Bróðir blaðamannsins sem lést í Katar telur að hann hafi verið myrtur Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. desember 2022 11:01 Grant Wahl var meðal þeirra sem var heiðraður fyrir HM þar sem hann hafði fjallað um 8 eða fleiri heimsmeistaramót á ferli sínum sem blaðamaður. Brendan Moran/FIFA Bandaríski íþróttablaðamaðurinn Grant Wahl lést í gær 48 ára að aldri. Hann var í Katar að fjalla um HM í fótbolta og hneig niður í leik Argentínu og Hollands. Bróðir hans, Erik Wahl, segir að Grant hafi verið við hestaheilsu og telur að bróðir sinn hafi verið myrtur. Grant Wahl komst í heimsfréttirnar þegar hann mætti á leik Bandaríkjanna og Wales í riðlakeppni HM í regnbogabol. Honum var meinað aðgengi að vellinum og sagt að hann mætti ekki klæðast bol með regnboga á. Hann var í kjölfarið í haldi lögreglu í tæpan hálftíma sem og síminn hans var tekinn af honum. Free to read: What happened when Qatar World Cup security detained me for 25 minutes for wearing a t-shirt supporting LGBTQ rights, forcibly took my phone and angrily demanded that I remove my t-shirt to enter the stadium. (I refused.) Story: https://t.co/JKpXXETDkH pic.twitter.com/HEjr0xzxU5— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) November 21, 2022 Á fimmtudag, degi áður en hann hneig niður, þá hafði Wahl birt frétt þess efnis að stjórnarmönnum í Katar væri hreinlega alveg sama þó verkafólk þar í landi væri að láta lífið vegna HM. NEW: World Cup Daily, Day 25. They just don't care. Qatari World Cup organizers don't even hide their apathy over migrant worker deaths, including the most recent one.https://t.co/WEKoMdSm3J— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) December 8, 2022 Grant var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik, sem er samkynhneigður og segist vera ástæðan fyrir því að Grant mætti í regnbogabolnum, er viss um að bróðir sinn hafi verið myrtur. Hann segir í tilfinningaþrungnu myndbandi á samfélagsmiðlum að Grant hafi fengið morðhótanir eftir atvikið. Absolutely bone chilling stuff Soccer journalist Grant Wahl who was kicked out of a stadium in QATAR for this shirt has reportedly collapsed and passed away during the Argentina game todayHis brother says on Instagram that Grant was fully healthy & believes there s foul play pic.twitter.com/t47C2XfuVl— JACK SETTLEMAN (@jacksettleman) December 10, 2022 „Ég heiti Erik Wahl. Ég bý í Seattle, Washington og er bróðir Grants Wahl. Ég er samkynhneigður, ég er ástæðan fyrir því að hann var í regnbogabolnum á HM. Bróðir minn var heilsuhraustur og hann sagði mér að hann hefði fengið morðhótanir. Ég trúi ekki að bróðir minn hafi bara dáið, ég trúi að hann hafi verið myrtur og bið bara um einhverja hjálp.“ Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann. Fótbolti HM 2022 í Katar Andlát Tengdar fréttir Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Grant Wahl komst í heimsfréttirnar þegar hann mætti á leik Bandaríkjanna og Wales í riðlakeppni HM í regnbogabol. Honum var meinað aðgengi að vellinum og sagt að hann mætti ekki klæðast bol með regnboga á. Hann var í kjölfarið í haldi lögreglu í tæpan hálftíma sem og síminn hans var tekinn af honum. Free to read: What happened when Qatar World Cup security detained me for 25 minutes for wearing a t-shirt supporting LGBTQ rights, forcibly took my phone and angrily demanded that I remove my t-shirt to enter the stadium. (I refused.) Story: https://t.co/JKpXXETDkH pic.twitter.com/HEjr0xzxU5— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) November 21, 2022 Á fimmtudag, degi áður en hann hneig niður, þá hafði Wahl birt frétt þess efnis að stjórnarmönnum í Katar væri hreinlega alveg sama þó verkafólk þar í landi væri að láta lífið vegna HM. NEW: World Cup Daily, Day 25. They just don't care. Qatari World Cup organizers don't even hide their apathy over migrant worker deaths, including the most recent one.https://t.co/WEKoMdSm3J— Subscribe to GrantWahl.com (@GrantWahl) December 8, 2022 Grant var virkur á Twitter yfir leik Argentínu og Hollands. Setti hann inn ýmsar færslur um leikinn þangað til hann hneig niður og lést þegar leikurinn var kominn í framlengingu. Grant hafði verið að glíma við lungnabólgu í rúma viku en bróðir hans, Erik Wahl, trúir hreinlega ekki að hún hafi dregið bróðir sinn til dauða. Erik, sem er samkynhneigður og segist vera ástæðan fyrir því að Grant mætti í regnbogabolnum, er viss um að bróðir sinn hafi verið myrtur. Hann segir í tilfinningaþrungnu myndbandi á samfélagsmiðlum að Grant hafi fengið morðhótanir eftir atvikið. Absolutely bone chilling stuff Soccer journalist Grant Wahl who was kicked out of a stadium in QATAR for this shirt has reportedly collapsed and passed away during the Argentina game todayHis brother says on Instagram that Grant was fully healthy & believes there s foul play pic.twitter.com/t47C2XfuVl— JACK SETTLEMAN (@jacksettleman) December 10, 2022 „Ég heiti Erik Wahl. Ég bý í Seattle, Washington og er bróðir Grants Wahl. Ég er samkynhneigður, ég er ástæðan fyrir því að hann var í regnbogabolnum á HM. Bróðir minn var heilsuhraustur og hann sagði mér að hann hefði fengið morðhótanir. Ég trúi ekki að bróðir minn hafi bara dáið, ég trúi að hann hafi verið myrtur og bið bara um einhverja hjálp.“ Dánarorsök er ekki ljós að svo stöddu en Grant var úrskurðaður látinn við komuna á Hamad General-spítalann.
Fótbolti HM 2022 í Katar Andlát Tengdar fréttir Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11 Mest lesið Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Enski boltinn Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Gæti mætt mömmu sinni á EM Sport Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Körfubolti Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Breska frjálsíþróttasambandið ákært fyrir manndráp Sport Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Enski boltinn Fleiri fréttir Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Sjá meira
Blaðamaður sem mótmælti regnbogareglum á HM er látinn Bandaríski blaðamaðurinn Grant Wahl er látinn, 49 ára að aldri. Hann var staddur í Katar til að færa fréttir af Heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fer fram þar um þessar mundir. Hann hneig niður er hann var að fylgjast með leik Argentínu og Hollands í gær. 10. desember 2022 08:11