Tekist á um Jóladagatalið á Alþingi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. desember 2022 11:41 Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata og Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Skiptar skoðanir eru á Alþingi um útspil Útlendingastofnunar vegna Jóladagatals Ríkisútvarpsins. Þingmenn Miðflokksins eru hæstánægðir með upplýsingasíðu stofnunarinnar en þingmaður Pírata spurði hvort að eðlilegt gæti talist að starfsmaður stofnunarinnar hafi verið settur í þá vinnu að horfa á Jóladagatalið. Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“ Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Jóladagatal Ríkisútvarpsins í ár ber nafnið Randalín & Mundi: Dagar í desember. Meðal þess sem fjallað er um í dagatalinu er fólk á flótta. Bekkjarsystir Randalínar og Munda er dóttir forstjóra Útlendingastofnunar en leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem einnig er handritshöfundur þáttanna, fer með hlutverk forstjórans. Vegna umfjöllunar dagatalsins ákvað Útlendingastofnun að setja upp upplýsingasíðu fyrir börn sem vilja fræðast frekar um málefni flóttamanna á Íslandi. Á síðunni segir að persónur þáttanna séu skáldaðar og að áhorfendur velti því örugglega fyrir sér hvort þættirnir gætu gerst í raunveruleikanum. Kemur þar meðal annars fram að þó að forstjórinn í þáttunum sé svakaleg gribba vinni í raun engar gribbur hjá stofnunni, ásamt ýmsu öðru. Miðflokksmenn á einu máli Umrædd upplýsingasíða var á meðal þess sem kom til umræðu á Alþingi í dag undir liðnum Störf þingsins. Þar tók Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins fyrstur til máls. „Mig langar hér í dag undir störfum þingsins að hrósa Útlendingastofnun. Það er ekki gert mikið af því úr þessum ræðustól,“ sagði Bergþór sem vakti athygli þingheims á umræddri upplýsingasíðu, sagði hana auðlesna og auðskiljanlega. Gagnrýndi hann einnig Ríkisútvarpið fyrir Jóladagatalið. „Það getur ekki verið að það sé hlutverk Ríkisútvarpsins að mála opinbera embættismenn upp sem einhverjar grýlur þegar stofnun viðkomandi aðila er eingöngu að framfylgja lögum sem við hér á Alþingi höfum samþykkt.“ Samflokksmaður Bergþórs, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, tók einnig til máls undir sama lið og tók undir orð Bergþórs. „Ég lýsi yfir mikilli ánægju með viðbrögð Útlendingastofnunar við þeim árásum og áróðri, það er ekki hægt að kalla það neitt annað, sem stofnunin hefur orðið fyrir, af hálfu annarrar ríkisstofnunar, og það í formi meints barnatíma,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þarna er á mjög kurteisislegan hátt farið yfir staðreyndir mála og ég hvet fólk til að kynna sér það.“ Grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, var hins vegar á öðru máli en Miðflokksmenn. Sagði hún þetta útspil Útlendingastofnunar vera undarlegt og vanhugsað. „Samkvæmt þessum útskýringum eru brottvísanirnar á ábyrgð þingmanna. Þeirra sem semja lögin en ekki þeirra sem framfylgja þeim. Fyrir þeim okkur sem vita betur og þekkja lög um útlendinga vel er þetta grátbroslegur snúningur á raunveruleikanum.“ Spurði hún hvort að útspil Útlendingastofnunar gæti talist góð nýting á almannafé. „Er það góð nýting á almannafé að starfsmaður Útlendingastofnunar sé í fullri vinnu við að horfa á Jóladagatal RÚV til þess að geta útskýrt meðal annars, með leyfi forseta, að „í alvörunni vinni engar gribbur hjá Útlendingastofnun,“ heldur sé þetta allt í rauninni vonda Alþingi að kenna.“
Jól Fjölmiðlar Alþingi Ríkisútvarpið Flóttamenn Hælisleitendur Tengdar fréttir Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Sjá meira
Engar gribbur hjá Útlendingastofnun að sögn Útlendingastofnunar Þrátt fyrir að forstjóri Útlendingastofnunar í jóladagatali Ríkisútvarpsins sé algjör gribba þá er að sögn stofnunarinnar engin gribba starfandi þar. Þetta kemur fram á nýrri upplýsingasíðu Útlendingastofnunar sem sett var á laggirnar vegna þáttanna. 13. desember 2022 15:57