Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars þeirra, segir að Landsréttur hafi fellt úrskurðinn úr gildi á þeim forsendum að geðmat bendi til þess að mennirnir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum.
Héraðssaksóknari gaf á föstudag út ákæru á hendur mönnunum tveimur sem handteknir voru fyrir tæpum þremur mánuðum, grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Sama dag voru þeir úrskurðaðir í héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald.
Rætt var við Svein Andra um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á föstudag: