Lokasóknin: „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. desember 2022 23:31 Eiríkur Stefán Ásgeirsson lét vel í sér heyra þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, gaf í skyn að Kirk Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. Vísir/Stöð 2 Sport Strákarnir í Lokasókninni fóru um víðan völl eins og svo oft áður í síðasta þætti þegar Andri Ólafsson, stjórnandi þáttarins, bar upp Stóru spurningarnar. Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NFL Lokasóknin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira
Andri hóf þennan vinsæla lið á því að velta fyrir sér hvað lið San Fransisco 49ers ætti að gera til að fylla í leikstjórnendastöðuna nú þegar Jimmy Garoppolo er að glíma við meiðsli. 49ers á möguleika á að lyfta þeim stóra í vor, en nú þegar leikstjórnandinn er úr leik verður það verkefni erfiðara. Henry Birgir Gunnarsson benti á Brock Purdy, sem nú þegar er hjá liðinu, en sagðist alls ekki vilja sjá Baker Mayfield, leikstjórnanda Los Angeles Rams nálægt liðinu. Eiríkur Stefán Ásgeirsson var sammála kollega sínum varðandi Purdy, en spurði sig þó af hverju liðið ætti ekki að skoða Baker Mayfield. Andri reyndi svo að selja strákunum þá hugmynd að Kirk Cousins, leikstjórnandi Minnesota Vikings, væri efni í að vera valinn besti leikmaður deildarinnar. Það fór hins vegar illa í þá félaga, eins og má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Lokasóknin: Stóru spurningarnar „Mig langar alveg rosalega að segja já, en ég ætla að segja nei,“ sagði Henry Birgir. „Hann er með 18 snertimörk, níu tapaða bolta, „rating-ið“ er ekki nema 88. Hann er bara í tíunda sæti yfir flesta jarda og hann er með þúsund færri jarda en Patrick Mahomes og tólf snertimörkum á eftir. Ég reyni stundum að „bullshita“ mig eitthvað áfram, en ég bara get það ekki núna.“ Eiríkur varð hins vegar öllu æstari og vildi meina að liðsfélagar Cousins væru að láta hann líta vel út. „Er það? Er hann ekki bara umkringur frábærum leikmönnum sem eru að byggja hann upp?“ spurði Eiríkur þegar Andri gaf í skyn að Cousins væri að eiga tímabil lífs síns. „Þegar þú ert það vonlaus karakter að þú þarft einhverja múnderingu frá liðsfélögunum til að byggja upp þá ertu ekki á réttri leið í lífinu.“ „Hann er með jafn mikinn persónuleika og þessi pappírsörk hérna,“ sagði Eiríkur nokkuð reiður yfir þessu öllu saman. Þá veltu strákarnir einnig fyrir sér hvort Las Vegas Raiders væri á leið í úrslitakeppnina og hvaða lið væri með besta hlauparaparið í deildinni. Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lokasóknin er vikulegur þáttur um NFL-deildina sem er sýndur á Stöð 2 Sport 2 á þriðjudögum. NFL-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NFL Lokasóknin Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Younghoe sparkað burt Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Sjá meira