Borðuðu jólamatinn klukkan níu gjörsamlega búin á því Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 15. desember 2022 09:00 Katrín Jakobsdóttir er viðmælandi í Jólamola dagsins. Vísir/Vilhelm Þingstörfin setja sinn svip á jólamánuðinn hjá Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra. Hún vonast þó til þess að ná að fara á nokkra jólatónleika, þá sérstaklega tónleika sona hennar. Hún er vanaföst þegar kemur að jólunum og setur jólaskrautið alltaf á nákvæmlega sama stað. Katrín er viðmælandi í Jólamola dagsins. Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er hefðbundinn jólaálfur mundi ég segja.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Hef alla tíð verið mikið jólabarn og það hefur ekki dregið úr því með árunum. Man sérlega vel eftir jólunum þegar elsti sonur minn var nýfæddur og allir og amma þeirra ákváðu að heimsækja okkur á aðfangadag. Við vorum of sein með allt og þegar mamma mætti í jólamat klukkan sex var hangikjötið nýkomið í pottinn og barnið var öskrandi af sér hausinn eftir gestagang dagsins. Við borðuðum um níuleytið gjörsamlega búin á því – en þetta var í fyrsta sinn sem við hjónin héldum jólin saman og kunnum þannig séð ekki neitt. En við vorum fljót að hlæja að þessu.“ Jólalundinn er fyrsta jólaskrautið sem þau hjónin keyptu saman. Þau keyptu hann árið 2005 á þeirra fyrsta ferðalagi saman um landið, þegar Katrín gekk með þeirra fyrsta barn. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er svo skrýtið að gjafirnar eru ekki það eftirminnilegasta við jólin. En eftirminnilegasta gjöfin er samt líklega Lundby-dúkkuhús sem ég fékk fimm ára gömul, það var með rafmagni þannig að lamparnir lýstu og ég hef sjaldan leikið mér eins mikið í neinu.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ó guð, ég veit nú ekki hvort maður á að rifja upp verstu gjafirnar. En stundum hafa komið stundir þar sem ég hef bitið á jaxlinn og minnt mig á að það er hugurinn sem skiptir máli.“ View this post on Instagram A post shared by Katri n Jakobsdo ttir (@katrinjakobsd) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er mjög hefðbundin á jólum. Jólaskrautið fer alltaf á sama stað, ég geri alltaf konfekt, sendi nokkur jólakort og bý til eplaköku eins og móðir mín gerði. En uppáhalds hefðin er samt þegar við fjölskyldan syngjum saman á aðfangadag áður en við opnum pakkana.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Í byrjun desember eru það Ég hlakka svo til og Þú komst með jólin til mín, þegar nær dregur eru það Líður að helgum tíðum, Helga nótt og Heims um ból.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Jólamynd Prúðuleikaranna er í uppáhaldi þar sem þeir gera sína útfærslu af Jóladraumi Charles Dickens. Svo er Die Hard líka í uppáhaldi.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Síðast var það jólalamb sem ég eldaði upp úr jólabók Nönnu Rögnvaldardóttur. Bara það að skoða þá bók kemur mér í jólaskap. Annars erum við með hálfgert tilraunaeldhús á jólunum og óhrædd að prófa eitthvað nýtt.“ View this post on Instagram A post shared by Katri n Jakobsdo ttir (@katrinjakobsd) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég vona að ég fái góðar bækur til að lesa – margt gott núna í jólabókaflóðinu sem ég hef hug á að lesa.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Það er nú Ríkisútvarpið sem hringir inn jólin hjá mér.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Þingstörfin setja svip sinn á desember – en ég vona að ég nái nokkrum jólatónleikum, sérstaklega sona minna.“ Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tengdar fréttir „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00 Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01 „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. 12. desember 2022 09:00 Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. 11. desember 2022 09:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Jólamolar Vísis munu birtast reglulega fram að jólum. Þar fáum við að kynnast þjóðþekktum einstaklingum í nýju ljósi og komast að því hvað það er sem kemur þeim í jólagírinn. Jólamolunum er ekki síður ætlað að koma lesendum Vísis í hið eina sanna hátíðarskap. Hvort myndirðu skilgreina þig sem Elf eða The Grinch? „Ég er hefðbundinn jólaálfur mundi ég segja.“ Hver er þín uppáhalds jólaminning? „Hef alla tíð verið mikið jólabarn og það hefur ekki dregið úr því með árunum. Man sérlega vel eftir jólunum þegar elsti sonur minn var nýfæddur og allir og amma þeirra ákváðu að heimsækja okkur á aðfangadag. Við vorum of sein með allt og þegar mamma mætti í jólamat klukkan sex var hangikjötið nýkomið í pottinn og barnið var öskrandi af sér hausinn eftir gestagang dagsins. Við borðuðum um níuleytið gjörsamlega búin á því – en þetta var í fyrsta sinn sem við hjónin héldum jólin saman og kunnum þannig séð ekki neitt. En við vorum fljót að hlæja að þessu.“ Jólalundinn er fyrsta jólaskrautið sem þau hjónin keyptu saman. Þau keyptu hann árið 2005 á þeirra fyrsta ferðalagi saman um landið, þegar Katrín gekk með þeirra fyrsta barn. Hver er eftirminnilegasta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Það er svo skrýtið að gjafirnar eru ekki það eftirminnilegasta við jólin. En eftirminnilegasta gjöfin er samt líklega Lundby-dúkkuhús sem ég fékk fimm ára gömul, það var með rafmagni þannig að lamparnir lýstu og ég hef sjaldan leikið mér eins mikið í neinu.“ Hver er versta jólagjöf sem þú hefur fengið? „Ó guð, ég veit nú ekki hvort maður á að rifja upp verstu gjafirnar. En stundum hafa komið stundir þar sem ég hef bitið á jaxlinn og minnt mig á að það er hugurinn sem skiptir máli.“ View this post on Instagram A post shared by Katri n Jakobsdo ttir (@katrinjakobsd) Hver er uppáhalds jólahefðin þín? „Ég er mjög hefðbundin á jólum. Jólaskrautið fer alltaf á sama stað, ég geri alltaf konfekt, sendi nokkur jólakort og bý til eplaköku eins og móðir mín gerði. En uppáhalds hefðin er samt þegar við fjölskyldan syngjum saman á aðfangadag áður en við opnum pakkana.“ Hvert er þitt uppáhalds jólalag? „Í byrjun desember eru það Ég hlakka svo til og Þú komst með jólin til mín, þegar nær dregur eru það Líður að helgum tíðum, Helga nótt og Heims um ból.“ Hver er þín uppáhalds jólamynd? „Jólamynd Prúðuleikaranna er í uppáhaldi þar sem þeir gera sína útfærslu af Jóladraumi Charles Dickens. Svo er Die Hard líka í uppáhaldi.“ Hvað borðar þú á aðfangadag? „Síðast var það jólalamb sem ég eldaði upp úr jólabók Nönnu Rögnvaldardóttur. Bara það að skoða þá bók kemur mér í jólaskap. Annars erum við með hálfgert tilraunaeldhús á jólunum og óhrædd að prófa eitthvað nýtt.“ View this post on Instagram A post shared by Katri n Jakobsdo ttir (@katrinjakobsd) Hvers óskar þú þér í jólagjöf í ár? „Ég vona að ég fái góðar bækur til að lesa – margt gott núna í jólabókaflóðinu sem ég hef hug á að lesa.“ Hvað er það sem hringir inn jólin fyrir þér? „Það er nú Ríkisútvarpið sem hringir inn jólin hjá mér.“ Er eitthvað skemmtilegt á döfinni hjá þér núna fyrir jólin? „Þingstörfin setja svip sinn á desember – en ég vona að ég nái nokkrum jólatónleikum, sérstaklega sona minna.“
Jólamolar Jól Jólamatur Jólalög Tengdar fréttir „Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00 Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01 „Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. 12. desember 2022 09:00 Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. 11. desember 2022 09:00 Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Jól Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Jól Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Jól Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Jól Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Svona gerir þú piparkökuhúsið úr Blindum bakstri Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Wellington-grænmetisætunnar Jól Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Heitustu jólagjafirnar fyrir herrann Aðventan með Lindu Ben: Kalkúnabringa með öllu tilheyrandi Jólamolar: „Ég var bara svo yfir mig ástfangin að öll jólagleðin þúsundfaldaðist“ Hollari óhollusta fyrir jólin að hætti Önnu Eiríks Heitustu jólagjafirnar fyrir hana Aðventan með Lindu Ben: Jólatré úr marengs Jólamolar: Ekkert fallegra en að sjá dótturina gráta úr gleði Jóladrottningin stal senunni Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Jólin hafa ekki alltaf verið auðveld“ Útvarpsmaðurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ágúst Beinteinn Árnason, betur þekktur sem Gústi B, elskar jólin en er ekki of upptekinn af hefðum. Hann heldur þó mikið upp á möndlugrautinn og er hann tilbúinn að beita brögðum til þess að næla sér í möndluna. Gústi er viðmælandi í Jólamola dagsins. 14. desember 2022 09:00
Míkrófónninn eftirminnilegasta jólagjöfin: „Ég ætlaði alltaf að verða söng- og leikkona“ Athafnakonan Lína Birgitta Sigurðardóttir elskar að gefa jólagjafir. Sjálf veit hún ekki hvað hana langar í, þar sem hana skortir ekkert. Hún segir þó að gjafabréf upp í flug myndi alltaf nýtast henni vel þar sem hún ferðast mikið. Lína Birgitta er viðmælandi í Jólamola dagsins. 13. desember 2022 09:01
„Ég vil alltaf meira skraut, fleiri ljós, fleiri gjafir, meira stuð“ Rithöfundurinn og leikarinn Gunnar Helgason hefur kætt íslensk börn í rúmlega tuttugu og fimm ár. Hann er hvergi nær hættur, því þessa dagana eru hann og Felix með jólasýningu í Gaflaraleikhúsinu. Auk þess hefur Gunnar gefið út hverja metnaðarfullu barnabókina á fætur annarri og nefnist nýjasta bók hans Bannað að ljúga. Gunni er viðmælandi í Jólamola dagsins. 12. desember 2022 09:00
Óhefðbundin jól í Chile: „Vorum þvílíkt klár í jólin en þau ætluðu aldrei að byrja“ Tónlistarkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir segist vera jólaálfur allt árið um kring. Hún er þó ekki sérstaklega formföst þegar kemur að jólunum. Hún borðar til að mynda ekki alltaf sama matinn á aðfangadag og hefur eytt jólunum bæði á Kanaríeyjum og í Chile. Hún segir samveruna með fjölskyldunni vera það eina sem skiptir máli. Hera Björk er viðmælandi í Jólamola dagsins. 11. desember 2022 09:00