Léttur og ljúfur dýrðarstaður með ítalskan sjarma Bjarki Sigurðsson skrifar 13. desember 2022 08:01 Alfa Romeo Giulia er ítölsk glæsikerra sem flesta dreymir um. Vísir/James Bílaþættirnir Tork gaur halda áfram á Vísi í dag. Í tíunda þætti er Alfa Romeo Giulia tekinn fyrir. James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Bíllinn sem hann keyrir í þættinum er einn af þremur á landinu og er einn af draumabílum James. Þetta er í fyrsta sinn sem hann keyrir Alfa Romeo bíl. Hann segir flestir bílaþáttastjórnendur segi bílinn vera alveg frábæran. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork Gaur - Alfa Romeo „Það er engu logið um það hversu vel bíllinn keyrir, aksturseiginleikar hans. Það er oft babblað um einhvern ítalskan sjarma og liðleika og svoleiðis, en það er nákvæmlega það. Það er ekkert babbl, það bara algjör sannleikur í því öllu,“ segir James um bílinn. Bíllinn er léttur og mjúkur þegar maður keyrir hann. Hann er 170 hestöfl og með díselvél. James segir að það hljómi ekki spennandi en eftir að hafa prófað að keyra hann spyr hann sig hvort Ítalirnir telji hestöflin eitthvað öðruvísi en aðrir. Bíllinn skapar þó ákveðinn vanda fyrir James. Eftir að hafa keyrt hann langar hann til að kaupa einn slíkan. Hann segist oft hafa fengið þessa löngun áður en aldrei jafn mikla fyrr en nú. James spyr hvernig í ósköpunum hann eigi að sannfæra konuna sína um að þau þurfi að kaupa sér svona bíl. Tork gaur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent
James Einar Becker er stjórnandi þáttanna, Tork gaurinn sjálfur. Bíllinn sem hann keyrir í þættinum er einn af þremur á landinu og er einn af draumabílum James. Þetta er í fyrsta sinn sem hann keyrir Alfa Romeo bíl. Hann segir flestir bílaþáttastjórnendur segi bílinn vera alveg frábæran. Hægt er að sjá þáttinn í spilaranum hér fyrir neðan, en sjá má fyrri þætti hér. Klippa: Tork Gaur - Alfa Romeo „Það er engu logið um það hversu vel bíllinn keyrir, aksturseiginleikar hans. Það er oft babblað um einhvern ítalskan sjarma og liðleika og svoleiðis, en það er nákvæmlega það. Það er ekkert babbl, það bara algjör sannleikur í því öllu,“ segir James um bílinn. Bíllinn er léttur og mjúkur þegar maður keyrir hann. Hann er 170 hestöfl og með díselvél. James segir að það hljómi ekki spennandi en eftir að hafa prófað að keyra hann spyr hann sig hvort Ítalirnir telji hestöflin eitthvað öðruvísi en aðrir. Bíllinn skapar þó ákveðinn vanda fyrir James. Eftir að hafa keyrt hann langar hann til að kaupa einn slíkan. Hann segist oft hafa fengið þessa löngun áður en aldrei jafn mikla fyrr en nú. James spyr hvernig í ósköpunum hann eigi að sannfæra konuna sína um að þau þurfi að kaupa sér svona bíl.
Tork gaur Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent