Tónlist Hildar úr Tár útilokuð frá Óskarnum en annað verk hennar talið líklegt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2022 10:27 Hildur varð fyrsti Íslendingurinn til að hljóta Óskarsverðlaunin þegar hún fór heim með styttuna góðu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jókerinn. Kevin Winter/Getty Images Útilokað er að tónskáldið Hildur Guðnadóttir verði tilnefnd tvisvar í sama flokknum til Óskarsverðlauna á næsta ári eins og áður var talið mögulegt. Tónlist hennar úr myndinni Tár kemur ekki til greina. Þó er talið er líklegt að Hildur verði tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Variety greindi frá því í gær að tónlist Hildar úr myndinni Tár hafi verið útilokuð frá tilnefningu í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin, flokknum sem Hildur vann árið á Óskarsverðlaunum fyrir árið 2019 fyrir tónlist hennar í myndinni Joker. Ekki nógu frumsamin Samkvæmt heimildum Variety þykir tónlist Hildar úr myndinni ekki vera nógu frumsamin, það er að tónlistinni hafi verið blandað of mikið saman við áður útgefin verk og geti þar með ekki talist gjaldgeng í þessum flokki. Segir jafn framt að útilokunin komi ekki á óvart, þar sem að þessu hafi veri spáð. Ástralska stórleikkonan Cate Blanchett leikur aðalhlutverkið í Tár. Þar leikur hún hlutverk hljómsveitarstjóra sem undirbýr sig fyrir tónleika þar sem tónlist Gustav Mahler og Edward Elgar er í aðalhlutverki. Athygli vekur að ekki er langt síðan Variety birti grein þar sem því var spáð að tónlist Hildar úr myndinni Tár myndi teljast gjaldgeng og að sá möguleiki væri fyrir hendi að Hildur gæti brotið enn eitt blaðið í sögu Óskarsverðlaunanna með því að verða fyrsta konan til að hljóta tvær óskarstilnefningar í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þar kom fram að framleiðandi myndarinnar myndi senda inn tónlist Hildar til tilnefningar til Óskarsverðlauna. Í frétt Variety kemur hins vegar fram, sem fyrr segir, að tónlistardeild bandarísku Kvikmyndaakademíunnar hafi útilokað tónlist Hildar úr Tár af fyrrgreindum ástæðum. Tónlistin úr Women Talking talin líkleg Þar kemur einnig fram að Hildur þurfi þó ekki að örvænta vegna þess. Fastlega sé gert ráð fyrir að tónlist hennar úr kvikmyndinni Women Talking muni í það minnsta komast í gegnum niðurskurð akademíunnar áður en að endanlegar tilnefningar verða tilkynntar. Í flokki frumsamdar tónlistar verður skorið niður úr 147 tilnefningum niður í fimmtán. Úr þessum fimmtán verða fimm fyrir valinu sem hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Tilkynnt var í gær að tónlist Hildar úr Women Talking hafi verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki frumsamdar tónlistar. Verðlaunin verða veitt þann 11. janúar á nýju ári. Litið er á Golden Globe-verðlaunin sem ákveðna vísbendingu um við hverju megi búast á Óskarsverðlaununum næstkomandi mars. Óskarsverðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlist Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30. september 2022 23:56 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Variety greindi frá því í gær að tónlist Hildar úr myndinni Tár hafi verið útilokuð frá tilnefningu í flokknum besta frumsamda kvikmyndatónlistin, flokknum sem Hildur vann árið á Óskarsverðlaunum fyrir árið 2019 fyrir tónlist hennar í myndinni Joker. Ekki nógu frumsamin Samkvæmt heimildum Variety þykir tónlist Hildar úr myndinni ekki vera nógu frumsamin, það er að tónlistinni hafi verið blandað of mikið saman við áður útgefin verk og geti þar með ekki talist gjaldgeng í þessum flokki. Segir jafn framt að útilokunin komi ekki á óvart, þar sem að þessu hafi veri spáð. Ástralska stórleikkonan Cate Blanchett leikur aðalhlutverkið í Tár. Þar leikur hún hlutverk hljómsveitarstjóra sem undirbýr sig fyrir tónleika þar sem tónlist Gustav Mahler og Edward Elgar er í aðalhlutverki. Athygli vekur að ekki er langt síðan Variety birti grein þar sem því var spáð að tónlist Hildar úr myndinni Tár myndi teljast gjaldgeng og að sá möguleiki væri fyrir hendi að Hildur gæti brotið enn eitt blaðið í sögu Óskarsverðlaunanna með því að verða fyrsta konan til að hljóta tvær óskarstilnefningar í flokki frumsamdar kvikmyndatónlistar. Þar kom fram að framleiðandi myndarinnar myndi senda inn tónlist Hildar til tilnefningar til Óskarsverðlauna. Í frétt Variety kemur hins vegar fram, sem fyrr segir, að tónlistardeild bandarísku Kvikmyndaakademíunnar hafi útilokað tónlist Hildar úr Tár af fyrrgreindum ástæðum. Tónlistin úr Women Talking talin líkleg Þar kemur einnig fram að Hildur þurfi þó ekki að örvænta vegna þess. Fastlega sé gert ráð fyrir að tónlist hennar úr kvikmyndinni Women Talking muni í það minnsta komast í gegnum niðurskurð akademíunnar áður en að endanlegar tilnefningar verða tilkynntar. Í flokki frumsamdar tónlistar verður skorið niður úr 147 tilnefningum niður í fimmtán. Úr þessum fimmtán verða fimm fyrir valinu sem hljóta tilnefningu til Óskarsverðlauna. Tilkynnt var í gær að tónlist Hildar úr Women Talking hafi verið tilnefnd til Golden Globe-verðlaunanna í flokki frumsamdar tónlistar. Verðlaunin verða veitt þann 11. janúar á nýju ári. Litið er á Golden Globe-verðlaunin sem ákveðna vísbendingu um við hverju megi búast á Óskarsverðlaununum næstkomandi mars.
Óskarsverðlaunin Hollywood Bíó og sjónvarp Tónlist Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25 Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30. september 2022 23:56 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hildur Guðnadóttir hlýtur Golden Globe tilnefningu fyrir Women Talking Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar rétt í þessu. Tónskáldið Hildur Guðnadóttir hlýtur tilnefningu fyrir Women Talking þar sem Rooney Mara og Frances McDormand fara með aðalhlutverk. 12. desember 2022 14:25
Hildur Guðnadóttir eigi möguleika á að slá met hljóti hún tilnefningu Íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir er sögð eiga möguleika á því að vera tilnefnd til tveggja Óskarsverðlauna á komandi hátíð. Bæði fyrir tónlist sína í kvikmyndinni „Tár“ og „Women Talking.“ 30. september 2022 23:56
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22