Tíminn og hafið Gunnar Hnefill Örlygsson skrifar 12. desember 2022 16:31 Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hnefill Örlygsson Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Fyrir tíu árum þennan dag, var ég einn á heimleið norður í jólafrí. Í þann mund sem ég er að byrja að brölta upp Öxnadalsheiðina er mér allt í einu hugsað til frænda míns, að ég verði að hringja í hann þegar heim er komið. Í sömu andrá sé ég einstaklega fallegt stjörnuhrap. Það sem ég vissi ekki þá, var að okkar síðasta samverustund og samtal væri þegar búið að eiga sér stað. Að samtímis þessum hugsunum mínum var frændi minn í köldu hafinu norður af landi að kveðja þessa jarðvist, eftir að hafa fallið útbyrðis af togara sem hann var stýrimaður á. Togara sem við frændur höfum nokkrum árum fyrr starfað saman á. Að mögulega var þetta fallega stjörnuhrap á himni það síðasta í lífinu sem við frændur sáum saman, í sitt hvoru lagi. Þremur árum fyrr var ég í framkvæmdum á æskuheimili mínu, þar innst inni í geymslunni fann ég sjóstígvél. Þegar ég tók þau upp var eins og hugur minn færi í tímavél, aftur til bernsku og ég sá sjálfan mig ljóslifandi fyrir mér sem barn standandi í stofuglugganum heima, að horfa út og bíða eftir að Gunni frændi kæmi í heimsókn. Eftir nokkra góða samveru daga heyrði ég Gunna frænda minn segja að nú þyrfti hann að fara aftur á sjó, ég vildi ekki að frændi minn færi og greip til minn ráða, mundi eftir sjóstívélunum hans niður í forstofu og hugsaði með mér að hann færi ekki stígvélalaus á sjóinn. Svo ég brá mér niður stigann greip stígvélin og faldi þau innst inni í geymslu, svo sem minnstar líkur væru á því að þau myndu finnast. Sama hversu gott mér þótti þetta ráð mitt þá, þá virkaði það víst ekki. Frændi sem hvergi fann stígvélin sín hvarf á endanum út um dyrnar, út á hafið og stígvélin féllu í gleymskunnar dá. Stóri frændi og litli frændi. Eftir þessar endurminningar brosti ég og hló. Hringdi í frænda minn og nafna, sagði honum frá þessu og viðurkenndi verknað minn við stígvélahvarfið forðum daga, tjáði honum að þessi litli glæpur hefði fyrst og fremst verið framinn af væntumþykju. Ég er þakklátur að hafa átt það samtal við frænda minn sem alltaf reyndist mér svo vel. Þarna fann ég ástæðu til þess að segja honum hvað mér þætti vænt um hann og hvað hann skipti mig miklu máli. Því svo leið tíminn og hafið tók frænda minn frá mér, ef ég hefði geymt þessi orð, hefðu þau líklega aldrei verið sögð. Nú er hátíð ljóss og friðar að ganga í garð. Við höfum tilhneigingu til þess að gleyma okkur í gjafakaupum og undirbúningsamstri fyrir hátíðleg jól. En oft getur samverustund með fjölskyldu okkar og vinum verið dýrmætari en dýrustu gjafir. Gleymum því ekki, lærum að njóta líðandi stunda og samveru með okkar dýrmætasta fólki, því enginn veit hvenær í lífsins ferðalagi leiðir skilja. Tíminn læknar ekki öll sár og síst af öllu sálræn sár, en dag frá degi lærir maður að lifa með sorg sinni og horfa fram á veginn, samhliða því að vera þakklátur fyrir liðnar stundir og gjöfular minningar. En til þess þurfum við að skapa þær minningar. Notum augnablikið, gefum börnunum tíma og athygli, það geyma þau í hjarta sér og muna, heimsækjum ömmu og afa oftar, förum með hundinn í auka göngutúr. Hringjum í vini og ættinga. Mælum okkur mót, njótum samverustunda og gleymum ekki að tjá væntumþykju okkar með orðum. Sköpum þannig hamingju og hlýju í dimmum desember og tendrum ljósið innra með okkur í bland við falleg jólaljós um bæi og borg til sjávar og sveita um landið allt. Höfundur var litli frændi.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun