Lögmál leiksins um örvæntingafullt lið Lakers: „Verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2022 09:31 Farið var yfir hvort stjórn Lakers ætti að rífa í gikkinn og skipta út leikmanni eða leikmanni í von um að styrkja liðið. Tim Nwachukwu/Getty Images Hinn stórskemmtilegi liður „Nei eða Já“ var að venju á sínum stað í þætti kvöldsins af Lögmál leiksins en þar er farið yfir það helsta sem hefur gerst í NBA deildinni í körfubolta. Að þessu sinni var farið yfir hvort gott gengi Brooklyn Nets gæti haldið áfram, hvort Miami Heat þyrfti ekki að fara hafa áhyggjur, hvort Los Angeles Lakers gæti orðið NBA meistari og hvor yrði bestur af Cade Cunningham, Evan Mobley og Jalen Green. Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Í „Nei eða Já“ setur Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, fram fullyrðingu fyrir sérfræðinga þáttarins og þurfa þeir að svara henni játandi eða neitandi, og svo rökstyðja svör sín. „Brooklyn Nets hefur heldur betur klifrað upp töfluna, vinnur nú hvern leikinn á fætur öðrum og er einum – einum og hálfum – leik á eftir Cleveland Cavaliers,“ sagði Kjartan Atli áður en hann beindi fyrstu fullyrðingunni að Tómasi Steindórssyni. Fyrsta mál á dagskrá: Brooklyn Nets mun á endanum ná Cleveland og enda fyrir ofan Cavaliers, í fjórða sætinu Maður veit aldrei hvað maður fær frá Brooklyn Nets.Jacob Kupferman/Getty Images „Nei ég held ekki. Þetta er tíu manna rótering hjá þeim, þeir eru dálítið meiddir. Ná sjaldan að spila allir saman og munu tapa leikjum þó þeir séu fínir núna. Var ótrúlegur leikur á móti Indiana Pacers í vikunni þar sem þeir sigruðu 136-133 og ég kannaðist við einn leikmann í byrjunarliðinu, ég er ekki einu sinn að grínast. Það vantaði allt byrjunarliðið.“ Hörður Unnsteinsson tók í sama streng. „Held þeir verði í sjötta, sjöunda eða áttunda – á svipuðum stað og þeir voru í fyrra.“ Önnur fullyrðing: Þetta er byrjað að vera áhyggjuefni fyrir Miami Heat „Já. 27 leikir, það er búinn einn þriðji af tímabilinu og þá er orðið mikið áhyggjuefni ef þú ert þremur leikjum fyrir neðan 50 prósent sigurhlutfall. Lið sem við ætluðum að væri að berjast um efsta sætið í Austrinu. Voru topp 3-4 allavega.“ „Þeir eiga að hafa áhyggjur,“ sagði Tómas hreinskilinn. Jimmy Butler og félagar eru í basli.Getty/Cole Burston Þriðja fullyrðing: Stjórn Lakers þarf að taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum „Okkar maður er á því að Los Angeles Lakers getur orðið NBA-meistari þrátt fyrir að vera 11-15. Hann telur að liðið sé vel upp sett, mér finnst það alveg pæling. Anthony Davis er búinn að vera frábær. Liðið er samt sem áður enn fyrir utan útsláttarkeppnina, þarf stjórnin að fara taka í gikkinn þegar kemur að leikmannaskiptum eða eiga þeir og vona að þetta haldi áfram í rétta átt,“ spurði Kjartan Atli. „Ef þeir geta gert eitthvað með Russell Westbrook og fengið þá í staðinn 2-3 leikmenn. Ég myndi ekki taka leikmann fyrir leikmann skipti. Ef þeir gætu fengið aðeins meiri breidd í þetta þá myndi ég rífa í gikkinn þó Westbrook sé búinn að vera þokkalegur upp á síðakastið. Það vantar leikmenn fjögur til sjö sem geta eitthvað,“ sagði Tómas. Westbrook hefur verið skömminni skárri þegar hann kemur inn af bekknum.AP Photo/Godofredo A. Vásquez „Það er algjörlega klárt að þeir verða ekki meistarar eins og liðið er uppsett núna. Auðvitað ættu þeir að vera löngu búnir að taka í gikkinn, áður en það verður of seint. Þeir verða klárlega ekki meistarar ef þetta lið þarf að fara í gegnum umspilsleiki og spila erfiða fyrstu seríu við ungt og ferskt lið. Það verður erfitt fyrir þetta aldna og laskaða Lakers-lið.“ Fjórða og síðasta fullyrðingin: Cade Cunningham verður betri en Evan Mobley og Jalen Green „Akkúrat núna er þetta Mobley, Cade og Green. Eins og staðan er núna. Held að Cade sé með öll verkfærin og líklegastur til að verða heildstæðasti leikmaðurinn af þeim þremur,“ sagði Hörður. Sjá má „Nei eða Já“ í heild sinni hér að neðan. Klippa: Lögmál leiksins um Lakers: Klukkan er korter í fjögur og það er búið að kveikja ljósin
Körfubolti NBA Lögmál leiksins Mest lesið Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Körfubolti Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Fótbolti Í beinni: Tindastóll - Breiðablik | Næstu lömb í slátrun? Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Myndi frekar vilja hafa þetta svona heldur en þar sem öllum er drullusama“ Ísböð komu í veg fyrir að Haukar yrðu meistarar Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn