Snjóbyssurnar koma sér vel Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. desember 2022 07:00 Snjóframleiðsluvél, eða snjóbyssa, á skíðasvæði Dalvíkur. Eins og sjá má er ekkert sérstaklega mikill snjór á skíðasvæðinu sem stendur. Hörkufrost er hins vegar í vændum og því ætti að vera hægt að láta snjóbyssurnar ganga næstu daga. Visir/Tryggvi Forsvarsmenn skíðasvæða við Eyjafjörð fagna fyrsta alvöru vetrarsnjónum, sem er farinn að láta sjá sig. Veturinn hefur verið snjóléttur með eindæmum og svokallaðar snjóbyssur koma sér vel núna. Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“ Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira
Það hefur ekki snjóað mikið á Norðurlandi þennan veturinn þó að hann hafi látið sjá sig síðustu daga. Þetta sést til dæmis glögglega á skíðasvæði Dalvíkinga, þar sem enn sést í lyng og gróður í brekkunum. „Þetta er nú það minnsta sem ég hef séð á þessum árstíma í svolítið langan tíma. En þetta er bara svona. Við ráðum þessu ekki,“ segir Hörður Finnbogason, framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur þegar fréttamaður leit við á Dalvík í síðustu viku. f „Ég bara man ekki eftir jafn mildu hausti í rauninni. Ein einhver smá prumplægð en annars bara blíða. Þetta er búið að vera mjög gott fyrir alla nema okkur, held ég.“ Þá kemur sér vel að geta framleitt snjó með snjóbyssum sem raðað er upp eftir brekkunum. „Við erum búin að bíða núna eins og spenntur rottubogi eftir að það væri undir -4. Það er svona það sem við miðum við. Það gerðist núna loksins fyrir tveimur dögum og þá settum við í gang og bara búið að ganga fínt,“ segir Hörður. Hörður Finnbogason er framkvæmdastjóri Skíðafélags Dalvíkur.Vísir/Tryggvi Þrátt fyrir að Dalvík sé annáluð snjókista þá skipta þessar snjóframleiðsuvélar sköpum fyrir skíðasvæðið. „Það er bara þannig að það væri nú sennilega ekkert mikil skíðaiðkun hérna, eigum við að segja síðustu tíu fimmtán, árin nema fyrir snjóbyssurnar. Við þurfum þær til að koma okkur af stað og þær svona tryggja það að við getum skíðað, alveg pottþétt,“ segir Hörður. Bestu samlokurnar, að eigin sögn Skíðasvæðið á Dalvík nýtur vaxandi vinsælda, ekki síst á meðal þeirra sem vilja sleppa við raðirnar í Hlíðarfjalli við Akureyri. Framkvæmdastjórinn segir kosti skíðasvæðisins enda vera marga. „Það er alltaf besta veðrið hérna, það er númer eitt. Lognið á lögheimili á Dalvík. Ég er reyndar Akureyringur sjálfur en mér var sagt þetta þegar ég byrjaði að vinna hérna og þetta er reyndar satt hjá þeim. Svo líka stöndum við hérna lágt og það er þægilegt hitasig, barnvænar brekkur og annað. Bestu samlokurnar.“
Dalvíkurbyggð Skíðasvæði Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Fleiri fréttir „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Sjá meira