarleik sinn komust heimamenn inn í leikinn. Bruno Bernat fór að klukka bolta í marki KA og Dagur Gautason var trekk í trekk fyrstur fram og skilaði boltanum í netið. Þegar fyrri hálfleik lauk munaði einu marki á liðunum en gestirnir leiddu 14-15 þegar seinni hálfleikurinn fór af stað. Jafnt var á öllum tölum í seinni hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þegar yfir lauk voru það Haukar sem voru yfir á þeim tímapunkti sem mestu máli skipti. Andri Már Rúnarsson skoraði markið sem skildi liðin að en Einar Rafn Eiðsson skaut í varnarmúr Hauka í lokasókn heimaliðsins. Af hverju unnu Haukar? Í raun var það lítið sem ekkert sem skildi liðin að í þessum leik og í raun bara stöngin inn hjá Haukaliðinu en út hjá KA-mönnum. Þetta var þriðji sigur Hauka í röð en liðið situr í sjöttta til sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig likt og Stjarnan. Haukar hafa spilað 13 leiki en Stjörnumenn hafa hins vegar halað inn stigin sín í 12 leikjum. KA og Grótta hafa hvort um sig níu stig í níunda til tíunda sæti en Selfoss er í því áttunda með 11 stig. Hverjir sköruðu fram úr? Guðmundur Bragi Ásþórsson og Einar Rafn náðu eðlilega ekki að halda uppteknum hætti frá síðustu leikjum liðanna en þeir drógu þó vagninn í sóknarleik sinna manna. Þá voru Heimir Öli Heimisson og Dagur Gautason öflfugir. Bruno Bernat var fínn í marki KA og Nicholas Satchwell átti góða innkomu í mark heimamanna undir lok leiksins. Hvað gekk illa? KA hefði hálfa mínútu til þess að skapa sér gott færi og jafna metin í lokasók sinni en það var í raun enginn sem tók af skarið og kom sér í möguleika til þess að verða hetjan. Að lokum var það skot Einars Rafns úr aukakasti þegear leiktíminn var runninn út sem geigaði og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Leikmenn og forráðamenn liðanna geta nú farið að undirbúa hátíð ljóss og friðar þar sem liðin eru komin í jólafrí. Næsti leikur þessara liða er sunnudaginn 5. febrúar en KA fær þá Hörð í heimsókn á meðan Haukar sækja Selfoss heim. Olís-deild karla KA Haukar
Haukar fóru með sigur af hólmi, 28-29, þegar liðið atti kappi við KA-menn í Olís deild karla í handbolta í KA-heimilinu á Akureyri í dag. Það voru Haukar sem hófu leikinn betur og komust mest fimm mörkum yfir, 11-6, um miðjan fyrri hálfleikinn. KA-menn hófu leikinn í framliggjandi 3-3 vörn og það útspil gekk ekkert sérstaklega vel. Í kjölfar þess að KA skipti yfir í 6-0 vörn og þétti varnarleik sinn komust heimamenn inn í leikinn. Bruno Bernat fór að klukka bolta í marki KA og Dagur Gautason var trekk í trekk fyrstur fram og skilaði boltanum í netið. Þegar fyrri hálfleik lauk munaði einu marki á liðunum en gestirnir leiddu 14-15 þegar seinni hálfleikurinn fór af stað. Jafnt var á öllum tölum í seinni hálfleik og liðin skiptust á að hafa forystuna. Þegar yfir lauk voru það Haukar sem voru yfir á þeim tímapunkti sem mestu máli skipti. Andri Már Rúnarsson skoraði markið sem skildi liðin að en Einar Rafn Eiðsson skaut í varnarmúr Hauka í lokasókn heimaliðsins. Af hverju unnu Haukar? Í raun var það lítið sem ekkert sem skildi liðin að í þessum leik og í raun bara stöngin inn hjá Haukaliðinu en út hjá KA-mönnum. Þetta var þriðji sigur Hauka í röð en liðið situr í sjöttta til sjöunda sæti deildarinnar með 13 stig likt og Stjarnan. Haukar hafa spilað 13 leiki en Stjörnumenn hafa hins vegar halað inn stigin sín í 12 leikjum. KA og Grótta hafa hvort um sig níu stig í níunda til tíunda sæti en Selfoss er í því áttunda með 11 stig. Hverjir sköruðu fram úr? Guðmundur Bragi Ásþórsson og Einar Rafn náðu eðlilega ekki að halda uppteknum hætti frá síðustu leikjum liðanna en þeir drógu þó vagninn í sóknarleik sinna manna. Þá voru Heimir Öli Heimisson og Dagur Gautason öflfugir. Bruno Bernat var fínn í marki KA og Nicholas Satchwell átti góða innkomu í mark heimamanna undir lok leiksins. Hvað gekk illa? KA hefði hálfa mínútu til þess að skapa sér gott færi og jafna metin í lokasók sinni en það var í raun enginn sem tók af skarið og kom sér í möguleika til þess að verða hetjan. Að lokum var það skot Einars Rafns úr aukakasti þegear leiktíminn var runninn út sem geigaði og því fór sem fór. Hvað gerist næst? Leikmenn og forráðamenn liðanna geta nú farið að undirbúa hátíð ljóss og friðar þar sem liðin eru komin í jólafrí. Næsti leikur þessara liða er sunnudaginn 5. febrúar en KA fær þá Hörð í heimsókn á meðan Haukar sækja Selfoss heim.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti