Ten Hag: Við vildum halda Ronaldo Atli Arason skrifar 11. desember 2022 07:01 Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo saman á hliðarlínunni í leik Manchester United og Southampton í ágúst, fyrr á þessu ári. Getty Images Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, segir það hafa verið ákvörðun Ronaldo að yfirgefa félagið. Ten Hag hefði sjálfur verið til í að hafa Ronaldo lengur hjá félaginu, þangað til hann fór í viðtalið umdeilda við Piers Morgan. „Við vildum að hann væri hluti af verkefninu, að hann myndi leggja sig fram fyrir Manchester United af því að hann er framúrskarandi leikmaður. Hann hefur frábæra sögu en núna er það allt í fortíðinni og við þurfum að horfa til framtíðar. Ég vil ekki eyða orku minni í svona lagað en ég gerði allt í mínu valdi til þess að færa hann nær liðinu vegna þess að ég met hans hæfileika,“ sagði Ten Hag við MUTV. Manchester Evening News birti í gær afrit af því sem Ten Hag hefur sagt við bresku pressuna nýlega um brottför Ronaldo frá félaginu. „Ég vildi hafa hann hjá félaginu frá því ég kom og þangað til núna. Hann vildi fara, það var frekar augljóst. Þegar leikmaður vill ekki vera hluti af félaginu þá þarf hann að fara, það fer ekki á milli mála.“ Bæði Ronaldo og Manchester United komust að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi leikmannsins eftir að viðtal Ronaldo við Morgan gert opinbert. Aðspurður að því hvort það hafi verið ákvörðun Ten Hag, eða einhvers ofar í goggunarröðinni hjá Manchester United, að rifta samningi Ronaldo segir Ten Hag það hafi ekki einu sinni þurft að ræða það. „Við þurftum ekki að ræða málið frekar. Það var var augljóst fyrir mér, Richard [Arnold, framkvæmdarstjóri United] og John [Murtough, yfirmann knattspyrnumála] að hann yrði að fara frá félaginu eftir viðtalið.“ Ten Hag segir að Ronaldo hafi aldrei talað við sig um að hann vildi yfirgefa félagið. „Þetta viðtal sem hann [Ronaldo] fór í, sem knattspyrnufélag þá getur þú ekki samþykkt svona lagað. Það verða að vera afleiðingar og hann vissi alveg það yrðu afleiðingar. Áður en hann fór í viðtalið sagði hann ekkert við mig. Hann sagði aldrei við mig að hann vildi fara.“ Síðasta sumar voru ýmsir fjölmiðlar að greina frá því að Ronaldo vildi yfirgefa United í félagaskiptaglugganum. Ten Hag segir að Ronaldo vildi ekki yfirgefa félagið þá. „Við töluðum saman í sumar. Hann sagði við mig þá að hann myndi láta mig vita eftir viku hvort hann vildi vera áfram eða ekki. Svo kom hann aftur og sagðist vilja vera áfram. Þangað til þetta viðtal var birt hafði ég ekki heyrt neitt annað,“ sagði Ten Hag og bætir við að hann hefði glaður vilja njóta krafta Ronaldo hjá Manchester United. „Síðasta tímabil skoraði hann 24 mörk, hvað er það sem liðið okkar vantar? Okkur vantar mörk.“ Knattspyrnustjórinn hefur ekki talað við Ronaldo eftir að viðtalið umtalaða var gert opinbert en hann segist samt ekki hafa horn í síðu Ronaldo og væri meira en tilbúinn að ræða við hann síðar. Hollendingurinn segist ekki hafa verið í einhverskonar valdabaráttu við Ronaldo en Ten Hag krefst þess að allir hjá félaginu séu að róa í sömu átt. „Til þess að knattspyrnufélag geti náð árangri þurfa allir áhrifavaldar innan félagsins að vera á sömu blaðsíðu og styðja hvorn annan. Það er eina leiðin til þess að félagið geti starfað og náð árangri,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. Afrit af viðtalinu í heild má lesa með því að smella hér. Ten Hag: "I wanted him Ronaldo to stay from the first moment until now. He wanted to leave - but before the interview, he never told me anything". 🔴 #MUFC"In summer Cristiano said: I will tell you in seven days if I want to stay. Then he came back and said: I want to stay". pic.twitter.com/NFNG5FHDSA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 10, 2022 Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 „Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01 Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18. nóvember 2022 07:30 United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18. nóvember 2022 13:00 Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. 22. nóvember 2022 17:43 „Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. 22. nóvember 2022 23:30 Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. 23. nóvember 2022 09:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
„Við vildum að hann væri hluti af verkefninu, að hann myndi leggja sig fram fyrir Manchester United af því að hann er framúrskarandi leikmaður. Hann hefur frábæra sögu en núna er það allt í fortíðinni og við þurfum að horfa til framtíðar. Ég vil ekki eyða orku minni í svona lagað en ég gerði allt í mínu valdi til þess að færa hann nær liðinu vegna þess að ég met hans hæfileika,“ sagði Ten Hag við MUTV. Manchester Evening News birti í gær afrit af því sem Ten Hag hefur sagt við bresku pressuna nýlega um brottför Ronaldo frá félaginu. „Ég vildi hafa hann hjá félaginu frá því ég kom og þangað til núna. Hann vildi fara, það var frekar augljóst. Þegar leikmaður vill ekki vera hluti af félaginu þá þarf hann að fara, það fer ekki á milli mála.“ Bæði Ronaldo og Manchester United komust að sameiginlegri niðurstöðu um að rifta samningi leikmannsins eftir að viðtal Ronaldo við Morgan gert opinbert. Aðspurður að því hvort það hafi verið ákvörðun Ten Hag, eða einhvers ofar í goggunarröðinni hjá Manchester United, að rifta samningi Ronaldo segir Ten Hag það hafi ekki einu sinni þurft að ræða það. „Við þurftum ekki að ræða málið frekar. Það var var augljóst fyrir mér, Richard [Arnold, framkvæmdarstjóri United] og John [Murtough, yfirmann knattspyrnumála] að hann yrði að fara frá félaginu eftir viðtalið.“ Ten Hag segir að Ronaldo hafi aldrei talað við sig um að hann vildi yfirgefa félagið. „Þetta viðtal sem hann [Ronaldo] fór í, sem knattspyrnufélag þá getur þú ekki samþykkt svona lagað. Það verða að vera afleiðingar og hann vissi alveg það yrðu afleiðingar. Áður en hann fór í viðtalið sagði hann ekkert við mig. Hann sagði aldrei við mig að hann vildi fara.“ Síðasta sumar voru ýmsir fjölmiðlar að greina frá því að Ronaldo vildi yfirgefa United í félagaskiptaglugganum. Ten Hag segir að Ronaldo vildi ekki yfirgefa félagið þá. „Við töluðum saman í sumar. Hann sagði við mig þá að hann myndi láta mig vita eftir viku hvort hann vildi vera áfram eða ekki. Svo kom hann aftur og sagðist vilja vera áfram. Þangað til þetta viðtal var birt hafði ég ekki heyrt neitt annað,“ sagði Ten Hag og bætir við að hann hefði glaður vilja njóta krafta Ronaldo hjá Manchester United. „Síðasta tímabil skoraði hann 24 mörk, hvað er það sem liðið okkar vantar? Okkur vantar mörk.“ Knattspyrnustjórinn hefur ekki talað við Ronaldo eftir að viðtalið umtalaða var gert opinbert en hann segist samt ekki hafa horn í síðu Ronaldo og væri meira en tilbúinn að ræða við hann síðar. Hollendingurinn segist ekki hafa verið í einhverskonar valdabaráttu við Ronaldo en Ten Hag krefst þess að allir hjá félaginu séu að róa í sömu átt. „Til þess að knattspyrnufélag geti náð árangri þurfa allir áhrifavaldar innan félagsins að vera á sömu blaðsíðu og styðja hvorn annan. Það er eina leiðin til þess að félagið geti starfað og náð árangri,“ sagði Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United. Afrit af viðtalinu í heild má lesa með því að smella hér. Ten Hag: "I wanted him Ronaldo to stay from the first moment until now. He wanted to leave - but before the interview, he never told me anything". 🔴 #MUFC"In summer Cristiano said: I will tell you in seven days if I want to stay. Then he came back and said: I want to stay". pic.twitter.com/NFNG5FHDSA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 10, 2022
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05 Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30 Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31 „Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01 Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18. nóvember 2022 07:30 United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18. nóvember 2022 13:00 Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. 22. nóvember 2022 17:43 „Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. 22. nóvember 2022 23:30 Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. 23. nóvember 2022 09:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti Porto lagði Val í Portúgal Handbolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Fleiri fréttir „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Sjá meira
Segir að United hafi svikið sig og hann beri enga virðingu fyrir þjálfaranum Portúgalska stórstjarnan Cristiano Ronaldo segir að sér finnist Manchester United hafa svikið sig eftir að hann gekk aftur í raðir félagsins. Hann segir að félagið hafi reynt að bola sér út og að hann beri enga virðingu fyrir Erik ten Hag, knattspyrnustjóra félagsins. 13. nóvember 2022 23:05
Reiðir og sárir út í Ronaldo Ráðamenn og leikmenn Manchester United eru reiðir og telja sig illa svikna vegna viðtalsins sem Cristiano Ronaldo fór í. Brot úr viðtalinu fóru að birtast skömmu eftir leik við Fulham í gær sem Ronaldo sagðist of veikur til að ferðast í. 14. nóvember 2022 09:30
Man Utd leitar lögfræðiaðstoðar áður en það tjáir sig um Ronaldo Manchester United mun ekki tjá sig opinberlega um viðtalið sem Cristiano Ronaldo fór í fyrr en félagið hefur ráðfært sig við lögfræðinga. Þetta kemur fram á Sky Sports. 14. nóvember 2022 20:31
„Engin leið til baka fyrir Ronaldo“ Gary Neville fékk sinn skerf af gagnrýni frá Cristiano Ronaldo í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. Neville segir að Ronaldo eigi ekki afturkvæmt hjá United og segist ekki vera á móti Portúgalanum. 17. nóvember 2022 18:01
Ronaldo svaraði því af hverju hann hafnaði boði um hæstu laun sögunnar Cristiano Ronaldo heldur því fram í viðtalinu umtalaða við Piers Morgan að hann hafi verið „mjög ánægður“ hjá Manchester United í sumar og séð fram á spennandi leiktíð. 18. nóvember 2022 07:30
United íhugar að reka Ronaldo Manchester United vinnur nú að því að reka Cristiano Ronaldo frá félaginu. Portúgalinn gerði sem kunnugt er allt vitlaust með viðtalinu umtalaða við Piers Morgan. 18. nóvember 2022 13:00
Ronaldo yfirgefur United Portúgalski knattspyrnumaðurinn Cristiano Ronaldo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United. 22. nóvember 2022 17:43
„Finnst eins og þetta sé rétti tíminn fyrir mig að leita að nýrri áskorun“ Cristiano Ronaldo sendi frá sér stuttorða yfirlýsingu fyrr í kvöld eftir að hann og Manchester United komust að samkomulagi að því að rifta samningi leikmannsins. Hann segist enn elska félagið og stuðningsmennina, en að tími hafi verið kominn á breytingar. 22. nóvember 2022 23:30
Man. Utd sparar sér 2,9 milljarða með því að losna við Cristiano Ronaldo strax Cristiano Ronaldo gerði Manchester United þann greiða að krefjast þess ekki að fá starfslokasamning hjá enska félaginu. 23. nóvember 2022 09:15