Messi orðinn markahæsti Argentínumaður á HM frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 23:00 Lionel Messi hefur skorað fleiri mörk en nokkur Argentínumaður á lokamóti HM. Igor Kralj/Pixsell/MB Media/Getty Images Lionel Messi varð í kvöld markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins á HM frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri gegn Króatíu. Sigurinn kom argentínska liðinu í úrslit og Messi hefur nú skorað ellefu mörk á lokamóti HM. Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira
Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Antony á leið til Betis Enski boltinn „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Torino | Komast Albert og félagar á sigurbraut? Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Sjá meira