Sagður hafa viljað lögreglubúning fyrir skotárás Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 13. desember 2022 22:14 Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir mönnunum var felldur úr gildi í dag. Vísir/Vilhelm Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur. Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum úr gildi í dag og eru þeir því frjálsir ferða sinna í bili. Í úrskurði Landsréttar var vísað hvort tveggja vísað til ítarlegrar matsgerðar og að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg, eins og áskilið er samkvæmt lagaákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Vísir hefur ákæru héraðssaksóknara fyrir meint brot undir höndum. Lögregluskilríki og lögreglubúningur Annar mannanna virðist hafa verið höfuðpaur í meintri tilraun til hryðjuverka. Hann er ákærður fyrir að hafa ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks bana eða stórfelldu líkamstjóni og er talinn hafa sýnt ásetning ótvírætt í verki. Þess til stuðnings eru samskipti á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Í ákæruliðnum, sem varðar hryðjuverkatilraunina, kemur einnig fram að ákærði hafi keypt riffla af gerðinni AK-47, AR-15, sem hann á að hafa breytt í hálfsjálfvirka riffla. Þá hafi hann tileinkað sér efni frá þekktum aðilum sem hafa framið hryðjuverk og aflað sér upplýsinga um sprengju- og drónagerð. Enn fremur kemur fram að hann hafi reynt að verða sér úti um lögregluskilríki, lögreglufatnað og annan lögreglubúnað til að reyna að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Í ákærunni segir að lögregla hafi stöðvað áform hans þegar hann var handtekinn 13. og 21. september 2022. Hafi haft uppi hvatningarorð og undirróður Hinn ákærðu er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu, með því að hafa bæði í orði og verki, haft uppi hvatningarorð og undirróður, sent upplýsingar til höfuðpaursins um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði þeirra auk verknaðaraðferða. Þá er hann einnig sakaður um að hafa tekið þátt í framleiðslu þrívíddarprentaðra skotvopna, íhluti í slík skotvopn og skotfæri, allt til að styrkja ásetning og áform hins ákærða, þar til hann var ákærður 21. september síðastliðinn. Eins og fyrr segir felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi í dag en mennirnir höfðu verið í gæsluvarðhaldi síðan í september. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna, hefur áður sagt að mennirnir hafi gengist við vopnalagabroti. Meinta tilraunin til hryðjuverka sé á engu reist, aðeins hafi verið um spjall þeirra á milli að ræða og „misheppnað grín.“ AK-47, AR-15 og CZ577 Vopnalagabrotin eru fjölmörg samkvæmt ákærunni. Báðir eru kærðir fyrir stórfellt vopnalagabrot, fyrir að hafa í sameiningu framleitt þrívíddarprentuð vopn og íhluti í slík skotvopn, selt að minnsta kosti sex slík vopn til ótilgreindra manna, auk skotfæra, og í einu tilfelli hljóðdeyfi. Þá hafi þeir einnig selt íhluti í skotvopn af gerðinni AR-15, í þeim tilgangi að hægt væri að breyta vopninu í hálfsjálfvirkan riffil. Annar þeirra er enn fremur ákærður fyrir að hafa haft riffla af gerðinni AK-47, AR-15 og CZ577 í fórum sínum, en rifflarnir fundust við húsleit á heimili ákærða. Hann á að hafa breytt að minnsta kosti einum rifflanna í hálfsjálfvirkan riffil. Þá á hann einnig að hafa annast kaup nafngreinds manns á Glock-skammbyssu af byssusala án heimildar og keypt hundruð skotfæra í umrædd skotvopn. Meðal þess sem á að hafa fundist við húsleit voru þrívíddarprentaðir íhlutir í byssur, skotfæri, hnífur með löngu blaði, hnúajárn og rafbyssa. Vopnin fundust bæði á heimili ákærða og á heimili móður hans, að því er fram kemur í ákærunni. Ein og hálf milljón í reiðufé Hinn ákærðu er sagður hafa haft þrívíddarprentuð skotvopn í fórum sínum, keypt skotfæri í AR-15 og AK-47 riffla og haft slík vopn í fórum sínum, sem fundust við húsleit. Við húsleitina fundust einnig þrívíddarprentaðir íhlutir, skotfæri og loftskammbyssa. Þá er hann einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en við húsleitina fundust 7,45 grömm af marijúana, 0,48 grömm af amfetamíni auk anabólískra stera. Lögregla krafðist alls upptöku á rúmri 1,5 milljón í reiðufé, fjórum þrívíddarprenturum, skotfærum, íhlutum í skotvopn, verkfærum til vopnagerðar, rifflum og fíkniefnum. Refsiákvæðin sem undir eru í málinu fyrir tilraun til hryðjuverka varða við tiltekna töluliði 1. mgr. 100. gr. almennra hegningarlaga. Refsing getur numið allt að ævilöngu fangelsi. Þá er einnig vísað til fjölmargra ákvæða í vopnalögum og laga um ávana- og fíkniefni. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. 13. desember 2022 20:28 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Landsréttur felldi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir mönnunum úr gildi í dag og eru þeir því frjálsir ferða sinna í bili. Í úrskurði Landsréttar var vísað hvort tveggja vísað til ítarlegrar matsgerðar og að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg, eins og áskilið er samkvæmt lagaákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Vísir hefur ákæru héraðssaksóknara fyrir meint brot undir höndum. Lögregluskilríki og lögreglubúningur Annar mannanna virðist hafa verið höfuðpaur í meintri tilraun til hryðjuverka. Hann er ákærður fyrir að hafa ákveðið að valda ótilgreindum hópi fólks bana eða stórfelldu líkamstjóni og er talinn hafa sýnt ásetning ótvírætt í verki. Þess til stuðnings eru samskipti á dulkóðaða samskiptaforritinu Signal. Í ákæruliðnum, sem varðar hryðjuverkatilraunina, kemur einnig fram að ákærði hafi keypt riffla af gerðinni AK-47, AR-15, sem hann á að hafa breytt í hálfsjálfvirka riffla. Þá hafi hann tileinkað sér efni frá þekktum aðilum sem hafa framið hryðjuverk og aflað sér upplýsinga um sprengju- og drónagerð. Enn fremur kemur fram að hann hafi reynt að verða sér úti um lögregluskilríki, lögreglufatnað og annan lögreglubúnað til að reyna að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Í ákærunni segir að lögregla hafi stöðvað áform hans þegar hann var handtekinn 13. og 21. september 2022. Hafi haft uppi hvatningarorð og undirróður Hinn ákærðu er ákærður fyrir hlutdeild í brotinu, með því að hafa bæði í orði og verki, haft uppi hvatningarorð og undirróður, sent upplýsingar til höfuðpaursins um þekkta hryðjuverkamenn, hugmyndafræði þeirra auk verknaðaraðferða. Þá er hann einnig sakaður um að hafa tekið þátt í framleiðslu þrívíddarprentaðra skotvopna, íhluti í slík skotvopn og skotfæri, allt til að styrkja ásetning og áform hins ákærða, þar til hann var ákærður 21. september síðastliðinn. Eins og fyrr segir felldi Landsréttur gæsluvarðhaldsúrskurðinn úr gildi í dag en mennirnir höfðu verið í gæsluvarðhaldi síðan í september. Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars mannanna, hefur áður sagt að mennirnir hafi gengist við vopnalagabroti. Meinta tilraunin til hryðjuverka sé á engu reist, aðeins hafi verið um spjall þeirra á milli að ræða og „misheppnað grín.“ AK-47, AR-15 og CZ577 Vopnalagabrotin eru fjölmörg samkvæmt ákærunni. Báðir eru kærðir fyrir stórfellt vopnalagabrot, fyrir að hafa í sameiningu framleitt þrívíddarprentuð vopn og íhluti í slík skotvopn, selt að minnsta kosti sex slík vopn til ótilgreindra manna, auk skotfæra, og í einu tilfelli hljóðdeyfi. Þá hafi þeir einnig selt íhluti í skotvopn af gerðinni AR-15, í þeim tilgangi að hægt væri að breyta vopninu í hálfsjálfvirkan riffil. Annar þeirra er enn fremur ákærður fyrir að hafa haft riffla af gerðinni AK-47, AR-15 og CZ577 í fórum sínum, en rifflarnir fundust við húsleit á heimili ákærða. Hann á að hafa breytt að minnsta kosti einum rifflanna í hálfsjálfvirkan riffil. Þá á hann einnig að hafa annast kaup nafngreinds manns á Glock-skammbyssu af byssusala án heimildar og keypt hundruð skotfæra í umrædd skotvopn. Meðal þess sem á að hafa fundist við húsleit voru þrívíddarprentaðir íhlutir í byssur, skotfæri, hnífur með löngu blaði, hnúajárn og rafbyssa. Vopnin fundust bæði á heimili ákærða og á heimili móður hans, að því er fram kemur í ákærunni. Ein og hálf milljón í reiðufé Hinn ákærðu er sagður hafa haft þrívíddarprentuð skotvopn í fórum sínum, keypt skotfæri í AR-15 og AK-47 riffla og haft slík vopn í fórum sínum, sem fundust við húsleit. Við húsleitina fundust einnig þrívíddarprentaðir íhlutir, skotfæri og loftskammbyssa. Þá er hann einnig ákærður fyrir fíkniefnalagabrot en við húsleitina fundust 7,45 grömm af marijúana, 0,48 grömm af amfetamíni auk anabólískra stera. Lögregla krafðist alls upptöku á rúmri 1,5 milljón í reiðufé, fjórum þrívíddarprenturum, skotfærum, íhlutum í skotvopn, verkfærum til vopnagerðar, rifflum og fíkniefnum. Refsiákvæðin sem undir eru í málinu fyrir tilraun til hryðjuverka varða við tiltekna töluliði 1. mgr. 100. gr. almennra hegningarlaga. Refsing getur numið allt að ævilöngu fangelsi. Þá er einnig vísað til fjölmargra ákvæða í vopnalögum og laga um ávana- og fíkniefni.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. 13. desember 2022 20:28 Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23 Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent Fleiri fréttir Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Sjá meira
Árás ekki talin mjög líkleg eða yfirvofandi Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif. 13. desember 2022 20:28
Segir ákæruna tilraun til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar Lögmaður annars þeirra sem hefur verið ákærður fyrir tilraun til hryðjuverka segir ákæruvaldið leggja líf tveggja ungra manna í rúst til að réttlæta frumhlaup lögreglunnar. Þetta er í fyrsta sinn í Íslandssögunni sem ákært er fyrir hryðjuverkabrot. 9. desember 2022 20:23
Ákærðir fyrir tilraun til hryðjuverks: „Eina tilraunin sú að reyna að rústa lífi ungra manna“ Fallist var á fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir mönnunum sem ákærðir hafa verið fyrir skipulagningu hryðjuverka. Lögmaður annars þeirra segist vera furðu lostinn yfir ákærunni. Hann segir umbjóðanda sinn vera saklausan. 9. desember 2022 14:00